Erlent

Farþegi tók mynd af vélinni fyrir flugtak

Randver Kári Randversson skrifar
Myndin af flugvélinni sem einn farþeganna birti rétt fyrir flugtak.
Myndin af flugvélinni sem einn farþeganna birti rétt fyrir flugtak.
Hollenskur farþegi sem var um borð í Boeing-777 vél Malaysia Airlines, sem fórst yfir austurhluta Úkraínu í dag, tók mynd af vélinni áður en hann fór um borð og birti á Facebook.

Undir myndina skrifaði hann: „Ef hún týnist, lítur hún svona út.“

Alls voru 295 manns um borð í vélinni og eru allir taldir af. Þessi hræðilegu örlög farþegans hafa orðið til þess að fjöldinn allur af vinum hans og kunningjum senda honum nú sína hinstu kveðju í athugasemdum við myndina á Facebook.

Ekki er ljóst á þessari stundu hvað olli því að vélin fórst, en sumir erlendir fjölmiðlar, þar á meðal rússneska fréttaveitan Interfax, halda því farm að vélin hafi verið skotin niður á meðan hún flaug í um 10 þúsund metra hæð skammt frá bænum Torez nærri Shakhtersk í Donetsk héraði.


Tengdar fréttir

Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu

Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×