Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Selfoss 2-3 | Dramatískur sigur Selfoss Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 10. júní 2014 18:40 Vísir/Andri Marinó Selfoss lagði Breiðablik 3-2 á Kópavogsvelli í Pepsí deild kvenna í kvöld í dramatískum leik. Sigurmarkið kom mínútu fyrir leikslok, fjórum mínútum eftir að Breiðablik hafði jafnað metin. Það var mikil harka í leiknum í Kópavogi og hart tekist á. Breiðablik var fyrir leikinn stigi á undan Selfossi og byrjaði heimaliðið leikinn mun betur og fékk tvö góð færi áður en Aldís Kara skoraði á 26. mínútu. Er leið á fyrri hálfleikinn komst Selfoss betur inn í leikinn og skömmu áður en Dagný Brynjarsdóttir jafnaði metin hafði hún farið illa með gott færi. Dagný átti frábæran leik á miðjunni hjá mjög baráttuglöðu liði Selfoss. Fyrir utan að skora jöfnunarmarkið á 41. mínútu lagði hún upp annað mark liðsins sem Erna Guðjónsdóttir skoraði mínútu síðar. Breiðablik lenti undir í baráttunni við gestina og það sýndi sig vel þegar Erna skoraði af með skalla af stuttu færi en hvorki mættu varnarmenn Breiðabliks hlaupi hennar inn né fylgdu miðjumenn liðsins henni eftir inn í teiginn. Því var eftirleikurinn auðveldur fyrir einn af lágvaxnari leikmönnum vallarins. Breiðablik sótti mikið í seinni hálfleik en það var ekki fyrr en eftir að Hlynur Svan Eiríksson fór að skipta varamönnum inn á að leikur liðsins hresstist. Það skilaði jöfnunarmarki fimm mínútum fyrir leikslok en Selfoss var ekki tilbúið að sættast á stigið. Gestirnir blésu strax til sóknar og komust aftur yfir þegar framherjinn snjalli, Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði af stuttu færi. Þrátt fyrir fimm mínútur af uppbótartíma náði Breiðablik ekki að jafna metin og Selfoss því komið upp fyrir Breiðablik og í fimmta sæti deildarinnar þar sem liðið er með 9 stig í fimm leikjum. Breiðablik er í sjötta sæti með aðeins sjö stig. Dagný: Þetta er allt að smella„Ég er virkilega ánægð. Við spiluðum þetta á liðsheildinni og með hjartanu og uppskárum þrjú mörk og kláruðum þetta,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir sem átti frábæran leik fyrir Selfoss í kvöld. „Þetta var eins og við lögðum leikinn upp. Við vissum að þær kæmu brjálaðar inn í leikinn fyrstu 30 mínúturnar. Planið var að halda en þær náðu samt að setja mark. Við vissum að við gætum haldið boltanum meira eftir fyrsta hálftímann. „Þær eru ösku fljótar og við vissum að við þyrftum að spila okkur inn í leikinn og finna okkar svæði. Það kom er leið á leikinn. „Bæði mörkin koma eftir að við vinnum mann úti á kanti og það koma góðir boltar fyrir. Við erum góðar að finna hlaupin inn í teig og gerðum það vel,“ sagði Dagný sem var líkt og lið Selfoss ákveðið í að komast aftur yfir eftir að Breiðablik náði að jafna. „Við höfðum alltaf trú á þessu. Við duttum óþarflega mikið niður. Við ætluðum að halda 2-1 en eftir þær jöfnuðu þá stigum við aftur upp. „Þetta var kaflaskiptur leikur en við vorum búnar að vera yfir mest allan leikinn og þegar þær jafna þá viljum við auðvitað klára þetta og það er gaman að sjá að allir höfðu trú á þessu,“ sagði Dagný mjög sátt eftir þriðja sigurinn í röð. „Við spiluðum vel í fyrstu tveimur leikjunum en fengum ekkert út úr þeim. Þá vorum við ekki komnar með fullt lið en núna bætum við okkur sem einstaklingar og liðsheild. Við lærum inn á hverja aðra og þetta er allt að smella.“ Hlynur: Langt frá okkar væntingum„Þetta var mjög svekkjandi tap. Við erum grautfúl með okkar leik og að við skyldum tapa leiknum,“ sagði Hlynur Svan Eiríksson þjálfari Breiðabliks í kvöld. „Það er ekkert við stelpurnar að sakast hvað varðar kraftinn og viljann í þeim. Við sköpum okkur nógu mörg færi til að klára leikinn en að fá á sig þrjú mörk er allt of mikið og það ansi auðveld mörk að mínu mati. „Þetta er eitthvað einbeitingarleysi undir lok fyrri hálfleiks þegar við erum með öll töggl og hagldir á þessum leik. Þetta var ekkert ólíkt leiknum á móti FH þegar við gerum 13 mörk. Ef við náum að nýta eitthvað af þessum færum á fyrstu mínútunum þá hefði staðan leikandi getað verið 2 eða 3-0 og leikurinn kannski búinn. Ég veit ekki af hverju það gengur illa að skora,“ sagði Hlynur. Breiðablik beið lengi eftir jöfnunarmarkinu en þegar það kom gaf liðið aftur eftir og svaf á verðinum í blá lokin. „Við brjótum klaufalega af okkur rétt inn á okkar vallarhelming. Það kemur fín fyrirgjöf og ég sé ekkert almennilega hvað gerist en það er greinilegt að sú sem skallar boltann í netið er óvölduð. „Selfossliðið kom okkur ekki neitt á óvart. Við vissum nákvæmlega hvaða fótbolta þær myndu spila á móti okkur. Það er bara fúlt að það skyldi gefa þeim þrjú stig. „Mín upplifun er sú að við erum að spila fínan fótbolta og búum okkur til sex, sjö mjög góð færi í þessum leik. Við verðum bara að koma boltanum yfir línuna og svo má ekki vera svona auðvelt að fá mark á sig. „Við erum ekki hátt uppi eftir þennan 13-0 sigur á móti FH. Þá gekk allt upp og við nýttum færin okkar virkilega vel á fyrstu mínútunum og þá fylgdu fleiri í kjölfarið. Ég er ekki að segja að þessi leikur hefði getað farið 13-0 en við fengum þrjú, fjögur mjög góð færi í fyrri hálfleik til að gera mörk og það er sárt að hafa ekki nýtt þau,“ sagði Hlynur sem er allt annað en sáttur við sjö stig úr fimm fyrstu leikjunum. „Það er allt annað en við ætluðum okkur og langt frá okkar væntingum. Nú reynir á hvernig við ætlum að koma til baka úr þessu. Það er nóg eftir af þessu móti en það lið sem ætlar að verða Íslandsmeistari, það má ekki tapa svona mörgum stigum. Þetta er ekki ásættanlegt, langt því frá.“ Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
Selfoss lagði Breiðablik 3-2 á Kópavogsvelli í Pepsí deild kvenna í kvöld í dramatískum leik. Sigurmarkið kom mínútu fyrir leikslok, fjórum mínútum eftir að Breiðablik hafði jafnað metin. Það var mikil harka í leiknum í Kópavogi og hart tekist á. Breiðablik var fyrir leikinn stigi á undan Selfossi og byrjaði heimaliðið leikinn mun betur og fékk tvö góð færi áður en Aldís Kara skoraði á 26. mínútu. Er leið á fyrri hálfleikinn komst Selfoss betur inn í leikinn og skömmu áður en Dagný Brynjarsdóttir jafnaði metin hafði hún farið illa með gott færi. Dagný átti frábæran leik á miðjunni hjá mjög baráttuglöðu liði Selfoss. Fyrir utan að skora jöfnunarmarkið á 41. mínútu lagði hún upp annað mark liðsins sem Erna Guðjónsdóttir skoraði mínútu síðar. Breiðablik lenti undir í baráttunni við gestina og það sýndi sig vel þegar Erna skoraði af með skalla af stuttu færi en hvorki mættu varnarmenn Breiðabliks hlaupi hennar inn né fylgdu miðjumenn liðsins henni eftir inn í teiginn. Því var eftirleikurinn auðveldur fyrir einn af lágvaxnari leikmönnum vallarins. Breiðablik sótti mikið í seinni hálfleik en það var ekki fyrr en eftir að Hlynur Svan Eiríksson fór að skipta varamönnum inn á að leikur liðsins hresstist. Það skilaði jöfnunarmarki fimm mínútum fyrir leikslok en Selfoss var ekki tilbúið að sættast á stigið. Gestirnir blésu strax til sóknar og komust aftur yfir þegar framherjinn snjalli, Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði af stuttu færi. Þrátt fyrir fimm mínútur af uppbótartíma náði Breiðablik ekki að jafna metin og Selfoss því komið upp fyrir Breiðablik og í fimmta sæti deildarinnar þar sem liðið er með 9 stig í fimm leikjum. Breiðablik er í sjötta sæti með aðeins sjö stig. Dagný: Þetta er allt að smella„Ég er virkilega ánægð. Við spiluðum þetta á liðsheildinni og með hjartanu og uppskárum þrjú mörk og kláruðum þetta,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir sem átti frábæran leik fyrir Selfoss í kvöld. „Þetta var eins og við lögðum leikinn upp. Við vissum að þær kæmu brjálaðar inn í leikinn fyrstu 30 mínúturnar. Planið var að halda en þær náðu samt að setja mark. Við vissum að við gætum haldið boltanum meira eftir fyrsta hálftímann. „Þær eru ösku fljótar og við vissum að við þyrftum að spila okkur inn í leikinn og finna okkar svæði. Það kom er leið á leikinn. „Bæði mörkin koma eftir að við vinnum mann úti á kanti og það koma góðir boltar fyrir. Við erum góðar að finna hlaupin inn í teig og gerðum það vel,“ sagði Dagný sem var líkt og lið Selfoss ákveðið í að komast aftur yfir eftir að Breiðablik náði að jafna. „Við höfðum alltaf trú á þessu. Við duttum óþarflega mikið niður. Við ætluðum að halda 2-1 en eftir þær jöfnuðu þá stigum við aftur upp. „Þetta var kaflaskiptur leikur en við vorum búnar að vera yfir mest allan leikinn og þegar þær jafna þá viljum við auðvitað klára þetta og það er gaman að sjá að allir höfðu trú á þessu,“ sagði Dagný mjög sátt eftir þriðja sigurinn í röð. „Við spiluðum vel í fyrstu tveimur leikjunum en fengum ekkert út úr þeim. Þá vorum við ekki komnar með fullt lið en núna bætum við okkur sem einstaklingar og liðsheild. Við lærum inn á hverja aðra og þetta er allt að smella.“ Hlynur: Langt frá okkar væntingum„Þetta var mjög svekkjandi tap. Við erum grautfúl með okkar leik og að við skyldum tapa leiknum,“ sagði Hlynur Svan Eiríksson þjálfari Breiðabliks í kvöld. „Það er ekkert við stelpurnar að sakast hvað varðar kraftinn og viljann í þeim. Við sköpum okkur nógu mörg færi til að klára leikinn en að fá á sig þrjú mörk er allt of mikið og það ansi auðveld mörk að mínu mati. „Þetta er eitthvað einbeitingarleysi undir lok fyrri hálfleiks þegar við erum með öll töggl og hagldir á þessum leik. Þetta var ekkert ólíkt leiknum á móti FH þegar við gerum 13 mörk. Ef við náum að nýta eitthvað af þessum færum á fyrstu mínútunum þá hefði staðan leikandi getað verið 2 eða 3-0 og leikurinn kannski búinn. Ég veit ekki af hverju það gengur illa að skora,“ sagði Hlynur. Breiðablik beið lengi eftir jöfnunarmarkinu en þegar það kom gaf liðið aftur eftir og svaf á verðinum í blá lokin. „Við brjótum klaufalega af okkur rétt inn á okkar vallarhelming. Það kemur fín fyrirgjöf og ég sé ekkert almennilega hvað gerist en það er greinilegt að sú sem skallar boltann í netið er óvölduð. „Selfossliðið kom okkur ekki neitt á óvart. Við vissum nákvæmlega hvaða fótbolta þær myndu spila á móti okkur. Það er bara fúlt að það skyldi gefa þeim þrjú stig. „Mín upplifun er sú að við erum að spila fínan fótbolta og búum okkur til sex, sjö mjög góð færi í þessum leik. Við verðum bara að koma boltanum yfir línuna og svo má ekki vera svona auðvelt að fá mark á sig. „Við erum ekki hátt uppi eftir þennan 13-0 sigur á móti FH. Þá gekk allt upp og við nýttum færin okkar virkilega vel á fyrstu mínútunum og þá fylgdu fleiri í kjölfarið. Ég er ekki að segja að þessi leikur hefði getað farið 13-0 en við fengum þrjú, fjögur mjög góð færi í fyrri hálfleik til að gera mörk og það er sárt að hafa ekki nýtt þau,“ sagði Hlynur sem er allt annað en sáttur við sjö stig úr fimm fyrstu leikjunum. „Það er allt annað en við ætluðum okkur og langt frá okkar væntingum. Nú reynir á hvernig við ætlum að koma til baka úr þessu. Það er nóg eftir af þessu móti en það lið sem ætlar að verða Íslandsmeistari, það má ekki tapa svona mörgum stigum. Þetta er ekki ásættanlegt, langt því frá.“
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira