Íslenski boltinn

Umfjöllun Pepsi-markanna um Kjartan Henry

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Daníel
Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR, segist hafa verið dæmdur sem hrotti af Pepsi-mörkunum.

Hann fékk að líta rauða spjaldið þegar lið hans tapaði fyrir Stjörnunni á miðvikudagskvöld en eftir leikinn gagnrýndi Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, Stöð 2 Sport harkalega.

„Þetta var brot sem breytti ekki miklu fyrir leikinn og aðeins annað brotið hans í leiknum,“ sagði Rúnar um síðari áminninguna sem Kjartan Henry fékk.

„En af því að þetta er Kjartan og það er búið að hrauna yfir hann á Stöð 2 undanfarin tvö ár og alltaf að vera að tala illa um hann - þá er hann fórnarlamb þess.“

Næsta dag var Kjartan Henry sjálfur í viðtali á Stöð 2 Sport þar sem hann tók undir orð þjálfarans.

„Eftir að einn þáttur af Pepsi-mörkunum fyrir tveimur árum síðan fór í að dæma mig sem hrotta og óþverra og sama óviljaverkið endurtekið sex eða sjö sinnum finnst mér viðhorfið gagnvart mér verið leiðinlegt.“

Hér fyrir neðan má sjá samantekt á umræddri umfjöllun Pepsi-markanna um Kjartan Henry á sínum tíma.

Syrpan hefst á viðtali sem var tekið við Kjartan Henry í uppgjörsþætti Pepsi-markanna árið 2011 en þá var hann valinn besti leikmaður deildarinnar.

Eftir það eru tekin saman umdeild atvik þar sem Kjartan Henry kemur við sögu í leikjum KR gegn ÍA, ÍBV og FH árið 2012.

Viðtalið við Rúnar Kristinsson:

Viðtalið við Kjartan Henry Finnbogason:

Samantekt á umfjöllun Pepsi-markanna um Kjartan Henry:

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×