Íslenski boltinn

Kjartan Henry: Var dæmdur sem hrotti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kjartan Henry Finnbogason segist viss um að íslenskir dómarar horfi á Pepsi-mörkin á Stöð 2 Sport.

Ummæli Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, eftir leik KR gegn Stjörnunni í gær hafa vakið athygli en þar sakar hann Stöð 2 um að hafa svert orðspor Kjartans Henry í íslenskum fótbolta.

Kjartan Henry tók undir þessi orð þjálfara síns í viðtali við Arnar Björnsson í kvöld.

„Já, upp að vissu marki. Ég hef ekkert út á dómara leiksins að setja í gær enda bauð ég sjálfur hættunni heim með því að brjóta af mér undir lok leiksins með spjald á bakinu,“ sagði Kjartan Henry í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

„En eftir að einn þáttur af Pepsi-mörkunum fyrir tveimur árum síðan fór í að dæma mig sem hrotta og óþverra og sama óviljaverkið endurtekið sex eða sjö sinnum finnst mér viðhorfið gagnvart mér verið leiðinlegt.“

„En ég er búinn að vera í KR síðan ég var þriggja ára gamall og vanur ýmsu.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×