Innlent

Verkfalli flugvirkja aflýst

Bjarki Ármannsson skrifar
Verkfallið átti að hefjast klukkan sex í fyrramálið.
Verkfallið átti að hefjast klukkan sex í fyrramálið. Vísir/Anton
Fyrirhuguðu verkfalli flugvirkja Icelandair, sem átti að hefjast klukkan sex í fyrramálið, hefur verið aflýst. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, sagði frá þessari ákvörðun í þingsal á tólfta tímanum í kvöld.

Alþingi var kallað saman í dag til að ræða það að stöðva verkfallið með lagasetningu, en samningaviðræður flugvirkja og Icelandair undanfarna daga báru engan árangur og ekki var útlit fyrir að tækist að semja í tæka tíð. Þingi var slitið þegar greint var frá ákvörðuninni um að aflýsa verkfallinu.

Í samtali við mbl.is segir Maríus Sigurjónsson, talsmaður Félags flugvirkja, að ákvörðunin hafi verið tekin vegna þess að flugvirkjum hugnaðist ekki að þingmenn myndu setja lög á verkfallið. Hann segir að félagið muni nú íhuga málið næsta mánuðinn áður en frekari ákvarðanir verði teknar.


Tengdar fréttir

Flugvirkjar hrella ferðaþjónustufólk

Samtök ferðaþjónustunnar skora á flugvirkja og Icelandair að ná samningum áður en til boðaðs verkfalls flugvirkja kemur hinn 19. júní.

Vinnudeilur valda skaða

Vinnudeilur flugvallarstarfsmanna, flugmanna, flugfreyja og flugvirkja hafa valdið miklum skaða, að mati aðila innan ferðaþjónustunnar. Búið var að spá því að þetta sumar yrði mesta ferðamannasumar allra tíma.

Þing kallað saman á morgun

Innanríkisráðherra hefur kallað saman Alþingi vegna yfirvofandi verkfalls flugvirkja Icelandair.

Fundi flugvirkja lauk án árangurs

Átta klukkustunda samningafundi flugvirkja og Icelandair lauk um klukkan hálf tíu í kvöld í húsi Ríkissáttasemjara.

Flugvirkjar vonast til að samningar náist

Icelandair ákvað í dag að fella niður öll fyrirhuguð flug félagsins á mánudaginn, vegna þeirrar óvissu sem uppi er í kjaradeilu flugvirkja félagsins. Flugvirkjar binda vonir við að samningar náist en segjast verða vonsviknir ákveði stjórnvöld að setja lögbann á verkfallsaðgerðir.

Vinnustöðvun flugvirkja í dag

Kjarasamningar Icelandair og flugvirkja tókust ekki í gær og mun ótímabundið verkfall hefjast á fimmtudag að óbreyttu.

Flugvirkjar harma lagasetningu

Flugvirkjar segja ljóst að ríkisstjórn og alþingi munu keyra í gegn lagasetningu gegn boðaðri verkstöðvun flugvirkja og sú þróun sé sorgarefni fyrir Flugvirkjafélagið og stéttarfélög í heild sinni.

Lítið þokast hjá flugvirkjum

Það þokaðist lítið í samkomulagsátt á fundinum í gær. Menn voru að kasta á milli sín hugmyndum.

Kalla yrði þing saman í dag til að hindra flugvirkjaverkfall

Flugvirkjar og Icelandair funduðu hjá Ríkissáttasemjara í gær án árangurs. Ótímabundið verkfall á að hefjast á fimmtudag. Ferðamálasamtök Íslands vilja inngrip stjórnvalda. Innanríkisáðherra getur kallað saman þing með sólarhringsfyrirvara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×