Innlent

Lítið þokast hjá flugvirkjum

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
 Breytingar á vaktafyrirkomulagi eru meðal þess sem tekist er á um í kjaradeilu flugvirkja og Icelandair. Fréttablaðið/Daníel
Breytingar á vaktafyrirkomulagi eru meðal þess sem tekist er á um í kjaradeilu flugvirkja og Icelandair. Fréttablaðið/Daníel
„Það þokaðist lítið í samkomulagsátt á fundinum í gær. Menn voru að kasta á milli sín hugmyndum.

Samninganefndirnar verða að skoða þær fram að hádegi en þá förum við aftur á fund,“ segir Maríus Sigurjónsson, formaður samninganefndar Flugvirkjafélags Íslands.

Flugvirkjar sem starfa hjá Icelandair hafa boðað sólarhrings vinnustöðvun sem hefst klukkan sex að morgni 16. júní og svo ótímabundna vinnustöðvun frá klukkan sex að morgni 19. júní, náist ekki að semja fyrir þann tíma.

Maríus segir að í samningunum sé meðal annars verið að ræða breytingar á vaktafyrirkomulagi flugvirkja.



Auk þess eru samningamenn að ræða gjörbreytt lagalegt umhverfi flugvirkja er votta viðhald á flugvélum. Síauknar kröfur um ábyrgð flugvirkja hafa verið innleiddar sem lög eftir tilskipunum Evrópuráðsins og Evrópsku flugmálastjórnarinnar (EASA) án viðurkenningar af hálfu flugrekanda.



Icelandair segir að flugvirkjar séu að fara fram á allt að þrjátíu prósenta hækkun launa en það segja flugvirkjar fjarri öllum sanni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×