Innlent

Flugvirkjar harma lagasetningu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Samninganefnd flugvirkja, með formanninn Maríus Sigurjónsson hægra megin, við samningaborðið.
Samninganefnd flugvirkja, með formanninn Maríus Sigurjónsson hægra megin, við samningaborðið. visir/gva
Viðræðum Flugvirkja við Samtök atvinnulífsins vegna kjarasamnings þeirra hjá Icelandair var slitið á tíunda tímanum í gærkvöldi af Ríkissáttasemjara.

Í tilkynningu frá félaginu segir að nú virðist ljóst að ríkisstjórn og alþingi munu keyra í gegn lagasetningu gegn boðaðri verkstöðvun flugvirkja. Þessi þróun sé sorgarefni fyrir Flugvirkjafélagið og stéttarfélög í heild sinni og er að áliti félagsins klárt brot á grundvallar réttindum launþega, eins og það er orðað. Beinir stjórn Flugvirkjafélagsins því til félagsmanna sinna að fylgjast náið með framvindunni næstu daga.

Alþingi verður kallað saman klukkan þrjú í dag en í gær ákvað ríkisstjórnin að styðja frumvarp Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra um að setja lög á boðað verkfall, náist ekki að semja fyrir fimmtudaginn kemur. Ólíklegt virðist að það takist, en ekki hefur verið boðað til annars fundar hjá Ríkissáttasemjara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×