Innlent

Þjónustufulltrúar Icelandair á yfirsnúningi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ráðvilltir farþegar hafa hringt ófá símtölin í þjónustuver Icelandair á liðnum vikum.
Ráðvilltir farþegar hafa hringt ófá símtölin í þjónustuver Icelandair á liðnum vikum. Visir/GVA
Mikið hefur mætt á starfsmönnum þjónustuvers Icelandair undanfarna daga í tengslum við vinnustöðvanir flugmanna félagsins sem staðið hafa yfir á liðnum vikum.  

Þegar Vísir hafði samband við þjónustverið var biðtíminn rúmar 3 mínútur, sem þjónustufulltrúinn sem svaraði taldi „vel sloppið“ ef miðað er við álagið síðustu daga. 



„Það er búið að vera mikið að gera hjá okkur - mjög mikið - og það glóa allar línur,“ sagði þjónustufulltrúinn og bætti við að þó væri rólegra að gera í dag heldur en undanfarna daga.

Flugfélagið hefur fellt niður tæplega 100 flug á undanförnum vikum, nú síðast í dag þegar hætt var við þrjú flug vestur um haf.

Sérstaklega væri því hringt frá Ameríku þessa dagana en þjónusturverið á Íslandi þjónar viðskiptavini frá öllum áfangastöðum flugfélagsins víðsvegar um heiminn. Undanfarna daga hafa þjónustufulltrúar Icelandair staðið í ströngu við að breyta flugmiðum fólks sem hafa orðið fyrir barðinu á niðurfellingum flugfélagsins og skipta breytingarnar hunduðum á undanförnum dögum.

„Iðulega hefur það þó gengið snurðulaust að koma öllum á áfangastað að lokum,“ bætti hann þó við.

Áhyggjufullir viðskiptavinir hringja einnig í gríð og erg til þess að forvitnast um stöðu mála í kjaradeilunni, hvort verkföllin fari ekki að leysast á næstu dögum og spyrjast fyrir um væntanlegar flugferðir á næstu dögum.

Mælti fulltrúinn með að hafa samband við þjónustuverið ef einhverjar spurningar kunna að vakna er varðar starfsemi félagsins og flug þess á næstu vikum í síma 505-0100 eða á tölvupóstfangið fjarsala@icelandair.is. Einnig er fyrirtækið með Facebook-síðu og Twitter-aðgang þangað sem hægt er að senda fyrirspurnir.

Ljóst er að margir hafa nýtt sér þessa þjónustu Icelandair, með misjöfnum árangri þó, eins og sjá má á ummælunum hér á neðan.


Tengdar fréttir

Hver klukkustund telur

Icelandair hefur þurft að aflýsa að meðaltali fimm flugferðum á dag vegna þess að flugmenn fást ekki til að vinna yfirvinnu. Í gær var flugferðum til Pétursborgar, Seattle og Vancouver aflýst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×