Þjónustufulltrúar Icelandair á yfirsnúningi Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. maí 2014 14:54 Ráðvilltir farþegar hafa hringt ófá símtölin í þjónustuver Icelandair á liðnum vikum. Visir/GVA Mikið hefur mætt á starfsmönnum þjónustuvers Icelandair undanfarna daga í tengslum við vinnustöðvanir flugmanna félagsins sem staðið hafa yfir á liðnum vikum. Þegar Vísir hafði samband við þjónustverið var biðtíminn rúmar 3 mínútur, sem þjónustufulltrúinn sem svaraði taldi „vel sloppið“ ef miðað er við álagið síðustu daga. „Það er búið að vera mikið að gera hjá okkur - mjög mikið - og það glóa allar línur,“ sagði þjónustufulltrúinn og bætti við að þó væri rólegra að gera í dag heldur en undanfarna daga. Flugfélagið hefur fellt niður tæplega 100 flug á undanförnum vikum, nú síðast í dag þegar hætt var við þrjú flug vestur um haf. Sérstaklega væri því hringt frá Ameríku þessa dagana en þjónusturverið á Íslandi þjónar viðskiptavini frá öllum áfangastöðum flugfélagsins víðsvegar um heiminn. Undanfarna daga hafa þjónustufulltrúar Icelandair staðið í ströngu við að breyta flugmiðum fólks sem hafa orðið fyrir barðinu á niðurfellingum flugfélagsins og skipta breytingarnar hunduðum á undanförnum dögum. „Iðulega hefur það þó gengið snurðulaust að koma öllum á áfangastað að lokum,“ bætti hann þó við. Áhyggjufullir viðskiptavinir hringja einnig í gríð og erg til þess að forvitnast um stöðu mála í kjaradeilunni, hvort verkföllin fari ekki að leysast á næstu dögum og spyrjast fyrir um væntanlegar flugferðir á næstu dögum. Mælti fulltrúinn með að hafa samband við þjónustuverið ef einhverjar spurningar kunna að vakna er varðar starfsemi félagsins og flug þess á næstu vikum í síma 505-0100 eða á tölvupóstfangið fjarsala@icelandair.is. Einnig er fyrirtækið með Facebook-síðu og Twitter-aðgang þangað sem hægt er að senda fyrirspurnir. Ljóst er að margir hafa nýtt sér þessa þjónustu Icelandair, með misjöfnum árangri þó, eins og sjá má á ummælunum hér á neðan.@Icelandair please please call me, I've been hung up on twice— Eimear Lynch (@eimearmlynch) May 21, 2014 @Icelandair Ahh cool! Thanks v much indeed!! Does Icelandair sell merchandise at all? Have always loved your logo & the name of the airline— ComradeBT (@ComradeBT) May 21, 2014 Tengdar fréttir Þrjú flug Icelandair til Norður-Ameríku falla niður í dag Flug Icelandair til Vancouver og New York falla niður. 21. maí 2014 11:29 Flugmenn sagðir hvattir til að tefja flugumferð Samtök atvinnulífsins hefur ítrekað við flugmenn að virða verkfallslög. 14. maí 2014 00:01 Flugmenn Icelandair ekki viljugir til verka: Ekki hægt að neyða flugmenn í yfirvinnu Flugmenn eru reiðir yfir að verkfallsaðgerðir þeirra hafi verið bannaðar með lögum. 16. maí 2014 07:00 Icelandair aflýsir flugi til Rússlands - 1500 manns áttu bókað flug Verið er að endurskoða ýmsa þætti starfseminnar í ljósi óvissu vegna verkfalla. 20. maí 2014 11:35 Hver klukkustund telur Icelandair hefur þurft að aflýsa að meðaltali fimm flugferðum á dag vegna þess að flugmenn fást ekki til að vinna yfirvinnu. Í gær var flugferðum til Pétursborgar, Seattle og Vancouver aflýst. 21. maí 2014 07:00 Býst við að flug verði með venjulegum hætti „Ég býst fastlega við því að flug verði með venjulegum hætti í dag,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við Vísi. 16. maí 2014 09:25 Icelandair fellir niður flug til Denver Tvær flugferðir til og frá Denver hafa verið felldar niður þar sem flugmenn og flugstjóra vantar til að fljúga þessar leiðir. 16. maí 2014 16:44 Fella varð niður flug til og frá Denver í gær: Flugmenn vilja ekki vinna yfirvinnu 17. maí 2014 00:01 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Mikið hefur mætt á starfsmönnum þjónustuvers Icelandair undanfarna daga í tengslum við vinnustöðvanir flugmanna félagsins sem staðið hafa yfir á liðnum vikum. Þegar Vísir hafði samband við þjónustverið var biðtíminn rúmar 3 mínútur, sem þjónustufulltrúinn sem svaraði taldi „vel sloppið“ ef miðað er við álagið síðustu daga. „Það er búið að vera mikið að gera hjá okkur - mjög mikið - og það glóa allar línur,“ sagði þjónustufulltrúinn og bætti við að þó væri rólegra að gera í dag heldur en undanfarna daga. Flugfélagið hefur fellt niður tæplega 100 flug á undanförnum vikum, nú síðast í dag þegar hætt var við þrjú flug vestur um haf. Sérstaklega væri því hringt frá Ameríku þessa dagana en þjónusturverið á Íslandi þjónar viðskiptavini frá öllum áfangastöðum flugfélagsins víðsvegar um heiminn. Undanfarna daga hafa þjónustufulltrúar Icelandair staðið í ströngu við að breyta flugmiðum fólks sem hafa orðið fyrir barðinu á niðurfellingum flugfélagsins og skipta breytingarnar hunduðum á undanförnum dögum. „Iðulega hefur það þó gengið snurðulaust að koma öllum á áfangastað að lokum,“ bætti hann þó við. Áhyggjufullir viðskiptavinir hringja einnig í gríð og erg til þess að forvitnast um stöðu mála í kjaradeilunni, hvort verkföllin fari ekki að leysast á næstu dögum og spyrjast fyrir um væntanlegar flugferðir á næstu dögum. Mælti fulltrúinn með að hafa samband við þjónustuverið ef einhverjar spurningar kunna að vakna er varðar starfsemi félagsins og flug þess á næstu vikum í síma 505-0100 eða á tölvupóstfangið fjarsala@icelandair.is. Einnig er fyrirtækið með Facebook-síðu og Twitter-aðgang þangað sem hægt er að senda fyrirspurnir. Ljóst er að margir hafa nýtt sér þessa þjónustu Icelandair, með misjöfnum árangri þó, eins og sjá má á ummælunum hér á neðan.@Icelandair please please call me, I've been hung up on twice— Eimear Lynch (@eimearmlynch) May 21, 2014 @Icelandair Ahh cool! Thanks v much indeed!! Does Icelandair sell merchandise at all? Have always loved your logo & the name of the airline— ComradeBT (@ComradeBT) May 21, 2014
Tengdar fréttir Þrjú flug Icelandair til Norður-Ameríku falla niður í dag Flug Icelandair til Vancouver og New York falla niður. 21. maí 2014 11:29 Flugmenn sagðir hvattir til að tefja flugumferð Samtök atvinnulífsins hefur ítrekað við flugmenn að virða verkfallslög. 14. maí 2014 00:01 Flugmenn Icelandair ekki viljugir til verka: Ekki hægt að neyða flugmenn í yfirvinnu Flugmenn eru reiðir yfir að verkfallsaðgerðir þeirra hafi verið bannaðar með lögum. 16. maí 2014 07:00 Icelandair aflýsir flugi til Rússlands - 1500 manns áttu bókað flug Verið er að endurskoða ýmsa þætti starfseminnar í ljósi óvissu vegna verkfalla. 20. maí 2014 11:35 Hver klukkustund telur Icelandair hefur þurft að aflýsa að meðaltali fimm flugferðum á dag vegna þess að flugmenn fást ekki til að vinna yfirvinnu. Í gær var flugferðum til Pétursborgar, Seattle og Vancouver aflýst. 21. maí 2014 07:00 Býst við að flug verði með venjulegum hætti „Ég býst fastlega við því að flug verði með venjulegum hætti í dag,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við Vísi. 16. maí 2014 09:25 Icelandair fellir niður flug til Denver Tvær flugferðir til og frá Denver hafa verið felldar niður þar sem flugmenn og flugstjóra vantar til að fljúga þessar leiðir. 16. maí 2014 16:44 Fella varð niður flug til og frá Denver í gær: Flugmenn vilja ekki vinna yfirvinnu 17. maí 2014 00:01 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Þrjú flug Icelandair til Norður-Ameríku falla niður í dag Flug Icelandair til Vancouver og New York falla niður. 21. maí 2014 11:29
Flugmenn sagðir hvattir til að tefja flugumferð Samtök atvinnulífsins hefur ítrekað við flugmenn að virða verkfallslög. 14. maí 2014 00:01
Flugmenn Icelandair ekki viljugir til verka: Ekki hægt að neyða flugmenn í yfirvinnu Flugmenn eru reiðir yfir að verkfallsaðgerðir þeirra hafi verið bannaðar með lögum. 16. maí 2014 07:00
Icelandair aflýsir flugi til Rússlands - 1500 manns áttu bókað flug Verið er að endurskoða ýmsa þætti starfseminnar í ljósi óvissu vegna verkfalla. 20. maí 2014 11:35
Hver klukkustund telur Icelandair hefur þurft að aflýsa að meðaltali fimm flugferðum á dag vegna þess að flugmenn fást ekki til að vinna yfirvinnu. Í gær var flugferðum til Pétursborgar, Seattle og Vancouver aflýst. 21. maí 2014 07:00
Býst við að flug verði með venjulegum hætti „Ég býst fastlega við því að flug verði með venjulegum hætti í dag,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við Vísi. 16. maí 2014 09:25
Icelandair fellir niður flug til Denver Tvær flugferðir til og frá Denver hafa verið felldar niður þar sem flugmenn og flugstjóra vantar til að fljúga þessar leiðir. 16. maí 2014 16:44
Fella varð niður flug til og frá Denver í gær: Flugmenn vilja ekki vinna yfirvinnu 17. maí 2014 00:01