Innlent

Icelandair fellir niður flug til Denver

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Flugstjóra og flugmenn vantar til að fljúga til og frá Denver í dag og á morgun.
Flugstjóra og flugmenn vantar til að fljúga til og frá Denver í dag og á morgun. vísir/gva
Icelandair fellir niður flugferðir til og frá Denver í Bandaríkjunum í dag á morgun vegna vöntunar á flugmönnum og flugstjórum. Þá hafa seinkanir orðið á tveimur flugferðum til og frá Glasgow vegna vélaskorts.  Þetta kemur fram á vefsíðu Icelandair.

Flugmenn höfðu boðað til verkfalls í dag en Alþingi setti í gær lög á verkfallsaðgerðir flugmanna og varð því ekkert úr fyrirhugaðri vinnustöðvun.

Vinnustöðvun flugmanna hófst hinn 9. maí síðastliðinn. Tvö tólf klukkustunda verkföll voru boðuð 16. og 20. maí og tveggja sólarhringa verkfall boðað 23. maí. Þá hafði verið boðað til verkfalls frá klukkan sex að morgni 30. maí til klukkan sex að morgni 3. júní.


Tengdar fréttir

Verkföll næsta mánuðinn geta raskað ferðum þúsunda

Semjist ekki í kjaradeilu flugmanna og flugfreyja við Icelandair gæti orðið mikil röskun á flugi næstu vikurnar. Flugvirkjar eru með lausa samninga. Ferðaþjónustan segist hafa orðið fyrir miklu tjóni vegna verkfalls.

Viðræðum slitið í kjaradeilu flugmanna

Samningafundi flugmanna og Icelandair í húsnæði ríkissáttasemjara var slitið í hádeginu. Hafsteinn Pálsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna staðfesti þetta í samtali við Vísir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×