Innlent

Býst við að flug verði með venjulegum hætti

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðjón Arngrímsson.
Guðjón Arngrímsson. visir/heiða
„Ég býst fastlega við því að flug verði með venjulegum hætti í dag,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við Vísi.

Alþingi samþykkti í gær frumvarp innanríkisráðherra um lög á verkfallsaðgerðir flugmanna Icelandair. Frumvarpið var samþykkt með 32 atkvæðum gegn 14 en 6 þingmenn sátu hjá.

„Allt flug verður því samkvæmt áætlun og búumst við ekki við neinum truflunum.“

Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, lagði frumvarpið fram til fyrstu umræðu á Alþingi á miðvikudagskvöld.

Í skýringum með frumvarpinu kemur meðal annars fram að tekjutap Icelandair, ferðaþjónustunnar og Ríkissjóðs á hverjum verkfallsdegi flugmanna nemi um 900 milljónum króna.

Því sé ótvírætt ljóst að gríðarlegir samfélagslegir og efnahagslegir hagsmunir séu í húfi.

Upp úr slitnaði í kjaraviðræðum flugmanna og Icelandair í vikunni en samkvæmt heimildum fréttastofu lagði ríkissáttasemjari fram sáttatillögu sem flugmenn höfnuðu.


Tengdar fréttir

Fullkomið verkfall

Tvær af hverjum þremur farþegaflugvélum sem fara frá Keflavík á degi hverjum tilheyra einu flugfélagi, Icelandair. Það er auðvitað mjög gott frá sjónarhorni þess flugfélags. Raunar hefur þetta hlutfall örugglega oft verið hærra.

Frumvarp um lög á verkfall flugmanna rætt í samgöngunefnd

Umhverfis og samgöngunefnd Alþingis mun í bítið hefja umfjöllun um frumvarp til laga um frestun verkfallsaðgerða hjá flugmönnum Icelandair, sem Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra lagði fram á Alþingi í gærkvöldi.

Óttast slæm langtímaáhrif vegna verkfalls flugmanna

Verkfall flugmanna Icelandair hefur sett strik í reikninginn hjá ýmsum fyrirtækjum innan ferðaþjónustunnar. Aðsókn í Bláa lónið hefur dregist saman um hátt í 25 prósent og óvissa er um hvort stórar ráðstefnur verða haldnar.

Viðræðum slitið í kjaradeilu flugmanna

Samningafundi flugmanna og Icelandair í húsnæði ríkissáttasemjara var slitið í hádeginu. Hafsteinn Pálsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna staðfesti þetta í samtali við Vísir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×