Flugmenn Icelandair ekki viljugir til verka: Ekki hægt að neyða flugmenn í yfirvinnu Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 16. maí 2014 07:00 Alþingi samþykkti lög sem banna verkfallsaðgerðir flugmanna hjá Icelandair. 32 þingmenn samþykktu lögin, fjórtán voru á móti og sex sátu hjá. Meirihlutinn sagði að almannahagsmunir krefðust lagasetningar, minnihlutinn lagði ríka áherslu á að samningsrétturinn er varinn í stjórnarskrá og í mannréttindasáttmála Evrópu. Fréttablaðið/Daníel „Almennt eru menn reiðir og telja sig órétti beitta,“ segir Örnólfur Jónsson, formaður samninganefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. „Við munum virða þau lög sem sett eru. Ég vil hins vegar benda á að það neyðir enginn flugmann til að vinna yfirvinnu. Mönnum er það í sjálfsvald sett hvort þeir samþykkja að vinna hana eða ekki,“ segir Örnólfur. Flugmenn Icelandair sem Fréttablaðið hefur rætt við segjast ekki verða viljugir til verka á næstunni. Þeir hafi í hyggju að afþakka yfirvinnu. Að sögn þeirra þarf yfirleitt að kalla út aukamenn, til að halda áætlun, um helgar yfir sumartímann. Neiti menn aukavinnu verði að fella niður flug. Raunar segja flugmenn að það geti gerst hvenær sem er að það verði að fella niður flug komi upp veikindi eða bilanir í vélunum. Örnólfur segir að lagasetningar á löglega boðaðar vinnustöðvanir grafi undan réttindum stéttarfélaga og færi stéttabaráttu áratugi aftur í tímann. Hann segir að flugmönnum þyki löggjafinn ansi fljótur að grípa til lagasetningar, og minnir á að flugmenn hafi verið búnir að fara í eina tímabundna vinnustöðvun auk yfirvinnubanns þegar ákveðið hafi verið að setja lög. Norræna og Alþjóðaflutningaverkamannasambandið hafa lýst yfir stuðningi við kjarabaráttu flugmanna. Örnólfur segir að flugmenn eigi hauk í horni í þessum samböndum. Hann segir jafnframt að samtökin muni virða lögin sem sett eru á flugmenn og stöðvi því ekki flugvélar Icelandair erlendis. Alþingi samþykkti í gær lög sem banna verkfallsaðgerðir flugmanna. Samkvæmt lögunum verður flugmönnum og Icelandair heimilt að semja um kjaramál, en óheimilt verður að knýja fram kjarabætur með vinnustöðvun. Hafi ekki tekist samkomulag hinn 1. júní skal gerðardómur grípa inn í og ákveða kaup og kjör flugmanna Icelandair og fella úrskurð fyrir 1. júlí. Í lögunum segir að gerðardómurinn skal, við ákvarðanir um laun og önnur starfskjör, hafa hliðsjón af kjörum þeirra sem sambærilegir geta talist að menntun, störfum, vinnutíma og ábyrgð. Jafnframt skal hafa til hliðsjónar, eftir því sem við á, kjarasamninga sem gerðir hafa verið á undanförnum mánuðum og almenna þróun kjaramála hér á landi. Tengdar fréttir Lög á verkfallsaðgerðir flugmanna samþykkt Frumvarpið var samþykkt með 32 atkvæðum gegn 14 en 6 þingmenn sátu hjá. 15. maí 2014 14:46 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
„Almennt eru menn reiðir og telja sig órétti beitta,“ segir Örnólfur Jónsson, formaður samninganefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. „Við munum virða þau lög sem sett eru. Ég vil hins vegar benda á að það neyðir enginn flugmann til að vinna yfirvinnu. Mönnum er það í sjálfsvald sett hvort þeir samþykkja að vinna hana eða ekki,“ segir Örnólfur. Flugmenn Icelandair sem Fréttablaðið hefur rætt við segjast ekki verða viljugir til verka á næstunni. Þeir hafi í hyggju að afþakka yfirvinnu. Að sögn þeirra þarf yfirleitt að kalla út aukamenn, til að halda áætlun, um helgar yfir sumartímann. Neiti menn aukavinnu verði að fella niður flug. Raunar segja flugmenn að það geti gerst hvenær sem er að það verði að fella niður flug komi upp veikindi eða bilanir í vélunum. Örnólfur segir að lagasetningar á löglega boðaðar vinnustöðvanir grafi undan réttindum stéttarfélaga og færi stéttabaráttu áratugi aftur í tímann. Hann segir að flugmönnum þyki löggjafinn ansi fljótur að grípa til lagasetningar, og minnir á að flugmenn hafi verið búnir að fara í eina tímabundna vinnustöðvun auk yfirvinnubanns þegar ákveðið hafi verið að setja lög. Norræna og Alþjóðaflutningaverkamannasambandið hafa lýst yfir stuðningi við kjarabaráttu flugmanna. Örnólfur segir að flugmenn eigi hauk í horni í þessum samböndum. Hann segir jafnframt að samtökin muni virða lögin sem sett eru á flugmenn og stöðvi því ekki flugvélar Icelandair erlendis. Alþingi samþykkti í gær lög sem banna verkfallsaðgerðir flugmanna. Samkvæmt lögunum verður flugmönnum og Icelandair heimilt að semja um kjaramál, en óheimilt verður að knýja fram kjarabætur með vinnustöðvun. Hafi ekki tekist samkomulag hinn 1. júní skal gerðardómur grípa inn í og ákveða kaup og kjör flugmanna Icelandair og fella úrskurð fyrir 1. júlí. Í lögunum segir að gerðardómurinn skal, við ákvarðanir um laun og önnur starfskjör, hafa hliðsjón af kjörum þeirra sem sambærilegir geta talist að menntun, störfum, vinnutíma og ábyrgð. Jafnframt skal hafa til hliðsjónar, eftir því sem við á, kjarasamninga sem gerðir hafa verið á undanförnum mánuðum og almenna þróun kjaramála hér á landi.
Tengdar fréttir Lög á verkfallsaðgerðir flugmanna samþykkt Frumvarpið var samþykkt með 32 atkvæðum gegn 14 en 6 þingmenn sátu hjá. 15. maí 2014 14:46 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Lög á verkfallsaðgerðir flugmanna samþykkt Frumvarpið var samþykkt með 32 atkvæðum gegn 14 en 6 þingmenn sátu hjá. 15. maí 2014 14:46