Flugmenn Icelandair ekki viljugir til verka: Ekki hægt að neyða flugmenn í yfirvinnu Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 16. maí 2014 07:00 Alþingi samþykkti lög sem banna verkfallsaðgerðir flugmanna hjá Icelandair. 32 þingmenn samþykktu lögin, fjórtán voru á móti og sex sátu hjá. Meirihlutinn sagði að almannahagsmunir krefðust lagasetningar, minnihlutinn lagði ríka áherslu á að samningsrétturinn er varinn í stjórnarskrá og í mannréttindasáttmála Evrópu. Fréttablaðið/Daníel „Almennt eru menn reiðir og telja sig órétti beitta,“ segir Örnólfur Jónsson, formaður samninganefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. „Við munum virða þau lög sem sett eru. Ég vil hins vegar benda á að það neyðir enginn flugmann til að vinna yfirvinnu. Mönnum er það í sjálfsvald sett hvort þeir samþykkja að vinna hana eða ekki,“ segir Örnólfur. Flugmenn Icelandair sem Fréttablaðið hefur rætt við segjast ekki verða viljugir til verka á næstunni. Þeir hafi í hyggju að afþakka yfirvinnu. Að sögn þeirra þarf yfirleitt að kalla út aukamenn, til að halda áætlun, um helgar yfir sumartímann. Neiti menn aukavinnu verði að fella niður flug. Raunar segja flugmenn að það geti gerst hvenær sem er að það verði að fella niður flug komi upp veikindi eða bilanir í vélunum. Örnólfur segir að lagasetningar á löglega boðaðar vinnustöðvanir grafi undan réttindum stéttarfélaga og færi stéttabaráttu áratugi aftur í tímann. Hann segir að flugmönnum þyki löggjafinn ansi fljótur að grípa til lagasetningar, og minnir á að flugmenn hafi verið búnir að fara í eina tímabundna vinnustöðvun auk yfirvinnubanns þegar ákveðið hafi verið að setja lög. Norræna og Alþjóðaflutningaverkamannasambandið hafa lýst yfir stuðningi við kjarabaráttu flugmanna. Örnólfur segir að flugmenn eigi hauk í horni í þessum samböndum. Hann segir jafnframt að samtökin muni virða lögin sem sett eru á flugmenn og stöðvi því ekki flugvélar Icelandair erlendis. Alþingi samþykkti í gær lög sem banna verkfallsaðgerðir flugmanna. Samkvæmt lögunum verður flugmönnum og Icelandair heimilt að semja um kjaramál, en óheimilt verður að knýja fram kjarabætur með vinnustöðvun. Hafi ekki tekist samkomulag hinn 1. júní skal gerðardómur grípa inn í og ákveða kaup og kjör flugmanna Icelandair og fella úrskurð fyrir 1. júlí. Í lögunum segir að gerðardómurinn skal, við ákvarðanir um laun og önnur starfskjör, hafa hliðsjón af kjörum þeirra sem sambærilegir geta talist að menntun, störfum, vinnutíma og ábyrgð. Jafnframt skal hafa til hliðsjónar, eftir því sem við á, kjarasamninga sem gerðir hafa verið á undanförnum mánuðum og almenna þróun kjaramála hér á landi. Tengdar fréttir Lög á verkfallsaðgerðir flugmanna samþykkt Frumvarpið var samþykkt með 32 atkvæðum gegn 14 en 6 þingmenn sátu hjá. 15. maí 2014 14:46 Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
„Almennt eru menn reiðir og telja sig órétti beitta,“ segir Örnólfur Jónsson, formaður samninganefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. „Við munum virða þau lög sem sett eru. Ég vil hins vegar benda á að það neyðir enginn flugmann til að vinna yfirvinnu. Mönnum er það í sjálfsvald sett hvort þeir samþykkja að vinna hana eða ekki,“ segir Örnólfur. Flugmenn Icelandair sem Fréttablaðið hefur rætt við segjast ekki verða viljugir til verka á næstunni. Þeir hafi í hyggju að afþakka yfirvinnu. Að sögn þeirra þarf yfirleitt að kalla út aukamenn, til að halda áætlun, um helgar yfir sumartímann. Neiti menn aukavinnu verði að fella niður flug. Raunar segja flugmenn að það geti gerst hvenær sem er að það verði að fella niður flug komi upp veikindi eða bilanir í vélunum. Örnólfur segir að lagasetningar á löglega boðaðar vinnustöðvanir grafi undan réttindum stéttarfélaga og færi stéttabaráttu áratugi aftur í tímann. Hann segir að flugmönnum þyki löggjafinn ansi fljótur að grípa til lagasetningar, og minnir á að flugmenn hafi verið búnir að fara í eina tímabundna vinnustöðvun auk yfirvinnubanns þegar ákveðið hafi verið að setja lög. Norræna og Alþjóðaflutningaverkamannasambandið hafa lýst yfir stuðningi við kjarabaráttu flugmanna. Örnólfur segir að flugmenn eigi hauk í horni í þessum samböndum. Hann segir jafnframt að samtökin muni virða lögin sem sett eru á flugmenn og stöðvi því ekki flugvélar Icelandair erlendis. Alþingi samþykkti í gær lög sem banna verkfallsaðgerðir flugmanna. Samkvæmt lögunum verður flugmönnum og Icelandair heimilt að semja um kjaramál, en óheimilt verður að knýja fram kjarabætur með vinnustöðvun. Hafi ekki tekist samkomulag hinn 1. júní skal gerðardómur grípa inn í og ákveða kaup og kjör flugmanna Icelandair og fella úrskurð fyrir 1. júlí. Í lögunum segir að gerðardómurinn skal, við ákvarðanir um laun og önnur starfskjör, hafa hliðsjón af kjörum þeirra sem sambærilegir geta talist að menntun, störfum, vinnutíma og ábyrgð. Jafnframt skal hafa til hliðsjónar, eftir því sem við á, kjarasamninga sem gerðir hafa verið á undanförnum mánuðum og almenna þróun kjaramála hér á landi.
Tengdar fréttir Lög á verkfallsaðgerðir flugmanna samþykkt Frumvarpið var samþykkt með 32 atkvæðum gegn 14 en 6 þingmenn sátu hjá. 15. maí 2014 14:46 Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Lög á verkfallsaðgerðir flugmanna samþykkt Frumvarpið var samþykkt með 32 atkvæðum gegn 14 en 6 þingmenn sátu hjá. 15. maí 2014 14:46