Ástandið ekki nógu gott í Dalnum | Myndir Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. maí 2014 15:00 Dúkurinn verður á fram á mánudagin. Vísir/Pjetur „Þetta gengur samkvæmt áætlun en standið á vellinum er ekki nógu gott,“ segir KristinnJóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, í samtali við Vísi um grasið á þjóðarleikvanginum sem drapst í vetur. „Við sáðum fyrir þremur vikum og erum með dúkana á. Með þeim fáum við sem mesta virkni út úr sáðningunni.“ segir Kristinn.Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, kíkti á Laugardalsvöll fyrr í vikunni og tók myndirnar sem sjá má hér að ofan og neðan. Hvað erum við að horfa á? „Sáðningarlínurnar koma vel upp. Nýgræðlingarnir koma upp eins og eitt blað en fjölga sér svo með tímanum. Eftir tvær vikur verður þetta þéttara. Svo verður sáð á ská við þessar línur en það er spurning hvort við náum því fyrir leik. Á mánudaginn tökum við stöðuna á þessu,“ segir Kristinn en það er þó langt í að völlurinn verði algjörlega klár aftur. „Þó grasið sjálft sé að koma upp er 5-15 cm nýgræðlingur ekki tilbúinn í átök strax. Grasið þarf 3-4 vikur í viðbót til að styrkjast - bæði rótin og yfirborðið. Við reiknuðum með alveg átta vikum í þetta þegar við byrjuðum að spá en nú styttist í leik.“ Leikurinn sem um ræðir er vináttulandsleikur Íslands og Eistlands sem fram fer á Laugardalsvellinum 4. júní. Völlurinn verður einfaldlega að vera klár því búið er að gefa upp leikstað. „Við erum að reyna að ná þessu. Þegar dúkurinn fer af á mánudaginn ætlum við að meta ástandið aftur. Það er alveg möguleiki að hægt verði að spila landsleikinn en völlurinn verður ekkert í toppstandi. Veðrið er samt að hjálpa okkur. Það er heitt, rignir inn á milli og ekkert næturfrost. Leikurinn verður hérna. Það eru þrjár vikur í hann þannig við verðum bara að vona það besta,“ segir Kristinn Jóhannsson. Þetta þýðir einnig að Framarar halda áfram að spila heimaleiki sína á gervigrasinu í Laugardal, í það minnsta út maí eins og reiknað var með.Vísir/PjeturVísir/PjeturVísir/Pjetur Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Laugardalsvöllur lítur illa út Ólíkegt er að Fram spili á Laugardalsvelli í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar þann 4. maí næstkomandi. 23. apríl 2014 14:17 Dúkur yfir Dalnum | Áfram reynt að endurlífga völlinn Hvítur dúkur liggur yfir Laugardalsvelli sem er í hræðilegu ástandi en vallarstarfsmenn í Dalnum vinna nú hörðum höndum að því að koma honum í stand eins fljótt og hægt er. 28. apríl 2014 20:00 Þarf að lífga grasið í Laugardalnum við Þjóðarleikvangurinn mjög illa farinn eftir erfiðan vetur en unnið er í honum.Óvíst hvort Framarar fái að spila heimaleik á Laugardalsvelli í maímánuði. 24. apríl 2014 07:00 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
„Þetta gengur samkvæmt áætlun en standið á vellinum er ekki nógu gott,“ segir KristinnJóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, í samtali við Vísi um grasið á þjóðarleikvanginum sem drapst í vetur. „Við sáðum fyrir þremur vikum og erum með dúkana á. Með þeim fáum við sem mesta virkni út úr sáðningunni.“ segir Kristinn.Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, kíkti á Laugardalsvöll fyrr í vikunni og tók myndirnar sem sjá má hér að ofan og neðan. Hvað erum við að horfa á? „Sáðningarlínurnar koma vel upp. Nýgræðlingarnir koma upp eins og eitt blað en fjölga sér svo með tímanum. Eftir tvær vikur verður þetta þéttara. Svo verður sáð á ská við þessar línur en það er spurning hvort við náum því fyrir leik. Á mánudaginn tökum við stöðuna á þessu,“ segir Kristinn en það er þó langt í að völlurinn verði algjörlega klár aftur. „Þó grasið sjálft sé að koma upp er 5-15 cm nýgræðlingur ekki tilbúinn í átök strax. Grasið þarf 3-4 vikur í viðbót til að styrkjast - bæði rótin og yfirborðið. Við reiknuðum með alveg átta vikum í þetta þegar við byrjuðum að spá en nú styttist í leik.“ Leikurinn sem um ræðir er vináttulandsleikur Íslands og Eistlands sem fram fer á Laugardalsvellinum 4. júní. Völlurinn verður einfaldlega að vera klár því búið er að gefa upp leikstað. „Við erum að reyna að ná þessu. Þegar dúkurinn fer af á mánudaginn ætlum við að meta ástandið aftur. Það er alveg möguleiki að hægt verði að spila landsleikinn en völlurinn verður ekkert í toppstandi. Veðrið er samt að hjálpa okkur. Það er heitt, rignir inn á milli og ekkert næturfrost. Leikurinn verður hérna. Það eru þrjár vikur í hann þannig við verðum bara að vona það besta,“ segir Kristinn Jóhannsson. Þetta þýðir einnig að Framarar halda áfram að spila heimaleiki sína á gervigrasinu í Laugardal, í það minnsta út maí eins og reiknað var með.Vísir/PjeturVísir/PjeturVísir/Pjetur
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Laugardalsvöllur lítur illa út Ólíkegt er að Fram spili á Laugardalsvelli í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar þann 4. maí næstkomandi. 23. apríl 2014 14:17 Dúkur yfir Dalnum | Áfram reynt að endurlífga völlinn Hvítur dúkur liggur yfir Laugardalsvelli sem er í hræðilegu ástandi en vallarstarfsmenn í Dalnum vinna nú hörðum höndum að því að koma honum í stand eins fljótt og hægt er. 28. apríl 2014 20:00 Þarf að lífga grasið í Laugardalnum við Þjóðarleikvangurinn mjög illa farinn eftir erfiðan vetur en unnið er í honum.Óvíst hvort Framarar fái að spila heimaleik á Laugardalsvelli í maímánuði. 24. apríl 2014 07:00 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
Laugardalsvöllur lítur illa út Ólíkegt er að Fram spili á Laugardalsvelli í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar þann 4. maí næstkomandi. 23. apríl 2014 14:17
Dúkur yfir Dalnum | Áfram reynt að endurlífga völlinn Hvítur dúkur liggur yfir Laugardalsvelli sem er í hræðilegu ástandi en vallarstarfsmenn í Dalnum vinna nú hörðum höndum að því að koma honum í stand eins fljótt og hægt er. 28. apríl 2014 20:00
Þarf að lífga grasið í Laugardalnum við Þjóðarleikvangurinn mjög illa farinn eftir erfiðan vetur en unnið er í honum.Óvíst hvort Framarar fái að spila heimaleik á Laugardalsvelli í maímánuði. 24. apríl 2014 07:00