Ástandið ekki nógu gott í Dalnum | Myndir Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. maí 2014 15:00 Dúkurinn verður á fram á mánudagin. Vísir/Pjetur „Þetta gengur samkvæmt áætlun en standið á vellinum er ekki nógu gott,“ segir KristinnJóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, í samtali við Vísi um grasið á þjóðarleikvanginum sem drapst í vetur. „Við sáðum fyrir þremur vikum og erum með dúkana á. Með þeim fáum við sem mesta virkni út úr sáðningunni.“ segir Kristinn.Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, kíkti á Laugardalsvöll fyrr í vikunni og tók myndirnar sem sjá má hér að ofan og neðan. Hvað erum við að horfa á? „Sáðningarlínurnar koma vel upp. Nýgræðlingarnir koma upp eins og eitt blað en fjölga sér svo með tímanum. Eftir tvær vikur verður þetta þéttara. Svo verður sáð á ská við þessar línur en það er spurning hvort við náum því fyrir leik. Á mánudaginn tökum við stöðuna á þessu,“ segir Kristinn en það er þó langt í að völlurinn verði algjörlega klár aftur. „Þó grasið sjálft sé að koma upp er 5-15 cm nýgræðlingur ekki tilbúinn í átök strax. Grasið þarf 3-4 vikur í viðbót til að styrkjast - bæði rótin og yfirborðið. Við reiknuðum með alveg átta vikum í þetta þegar við byrjuðum að spá en nú styttist í leik.“ Leikurinn sem um ræðir er vináttulandsleikur Íslands og Eistlands sem fram fer á Laugardalsvellinum 4. júní. Völlurinn verður einfaldlega að vera klár því búið er að gefa upp leikstað. „Við erum að reyna að ná þessu. Þegar dúkurinn fer af á mánudaginn ætlum við að meta ástandið aftur. Það er alveg möguleiki að hægt verði að spila landsleikinn en völlurinn verður ekkert í toppstandi. Veðrið er samt að hjálpa okkur. Það er heitt, rignir inn á milli og ekkert næturfrost. Leikurinn verður hérna. Það eru þrjár vikur í hann þannig við verðum bara að vona það besta,“ segir Kristinn Jóhannsson. Þetta þýðir einnig að Framarar halda áfram að spila heimaleiki sína á gervigrasinu í Laugardal, í það minnsta út maí eins og reiknað var með.Vísir/PjeturVísir/PjeturVísir/Pjetur Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Laugardalsvöllur lítur illa út Ólíkegt er að Fram spili á Laugardalsvelli í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar þann 4. maí næstkomandi. 23. apríl 2014 14:17 Dúkur yfir Dalnum | Áfram reynt að endurlífga völlinn Hvítur dúkur liggur yfir Laugardalsvelli sem er í hræðilegu ástandi en vallarstarfsmenn í Dalnum vinna nú hörðum höndum að því að koma honum í stand eins fljótt og hægt er. 28. apríl 2014 20:00 Þarf að lífga grasið í Laugardalnum við Þjóðarleikvangurinn mjög illa farinn eftir erfiðan vetur en unnið er í honum.Óvíst hvort Framarar fái að spila heimaleik á Laugardalsvelli í maímánuði. 24. apríl 2014 07:00 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira
„Þetta gengur samkvæmt áætlun en standið á vellinum er ekki nógu gott,“ segir KristinnJóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, í samtali við Vísi um grasið á þjóðarleikvanginum sem drapst í vetur. „Við sáðum fyrir þremur vikum og erum með dúkana á. Með þeim fáum við sem mesta virkni út úr sáðningunni.“ segir Kristinn.Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, kíkti á Laugardalsvöll fyrr í vikunni og tók myndirnar sem sjá má hér að ofan og neðan. Hvað erum við að horfa á? „Sáðningarlínurnar koma vel upp. Nýgræðlingarnir koma upp eins og eitt blað en fjölga sér svo með tímanum. Eftir tvær vikur verður þetta þéttara. Svo verður sáð á ská við þessar línur en það er spurning hvort við náum því fyrir leik. Á mánudaginn tökum við stöðuna á þessu,“ segir Kristinn en það er þó langt í að völlurinn verði algjörlega klár aftur. „Þó grasið sjálft sé að koma upp er 5-15 cm nýgræðlingur ekki tilbúinn í átök strax. Grasið þarf 3-4 vikur í viðbót til að styrkjast - bæði rótin og yfirborðið. Við reiknuðum með alveg átta vikum í þetta þegar við byrjuðum að spá en nú styttist í leik.“ Leikurinn sem um ræðir er vináttulandsleikur Íslands og Eistlands sem fram fer á Laugardalsvellinum 4. júní. Völlurinn verður einfaldlega að vera klár því búið er að gefa upp leikstað. „Við erum að reyna að ná þessu. Þegar dúkurinn fer af á mánudaginn ætlum við að meta ástandið aftur. Það er alveg möguleiki að hægt verði að spila landsleikinn en völlurinn verður ekkert í toppstandi. Veðrið er samt að hjálpa okkur. Það er heitt, rignir inn á milli og ekkert næturfrost. Leikurinn verður hérna. Það eru þrjár vikur í hann þannig við verðum bara að vona það besta,“ segir Kristinn Jóhannsson. Þetta þýðir einnig að Framarar halda áfram að spila heimaleiki sína á gervigrasinu í Laugardal, í það minnsta út maí eins og reiknað var með.Vísir/PjeturVísir/PjeturVísir/Pjetur
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Laugardalsvöllur lítur illa út Ólíkegt er að Fram spili á Laugardalsvelli í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar þann 4. maí næstkomandi. 23. apríl 2014 14:17 Dúkur yfir Dalnum | Áfram reynt að endurlífga völlinn Hvítur dúkur liggur yfir Laugardalsvelli sem er í hræðilegu ástandi en vallarstarfsmenn í Dalnum vinna nú hörðum höndum að því að koma honum í stand eins fljótt og hægt er. 28. apríl 2014 20:00 Þarf að lífga grasið í Laugardalnum við Þjóðarleikvangurinn mjög illa farinn eftir erfiðan vetur en unnið er í honum.Óvíst hvort Framarar fái að spila heimaleik á Laugardalsvelli í maímánuði. 24. apríl 2014 07:00 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira
Laugardalsvöllur lítur illa út Ólíkegt er að Fram spili á Laugardalsvelli í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar þann 4. maí næstkomandi. 23. apríl 2014 14:17
Dúkur yfir Dalnum | Áfram reynt að endurlífga völlinn Hvítur dúkur liggur yfir Laugardalsvelli sem er í hræðilegu ástandi en vallarstarfsmenn í Dalnum vinna nú hörðum höndum að því að koma honum í stand eins fljótt og hægt er. 28. apríl 2014 20:00
Þarf að lífga grasið í Laugardalnum við Þjóðarleikvangurinn mjög illa farinn eftir erfiðan vetur en unnið er í honum.Óvíst hvort Framarar fái að spila heimaleik á Laugardalsvelli í maímánuði. 24. apríl 2014 07:00