Þarf að lífga grasið í Laugardalnum við Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. apríl 2014 07:00 Endurlífgun. Bjarni Þór Hannesson rýnir í Laugardalsvöllinn sem verið er að reyna að vekja til lífsins. Fréttablaðið/Daníel Fréttablaðið/Daníel Samtök íþrótta- og golfvallasérfræðinga, SÍGÍ, stóðu fyrir blaðamannafundi í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í gær þar sem farið var yfir stöðu knattspyrnuvallanna nú þegar aðeins rétt tæpar tvær vikur eru í Íslandsmót. Staðan er vægast sagt slæm og líklega hvergi verri en á sjálfum Laugardalsvellinum sem kemur hræðilega undan vetri og er alls óvíst að Framarar fái að spila einhvern af þremur heimaleikjum sínum í maímánuði á Laugardalsvelli. Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, hóf fundinn og fullyrti að þrátt fyrir slæma stöðu vallanna yrði fyrsta umferðin ekki færð. Spilað er þétt í byrjun móts eins og alltaf og nær ekkert svigrúm til að færa leiki til áður en kemur að fyrsta landsleikjahléi í byrjun júní. Þórir sagði að sambandið mundi veita liðum undanþágu til að spila á völlum sem uppfylla ekki öll skilyrði til að hýsa leiki í efstu deild enda annað ekki hægt miðað við stöðuna. Fastlega má búast við að einhverjir leikir verði í Egilshöll eða Kórnum. Framarar vilja þó ekki spila innandyra og hafa beðið um leyfi til að byrja mótið á gervigrasvelli Þróttara í Laugardalnum.Svellkalið fór með vellina Bjarni Þór Hannesson, formaður SÍGÍ og eini maðurinn á landinu með mastersgráðu í íþróttavallafræðum, fór yfir vellina á höfuðborgarsvæðinu og útskýrði ástand þeirra. Svellkal er það sem vallarstjórar þurftu að glíma við í vetur en vegna þess að veturinn var svo þurr fór klakinn sem myndaðist á völlunum ekki svo vikum skipti, ekki fyrr en menn gripu til aðgerða sjálfir og brutu hann af með þungavinnuvélum. Þetta er afar sjaldgæft enda vellirnir sjaldan verið í verra ástandi fyrir sunnan. Völlurinn í Eyjum er þó fínn sem og Þórsvöllur sem hefur aldrei verið betri.Útlitið ekki gott í Dalnum Þegar kom að því að ræða Laugardalsvöllinn sagði Bjarni Þór: „Laugardalsvöllur er gjörsamlega dáinn,“ en eins og sést á myndinni er hann í hræðilegu ástandi. Kristinn Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar sem kjörinn var vallarstjóri ársins í fyrra, tók undir orð Bjarna Þórs þegar Fréttablaðið ræddi við hann eftir fundinn í gær. „Megnið af vellinum er dáið,“ sagði Kristinn en hvað þýðir það fyrir framhaldið? „Það þýðir að það fór í gang ákveðið verkefni til að laga völlinn sem hófst fyrir fjórum vikum en það felur í sér ýmislegt eins og að sanda hann, gata og sá. Síðan erum við með dúka sem hjálpa til við að fá fræin til að spíra en við erum ekki með undirhita sem myndi hjálpa okkur ennþá meira,“ sagði Kristinn. Vallarstarfsmenn í Laugardalnum fá fræin á föstudaginn og þá þarf fræið þrjár til fimm vikur til að spíra og styrkjast, að sögn Kristins. Þá gefur augaleið að völlurinn verður í það minnsta ekki klár fyrir fyrsta leik Framara gegn ÍBV 4. maí. Annar heimaleikurinn, 12. maí, er einnig í mikilli hættu. Hjá Dalsmönnum miðast allt við að vera með völlinn leikhæfan fyrir vináttulandsleik karla gegn Eistlandi 4. júní. „Framarar eiga að spila þrjá leiki í maí en þeir munu ekki spila fyrsta leikinn, það er alveg ljóst. Við tökum þetta svo fyrir bara vikulega og metum ástandið. Ég myndi segja að fyrsti leikurinn verði ekki fyrr en í júní en auðvitað vonum við að Framarar fái að spila í maí. Útlitið er ekki gott en það kemur í ljós,“ sagði Kristinn Jóhannsson.Undirhiti engin galdralausn Bjarni Þór fór sem fyrr segir yfir stöðu vallanna í Reykjavík. KR-völlurinn lítur ekki vel út. Stór munur er þó á vellinum sunnan- og norðanmegin. Norðanmegin er hann mjög illa farinn eftir svellkal. Vodafone-völlur Valsmanna er í sæmilegu ástandi enda með undirhita en þó ekkert sérstakur. Í honum eru stórir kalblettir. Bjarni talaði sérstaklega um undirhitann og sagði hann gott tól sem hægt væri að nýta sér en hann væri gagnslaus ef hann væri ekki nýttur. Mikla peninga kostar að hita upp vellina með þeirri tækni og mismunandi hversu mikið þetta hjálpartæki er notað. Víkingsvöllur nýliðanna í Fossvogi er mjög illa farinn en Fylkisvöllurinn skárri en oft áður. Bjarni vildi meina að Fylkisvöllurinn væri skástur í Reykjavík ásamt Fjölnisvellinum sem slapp mjög vel. Þar er æfingagrasið aftur á móti algjörlega dáið en keppnisvöllurinn verður klár í fyrsta leik þegar nýliðarnir mætast í Grafarvoginum sunnudaginn 4. maí. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Sjá meira
Samtök íþrótta- og golfvallasérfræðinga, SÍGÍ, stóðu fyrir blaðamannafundi í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í gær þar sem farið var yfir stöðu knattspyrnuvallanna nú þegar aðeins rétt tæpar tvær vikur eru í Íslandsmót. Staðan er vægast sagt slæm og líklega hvergi verri en á sjálfum Laugardalsvellinum sem kemur hræðilega undan vetri og er alls óvíst að Framarar fái að spila einhvern af þremur heimaleikjum sínum í maímánuði á Laugardalsvelli. Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, hóf fundinn og fullyrti að þrátt fyrir slæma stöðu vallanna yrði fyrsta umferðin ekki færð. Spilað er þétt í byrjun móts eins og alltaf og nær ekkert svigrúm til að færa leiki til áður en kemur að fyrsta landsleikjahléi í byrjun júní. Þórir sagði að sambandið mundi veita liðum undanþágu til að spila á völlum sem uppfylla ekki öll skilyrði til að hýsa leiki í efstu deild enda annað ekki hægt miðað við stöðuna. Fastlega má búast við að einhverjir leikir verði í Egilshöll eða Kórnum. Framarar vilja þó ekki spila innandyra og hafa beðið um leyfi til að byrja mótið á gervigrasvelli Þróttara í Laugardalnum.Svellkalið fór með vellina Bjarni Þór Hannesson, formaður SÍGÍ og eini maðurinn á landinu með mastersgráðu í íþróttavallafræðum, fór yfir vellina á höfuðborgarsvæðinu og útskýrði ástand þeirra. Svellkal er það sem vallarstjórar þurftu að glíma við í vetur en vegna þess að veturinn var svo þurr fór klakinn sem myndaðist á völlunum ekki svo vikum skipti, ekki fyrr en menn gripu til aðgerða sjálfir og brutu hann af með þungavinnuvélum. Þetta er afar sjaldgæft enda vellirnir sjaldan verið í verra ástandi fyrir sunnan. Völlurinn í Eyjum er þó fínn sem og Þórsvöllur sem hefur aldrei verið betri.Útlitið ekki gott í Dalnum Þegar kom að því að ræða Laugardalsvöllinn sagði Bjarni Þór: „Laugardalsvöllur er gjörsamlega dáinn,“ en eins og sést á myndinni er hann í hræðilegu ástandi. Kristinn Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar sem kjörinn var vallarstjóri ársins í fyrra, tók undir orð Bjarna Þórs þegar Fréttablaðið ræddi við hann eftir fundinn í gær. „Megnið af vellinum er dáið,“ sagði Kristinn en hvað þýðir það fyrir framhaldið? „Það þýðir að það fór í gang ákveðið verkefni til að laga völlinn sem hófst fyrir fjórum vikum en það felur í sér ýmislegt eins og að sanda hann, gata og sá. Síðan erum við með dúka sem hjálpa til við að fá fræin til að spíra en við erum ekki með undirhita sem myndi hjálpa okkur ennþá meira,“ sagði Kristinn. Vallarstarfsmenn í Laugardalnum fá fræin á föstudaginn og þá þarf fræið þrjár til fimm vikur til að spíra og styrkjast, að sögn Kristins. Þá gefur augaleið að völlurinn verður í það minnsta ekki klár fyrir fyrsta leik Framara gegn ÍBV 4. maí. Annar heimaleikurinn, 12. maí, er einnig í mikilli hættu. Hjá Dalsmönnum miðast allt við að vera með völlinn leikhæfan fyrir vináttulandsleik karla gegn Eistlandi 4. júní. „Framarar eiga að spila þrjá leiki í maí en þeir munu ekki spila fyrsta leikinn, það er alveg ljóst. Við tökum þetta svo fyrir bara vikulega og metum ástandið. Ég myndi segja að fyrsti leikurinn verði ekki fyrr en í júní en auðvitað vonum við að Framarar fái að spila í maí. Útlitið er ekki gott en það kemur í ljós,“ sagði Kristinn Jóhannsson.Undirhiti engin galdralausn Bjarni Þór fór sem fyrr segir yfir stöðu vallanna í Reykjavík. KR-völlurinn lítur ekki vel út. Stór munur er þó á vellinum sunnan- og norðanmegin. Norðanmegin er hann mjög illa farinn eftir svellkal. Vodafone-völlur Valsmanna er í sæmilegu ástandi enda með undirhita en þó ekkert sérstakur. Í honum eru stórir kalblettir. Bjarni talaði sérstaklega um undirhitann og sagði hann gott tól sem hægt væri að nýta sér en hann væri gagnslaus ef hann væri ekki nýttur. Mikla peninga kostar að hita upp vellina með þeirri tækni og mismunandi hversu mikið þetta hjálpartæki er notað. Víkingsvöllur nýliðanna í Fossvogi er mjög illa farinn en Fylkisvöllurinn skárri en oft áður. Bjarni vildi meina að Fylkisvöllurinn væri skástur í Reykjavík ásamt Fjölnisvellinum sem slapp mjög vel. Þar er æfingagrasið aftur á móti algjörlega dáið en keppnisvöllurinn verður klár í fyrsta leik þegar nýliðarnir mætast í Grafarvoginum sunnudaginn 4. maí.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Sjá meira