Ástandið ekki nógu gott í Dalnum | Myndir Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. maí 2014 15:00 Dúkurinn verður á fram á mánudagin. Vísir/Pjetur „Þetta gengur samkvæmt áætlun en standið á vellinum er ekki nógu gott,“ segir KristinnJóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, í samtali við Vísi um grasið á þjóðarleikvanginum sem drapst í vetur. „Við sáðum fyrir þremur vikum og erum með dúkana á. Með þeim fáum við sem mesta virkni út úr sáðningunni.“ segir Kristinn.Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, kíkti á Laugardalsvöll fyrr í vikunni og tók myndirnar sem sjá má hér að ofan og neðan. Hvað erum við að horfa á? „Sáðningarlínurnar koma vel upp. Nýgræðlingarnir koma upp eins og eitt blað en fjölga sér svo með tímanum. Eftir tvær vikur verður þetta þéttara. Svo verður sáð á ská við þessar línur en það er spurning hvort við náum því fyrir leik. Á mánudaginn tökum við stöðuna á þessu,“ segir Kristinn en það er þó langt í að völlurinn verði algjörlega klár aftur. „Þó grasið sjálft sé að koma upp er 5-15 cm nýgræðlingur ekki tilbúinn í átök strax. Grasið þarf 3-4 vikur í viðbót til að styrkjast - bæði rótin og yfirborðið. Við reiknuðum með alveg átta vikum í þetta þegar við byrjuðum að spá en nú styttist í leik.“ Leikurinn sem um ræðir er vináttulandsleikur Íslands og Eistlands sem fram fer á Laugardalsvellinum 4. júní. Völlurinn verður einfaldlega að vera klár því búið er að gefa upp leikstað. „Við erum að reyna að ná þessu. Þegar dúkurinn fer af á mánudaginn ætlum við að meta ástandið aftur. Það er alveg möguleiki að hægt verði að spila landsleikinn en völlurinn verður ekkert í toppstandi. Veðrið er samt að hjálpa okkur. Það er heitt, rignir inn á milli og ekkert næturfrost. Leikurinn verður hérna. Það eru þrjár vikur í hann þannig við verðum bara að vona það besta,“ segir Kristinn Jóhannsson. Þetta þýðir einnig að Framarar halda áfram að spila heimaleiki sína á gervigrasinu í Laugardal, í það minnsta út maí eins og reiknað var með.Vísir/PjeturVísir/PjeturVísir/Pjetur Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Laugardalsvöllur lítur illa út Ólíkegt er að Fram spili á Laugardalsvelli í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar þann 4. maí næstkomandi. 23. apríl 2014 14:17 Dúkur yfir Dalnum | Áfram reynt að endurlífga völlinn Hvítur dúkur liggur yfir Laugardalsvelli sem er í hræðilegu ástandi en vallarstarfsmenn í Dalnum vinna nú hörðum höndum að því að koma honum í stand eins fljótt og hægt er. 28. apríl 2014 20:00 Þarf að lífga grasið í Laugardalnum við Þjóðarleikvangurinn mjög illa farinn eftir erfiðan vetur en unnið er í honum.Óvíst hvort Framarar fái að spila heimaleik á Laugardalsvelli í maímánuði. 24. apríl 2014 07:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
„Þetta gengur samkvæmt áætlun en standið á vellinum er ekki nógu gott,“ segir KristinnJóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, í samtali við Vísi um grasið á þjóðarleikvanginum sem drapst í vetur. „Við sáðum fyrir þremur vikum og erum með dúkana á. Með þeim fáum við sem mesta virkni út úr sáðningunni.“ segir Kristinn.Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, kíkti á Laugardalsvöll fyrr í vikunni og tók myndirnar sem sjá má hér að ofan og neðan. Hvað erum við að horfa á? „Sáðningarlínurnar koma vel upp. Nýgræðlingarnir koma upp eins og eitt blað en fjölga sér svo með tímanum. Eftir tvær vikur verður þetta þéttara. Svo verður sáð á ská við þessar línur en það er spurning hvort við náum því fyrir leik. Á mánudaginn tökum við stöðuna á þessu,“ segir Kristinn en það er þó langt í að völlurinn verði algjörlega klár aftur. „Þó grasið sjálft sé að koma upp er 5-15 cm nýgræðlingur ekki tilbúinn í átök strax. Grasið þarf 3-4 vikur í viðbót til að styrkjast - bæði rótin og yfirborðið. Við reiknuðum með alveg átta vikum í þetta þegar við byrjuðum að spá en nú styttist í leik.“ Leikurinn sem um ræðir er vináttulandsleikur Íslands og Eistlands sem fram fer á Laugardalsvellinum 4. júní. Völlurinn verður einfaldlega að vera klár því búið er að gefa upp leikstað. „Við erum að reyna að ná þessu. Þegar dúkurinn fer af á mánudaginn ætlum við að meta ástandið aftur. Það er alveg möguleiki að hægt verði að spila landsleikinn en völlurinn verður ekkert í toppstandi. Veðrið er samt að hjálpa okkur. Það er heitt, rignir inn á milli og ekkert næturfrost. Leikurinn verður hérna. Það eru þrjár vikur í hann þannig við verðum bara að vona það besta,“ segir Kristinn Jóhannsson. Þetta þýðir einnig að Framarar halda áfram að spila heimaleiki sína á gervigrasinu í Laugardal, í það minnsta út maí eins og reiknað var með.Vísir/PjeturVísir/PjeturVísir/Pjetur
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Laugardalsvöllur lítur illa út Ólíkegt er að Fram spili á Laugardalsvelli í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar þann 4. maí næstkomandi. 23. apríl 2014 14:17 Dúkur yfir Dalnum | Áfram reynt að endurlífga völlinn Hvítur dúkur liggur yfir Laugardalsvelli sem er í hræðilegu ástandi en vallarstarfsmenn í Dalnum vinna nú hörðum höndum að því að koma honum í stand eins fljótt og hægt er. 28. apríl 2014 20:00 Þarf að lífga grasið í Laugardalnum við Þjóðarleikvangurinn mjög illa farinn eftir erfiðan vetur en unnið er í honum.Óvíst hvort Framarar fái að spila heimaleik á Laugardalsvelli í maímánuði. 24. apríl 2014 07:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Laugardalsvöllur lítur illa út Ólíkegt er að Fram spili á Laugardalsvelli í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar þann 4. maí næstkomandi. 23. apríl 2014 14:17
Dúkur yfir Dalnum | Áfram reynt að endurlífga völlinn Hvítur dúkur liggur yfir Laugardalsvelli sem er í hræðilegu ástandi en vallarstarfsmenn í Dalnum vinna nú hörðum höndum að því að koma honum í stand eins fljótt og hægt er. 28. apríl 2014 20:00
Þarf að lífga grasið í Laugardalnum við Þjóðarleikvangurinn mjög illa farinn eftir erfiðan vetur en unnið er í honum.Óvíst hvort Framarar fái að spila heimaleik á Laugardalsvelli í maímánuði. 24. apríl 2014 07:00