Erlent

Báðir foreldrar grétu í dómsal

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Calrence ásamt tvíburasonum sínum sem móðir þeirra er grunuð um að hafa myrt.
Calrence ásamt tvíburasonum sínum sem móðir þeirra er grunuð um að hafa myrt.
Gary Clarence, faðir þriggja barna sem grunur leikur á að hafi verið myrt af móður sinni og eiginkonu Gary á heimili þeirra í Lúndúnum fyrr í vikunni, hitti eiginkonu sína í fyrsta skipti eftir morðin í dómsal í dag.

Faðirinn var á ferðalagi í Suður Afríku ásamt elstu dóttur þeirra hjóna þegar hinn skelfilegi atburður átti sér stað. Börnin þrjú voru tveggja ára tvíburar, drengirnir Ben og Max og fjögurra ára stúlka, Olivia.

Gary kom þegar til Bretlands eftir morðin ásamt dótturinni Taya sem er átta ára.

Faðir barnanna á leið úr dómsal í morgun.
Líklegt þykir að móðir barnanna, Tania Clarence, hafi kæft þau á meðan þau sváfu.

Tania brast í grát þegar hún sá eiginmann sinn þegar hún mætti í dómsal í morgun. Þau sátu rétt hjá hvort öðru og augu föðurins voru blóðhlaupin og hann skalf á meðan réttarhöldin fóru fram.

Móðirin hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því að börnin fundust látin. Hún verður áfram í gæsluvarðhaldi þar til réttarhöld hefjast 9. maí næstkomandi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×