Erlent

Tveir fyrrverandi páfar teknir í dýrlingatölu

vísir/afp
Þúsundir manna komu saman í Rómaborg í morgun til að fylgjast með athöfn í Vatíkaninu þar sem þeir Jóhannes Páll páfi II og Jóhannes páfi XXIII voru teknir í dýrðlingatölu.

Viðburðurinn þykir sögulegur fyrir tveggja hluta sakir. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem tveir fyrrum páfar eru teknir í dýrðlingatölu í einu og þá er það fáheyrt að tveir páfar taki þátt í athöfn af þessu tagi, en auk Frans páfa var forveri hans, Benedikt 16. viðstaddur. Sá síðarnefndi varð fyrsti páfinn í rúm 600 ár til að afsala sér tigninni sökum heilsubrests.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×