Erlent

Líklega um slys að ræða þegar þyrla hrapaði í Afganistan

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Þyrla af gerðinni Lynx, líkt og þyrlan sem hrapaði í gær.
Þyrla af gerðinni Lynx, líkt og þyrlan sem hrapaði í gær. vísir/afp
Líklegt þykir að um slys hafi verið að ræða þegar bresk herþyrla hrapaði í suðurhluta Afganistan í gær. Þetta hefur fréttastofa BBC eftir talsmanni varnarmálaráðherra Bretlands.

Fimm hermenn létu lífið í slysinu og allir voru þeir breskir ríkisborgarar. Málið er í rannsókn og hefur slysstaðurinn verið girtur af.

Talíbanar segjast hafa skotið þyrluna niður en í samtali við BBC segir Richard Kemp, fyrrverandi hershöfðingi, að algengt sé að Talíbanar eigni sér atvik sem þetta.

„Það er rós í hnappagat þeirra ef þeir hafa náð að skjóta niður breska herþyrlu en ef varnarmálaráðherra segir að um slys hafi verið að ræða trúi ég því,“ segir Kemp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×