Erlent

Natóríki hervæðast við landamæri Rússlands

Gunnar Valþórsson skrifar
Sergei Shoigu, (til vinstri) og yfirmaður öryggissveita Rússa, Yevgeny Murov.
Sergei Shoigu, (til vinstri) og yfirmaður öryggissveita Rússa, Yevgeny Murov. ap
Rússneski varnarmálaráðherrann Sergeir Shoigu lýsti í gærkvöldi yfir miklum áhyggjum yfir því sem hann kallar liðssöfnuð Nato-ríkjanna við landamæri Rússlands, sem eigi sér enga hliðstæðu.

Þetta kom fram í samtali sem ráðherrann átti við kollega sinn í Bandaríkjunum, Chuck Hagel. Spennan á milli Rússa og vesturlanda vegna ástandsins í austurhluta Úkraínu fer enn vaxandi en Shoigu mun þó í sama símtali hafa heitið því að Rússar ætli sér ekki að ráðast inn í landið. Bandaríkjamenn segjast hafa fjölgað í herliði sínu í Evrópu til þess að hughreysta bandamenn Nató á svæðinu og í gær ákváðu yfirvöld þar í landi að herða enn á refsiaðgerðum gagnvart rússneskum áhrifamönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×