Erlent

Hernaðarbrölt Norður-Kóreumanna skapar spennu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Heræfingar Norður-Kóreumanna valda mörgum áhyggjum, ekki síst í Suður-Kóreu.
Heræfingar Norður-Kóreumanna valda mörgum áhyggjum, ekki síst í Suður-Kóreu. ap
Norður-Kóreumenn hófu í gær heræfingu á sjó þar sem notast er við alvöru skotfæri en ekki púðurskot eins og oft tíðkast á slíkum æfingum.

Þetta fullyrða grannar þeirra í Suður-Kóreu en æfingin fer fram á hafsvæði sem ríkin tvö hafa lengi deilt um yfirráð yfir. Mikil spenna er á svæðinu og segjast sunnanmenn tilbúnir með lið sitt ef til bardaga skyldi koma. Deilt hefur verið um svæðið allt frá lokum Kóreustríðsins og voru landamærin ákveðin af Sameinuðu þjóðunum þegar samið var um vopnahlé. Norðanmenn hafa hinsvegar aldrei sætt sig við hvar landamæralínan var dregin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×