Liverpool með pálmann í höndunum | Sjáðu mörkin 13. apríl 2014 00:01 Sterling fagnar marki sínu í dag. vísir/getty Liverpool er komið í lykilstöðu í baráttunni um enska meistaratitilinn eftir 3-2 sigur á Man. City í hreint mögnuðum leik á Anfield. Liverpool er komið með fimm stiga forskot í deildinni og vinni liðið lokaleiki sína verður það meistari. Það var rafmögnuð stemning fyrir leik enda mikið undir. Pressan hafði ekki nein áhrif á leikmenn Liverpool sem byrjuðu leikinn með látum. Strax á 6. mínútu kom Raheem Sterling þeim yfir er hann fékk nægan tíma til að athafna sig í teignum. Liverpool slakaði ekki á klónni og Skrtel kom þeim í 2-0 með mögnuðum skalla eftir hornspyrnu Gerrard. Það féll ekkert með City. Liðið átti að fá víti, Liverpool bjargaði tvisvar á línu og svo missti liðið sinn besta mann, Yaya Toure, meiddan af velli í fyrri hálfleiknum. Það voru aðeins sjö mínútur liðnar af síðari hálfleik þegar Suarez tók þá undarlegu ákvörðun að dýfa sér með gult spjald á bakinu. Clattenburg þorði ekki að spjalda hann og Suarez heppinn að fá ekki rautt. Aðeins fjórum mínútum síðar galopnaðist leikurinn þegar David Silva minnkaði muninn. Varamaðurinn James Milner lagði upp markið og eftirleikurinn auðveldur fyrir Silva. Man. City pressaði gríðarlega í kjölfarið og annað mark lá í loftinu. Það kom og var skrautlegt. Liverpool gekk ekkert að hreinsa, Silva með skot úr þröngu færi. Það fór í Glen Johnson og síðan í Mignolet markvörð og í netið. 2-2. Suarez hefði getað fengið víti skömmu síðar en ekkert dæmt. Smá snerting en Clattenburg var ekki á því að flauta. Leikurinn galopinn og þrettán mínútum fyrir leikslok komst Liverpool aftur yfir. Kompany ætlaði að hreinsa, hitti ekki boltann. Boltinn fór á Coutinho sem skoraði með laglegu skoti í teignum. Í uppbótartíma fékk Jordan Henderson að líta rauða spjaldið fyrir skrautlega tæklingu á Samir Nasri. Tíminn of naumur og Liverpool fagnaði sætum sigri.Sterling skorar fyrsta mark leiksins. Skrtel kemur Liverpool í 2-0. Silva minnkar muninn og Johnson skorar sjálfsmark. 2-2. Coutinho kemur Liverpool í 3-2. Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Sjá meira
Liverpool er komið í lykilstöðu í baráttunni um enska meistaratitilinn eftir 3-2 sigur á Man. City í hreint mögnuðum leik á Anfield. Liverpool er komið með fimm stiga forskot í deildinni og vinni liðið lokaleiki sína verður það meistari. Það var rafmögnuð stemning fyrir leik enda mikið undir. Pressan hafði ekki nein áhrif á leikmenn Liverpool sem byrjuðu leikinn með látum. Strax á 6. mínútu kom Raheem Sterling þeim yfir er hann fékk nægan tíma til að athafna sig í teignum. Liverpool slakaði ekki á klónni og Skrtel kom þeim í 2-0 með mögnuðum skalla eftir hornspyrnu Gerrard. Það féll ekkert með City. Liðið átti að fá víti, Liverpool bjargaði tvisvar á línu og svo missti liðið sinn besta mann, Yaya Toure, meiddan af velli í fyrri hálfleiknum. Það voru aðeins sjö mínútur liðnar af síðari hálfleik þegar Suarez tók þá undarlegu ákvörðun að dýfa sér með gult spjald á bakinu. Clattenburg þorði ekki að spjalda hann og Suarez heppinn að fá ekki rautt. Aðeins fjórum mínútum síðar galopnaðist leikurinn þegar David Silva minnkaði muninn. Varamaðurinn James Milner lagði upp markið og eftirleikurinn auðveldur fyrir Silva. Man. City pressaði gríðarlega í kjölfarið og annað mark lá í loftinu. Það kom og var skrautlegt. Liverpool gekk ekkert að hreinsa, Silva með skot úr þröngu færi. Það fór í Glen Johnson og síðan í Mignolet markvörð og í netið. 2-2. Suarez hefði getað fengið víti skömmu síðar en ekkert dæmt. Smá snerting en Clattenburg var ekki á því að flauta. Leikurinn galopinn og þrettán mínútum fyrir leikslok komst Liverpool aftur yfir. Kompany ætlaði að hreinsa, hitti ekki boltann. Boltinn fór á Coutinho sem skoraði með laglegu skoti í teignum. Í uppbótartíma fékk Jordan Henderson að líta rauða spjaldið fyrir skrautlega tæklingu á Samir Nasri. Tíminn of naumur og Liverpool fagnaði sætum sigri.Sterling skorar fyrsta mark leiksins. Skrtel kemur Liverpool í 2-0. Silva minnkar muninn og Johnson skorar sjálfsmark. 2-2. Coutinho kemur Liverpool í 3-2.
Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Sjá meira