Erlent

Mögulegt brak fundið í Indlandshafi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Tveir fljótandi hlutir, sem gætu verið brak úr týndu malasísku flugvélinni, sáust úr áströlskum og kínverskum flugvélum í suður-Indlandshafi og skip eru á leið á vettvang.

Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, staðfesti þetta við fjölmiðla fyrir skömmu. Ástralskt skip er nú á vettvangi að reyna að  finna hið meinta flak og ná því um borð.

Þá segja fjölmiðlar í Kína frá því að áhafnarmeðlimir kínverskrar flugvélar hafi fundið tvo stóra hluti og marga smáa dreifða yfir nokkurra ferkílómetra svæði. Að minnsta einn af hlutunum mun hafa náðst á mynd.

Skipið Snow Dragon er á leið á svæðið ásamt sex öðrum leitarskipum og um 20 fiskiskipum sem búið að biðja um aðstoð við leitina.

Sjávardýpi á þessu svæði er allt frá 1.150 metrar upp í 7.000 metrar, en yfirvöld í Bandaríkjunum eru nú að senda sérstakt tæki sem leitar að svarta kassa flugvéla á svæðið.


Tengdar fréttir

Leit haldið áfram á Indlandshafi

Víðtæk leit stendur nú yfir á suðurhluta Indlandshafs að Malasísku farþegaþotunni sem hvarf þann áttunda mars síðastliðinn með 239 manns innanborðs.

Brak úr vélinni mögulega fundið á Indlandshafi

Ástralar telja sig mögulega hafa fundið brak á gervitunglamyndum sem gæti verið úr Boeing þotu Malaysian Airlines sem hvarf þann áttunda mars síðastliðinn með 239 manns innanborðs skömmu eftir flugtak frá Kuala Lumpur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×