Erlent

Leitarvélum fjölgað á Indlandshafi

Átta flugvélar búnar öflugum leitarbúnaði taka nú þátt í aðgerðinni.
Átta flugvélar búnar öflugum leitarbúnaði taka nú þátt í aðgerðinni. vísir/afp
Leitarflugvélum hefur nú verið fjölgað á Indlandshafi þar sem talið er að farþegaflugvél Malaysia Airlines með 239 manns innanborðs hafi hrapað í sjóinn en vélin hvarf sporlaust þann áttunda mars síðastliðinn.

Átta flugvélar búnar öflugum leitarbúnaði taka nú þátt í aðgerðinni eftir að kínverskar gervitunglamyndir renndu stoðum undir þá kenningu að brakið væri að finna þarna.

Malasísk stjórnvöld telja að vélinni hafi vísvitandi verið snúið af leið og ef rétt reynist að hún hafi hrapað á Indlandshafi virðist sú hafa verið raunin, því svæðið er langt frá áætlaðri flugleið vélarinnar sem fór frá Kúala Lúmpúr áleiðis til Peking þegar hún hvarf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×