Erlent

Rússar kalla sendiherrann heim frá Kænugarði

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands.
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Mynd/Afp
Rússar hafa ákveðið að kalla sendiherra sinn heim frá Úkraínu og segja það gert í ljósi þess að þar fari ástandið nú versnandi.

Í Moskvu er brottvikning Janúkóvitsj forseta fordæmd og var sendiherrann kallaður heim eftir að nýskipaður forseti til bráðabirgða, Oleksandr Túrkínov, sagðist vilja nánari tengsl við Evrópusambandið.

Upp úr sauð í landinu í nóvember þegar Janúkóvítsj forseti hætti við að skrifa undir samning við ESB um nánara samband og snéri sér í faðm Rússa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×