Erlent

Úkraínska þingið vill koma Janúkovítsj frá

Jóhannes Stefánsson skrifar
Fjöldi fólks, bæði úr röðum mótmælenda og stjórnvalda, hefur slasast í mótmælunum.
Fjöldi fólks, bæði úr röðum mótmælenda og stjórnvalda, hefur slasast í mótmælunum. AFP
Úkraínska þingið vil koma Janúkovítsj frá og hefur boðað til forsetakosninga þann 25. maí næstkomandi, klukkutíma eftir að hann hafði lýst því yfir að hann myndi ekki segja af sér. Forsetinn sagði í sjónvarpsútsendingu fyrr í dag að um væri að ræða valdarán sem hann myndi ekki beygja sig undir.

Janúkovítsj er nú í felum og mótmælendur hafa náð Kænugarði á sitt vald. Þeir ganga nú um skrifstofur forsetans og um heimili hans. Talið er að forsetinn sé í borginni Khariv í austurhluta landsins.

Þá hefur þingið ákveðið að frelsa Yuliu Tymoshenko úr fangelsi, en orðrómur var á kreiki fyrr í dag um að hún hefði verið leyst úr haldi. Það reyndist rangt og talið er að hún sé enn í fangelsinu að svo stöddu.

BBC greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×