Erlent

Tímósjenkó laus úr haldi

Jóhannes Stefánsson skrifar
Júlía Tímósjenkó hefur verið látin laus úr fangelsi.
Júlía Tímósjenkó hefur verið látin laus úr fangelsi. Vísir/AFP
Júlía Tímósjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu, hefur nú verið látin laus úr haldi. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Fregnirnar koma í kjölfar þess að þjóðþing Úkraínu afréð að láta hana lausa úr haldi, en hún hafði verið dæmd til sjö ára fangelsisvistar þann 11. október 2011 fyrir misnotkun valds. Tímósjenkó hefur alla tíð haldið því fram að sakfellingin hafi verið byggð á lygavef.

Evrópusambandið hafði sett það sem eitt af skilyrðum viðskiptasamninga ESB og Úkraínu, sem Janúkovítsj hafnaði á seinasta ári og varð kveikjan að því ófremdarástandi sem ríkir nú í landinu, að Tímósjenkó yrði leyst úr haldi.


Tengdar fréttir

Sættir milli stjórnarandstöðu og forseta Úkraínu

Viktor Janúkovítsj, forseti Úkraínu, og leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa undirritað samning þess efnis að forsetakosningar fari fram í landinu fyrir áramót. Þá verður stjórnarskrá landsins frá árinu 2004 tekin upp að nýju.

Tímósjenkó hugsanlega laus úr fangelsi

Júlía Tímósjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra landsins mun að öllum líkindum losna brátt úr haldi, en hún var dæmt til sjö ára fangelsisvistar árið 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×