Erlent

Nýr forseti myndar samstöðustjórn í Úkraínu

Olexander Túrtsínov, forseti Úkraínu.
Olexander Túrtsínov, forseti Úkraínu. Vísir/AFP
Nýskipaður forseti til bráðabirgða í Úkraínu mun í dag tilkynna um nýja samstöðuríkisstjórn í landinu aðeins örfáum dögum eftir að Viktor Janúkóvítsj var komið frá völdum.

Bandaríkjamenn hafa enn ekki lýst yfir stuðningi við nýja forsetann, Olexander Túrtsínov, en þeir viðurkenna þó að Janúkóvítsj sé ekki lengur við stjórnvölinn, að því er fréttastofa BBC hefur eftir talsmanni Hvíta hússins.

Utanríkisráðherra Breta, William Hague er nú á leið til Washington til þess að ræða mögulega fjárhagsaðstoð Úkraínumönnum til handa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×