De Gea stelur fyrisögnunum en Carrick er maðurinn hjá United Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. desember 2014 11:00 Dietmar Hamann, fyrrverandi leikmaður Liverpool og þýska landsliðsins í fótbolta, segir David Dea Gea, markvörð Manchester United, vera þann besta í ensku úrvalsdeildinni, en það er Michael Carrick sem er maðurinn á bakvið upprisu liðsins undanfarnar vikur. Hamann var annar af sérfræðingum BBC í Match of the Day 2 á sunnudaginn ásamt Alan Shearer þar sem farið var yfir 3-0 sigur United gegn Liverpool.Sjá einnig:Segir United geta unnið Englandsmeistaratitilinn David De Gea fékk mikið lof fyrir sína frammistöðu enda lokaði Spánverjinn búrinu. Hann varði átta skot, mörg úr dauðafærum, en Hamann bendir á Carrick þegar talað er um sex sigra United-liðsins í röð. „Markvörslur Davids De Gea stela fyrirsögnunum, en Michael Carrick spilaði stórt hlutverk í sigrinum. Það kemur mér ekkert á óvart að liðið sé búið að vinna sex leiki í röð eftir að hann kom aftur inn í byrjunarliðið,“ segir Hamann.David De Gea átti stórleik.vísir/getty„Carrick er eflaust vanur því að spila vel en sjá aðra leikmenn fá hrósið. En það sést alveg hversu mikils hann er metinn innan hópsins. Robin van Persie sagði eftir leikinn að Carrick hefði skipt sköpum í varnarleiknum því hann var svo rólegur á boltann. Það segir allt sem segja þarf.“ „Carrick stýrir vanalega leik United-liðsins. Hann er oftast á miðjunni, en gegn Liverpool var hann í vörninni. Hann getur spilað báðar stöður og einu vandræðin sem veldur Louis van Gaal er að það eru ekki fleiri eins og hann.“Sjá einnig:Mögnuð frammistaða De Gea | Myndband Hamann gerir þó ekki lítið úr frammistöðu De Gea og bendir á að einu mistök Carricks hafi verið þegar hann missti af sendingu Jonny Evans til Raheem Sterling. Sterling komst í dauðafæri en lét De Gea verja frá sér. „Markvörður United varði bara einu sinni alveg frábærlega. Það var þegar hann varði skot Balotelli í slána. En hann varði í heildina átta skot sem þýðir að hann átti stóran þátt í sigrinum,“ segir Hamann. „Það má færa rök fyrir því að leikmenn Liverpool hafi mátt klára færin sín betur, en þeir áttuðu sig á því eins og aðrir að það þarf að setja boltann alveg út við stöng til að koma honum framhjá De Gea.“Sjá einnig:Lok, lok og læs hjá De Gea | Sjáðu mörkin „Frammistaða De Gea á þessari leiktíð hefur verið svo góð að hann er af sumum sagður besti markvörður deildarinnar. Mér hefur fundist hann vera bestur í marga mánuði,“ segir Dietmar Hamann. Enski boltinn Tengdar fréttir Lok, lok og læs hjá De Gea | Sjáðu mörkin Manchester United vann sinn sjötta sigur í röð þegar liðið lagði Liverpool að velli með þremur mörkum gegn engu á Old Trafford. 14. desember 2014 00:01 Mögnuð frammistaða De Gea | Myndband Spænski markvörðurinn David De Gea átti stórkostlegan leik þegar Manchester United vann 3-0 sigur á Liverpool á Old Trafford í dag. 14. desember 2014 16:41 Leikmaður Manchester United flæktur í hneykslismál Ander Herrera, miðjumaður Manchester United, er meðal þeirra sem eru ákærðir fyrir að hafa tekið þátt í hagræðingu úrslita í leik í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta tímabilið 2010 til 2011. 15. desember 2014 16:30 Segir United geta unnið Englandsmeistaratitilinn Sérfræðingur BBC telur Manchester United vera með í baráttunni um þann stóra ásamt Chelsea og Manchester United. 16. desember 2014 08:30 Spánverjinn lokaði búrinu David de Gea átti frábæran leik í marki Manchester United þegar liðið vann Liverpool 3-0 í ensku úrvalsdeildinni í gær. Spánverjinn hefur þaggað niður í gagnrýnisröddum með frammistöðu sinni á tímabilinu. 15. desember 2014 06:30 Van Persie: De Gea var stórkostlegur Robin van Persie var að vonum ánægður með sigur Manchester United á Liverpool í dag. 14. desember 2014 15:40 Solskjaer: Besta frammistaða United-markmanns á Old Trafford sem ég hef séð David De Gea átti stórleik þegar Manchester United bar sigurorð af Liverpool með þremur mörkum gegn engu á Old Trafford í dag. 14. desember 2014 22:30 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Sjá meira
Dietmar Hamann, fyrrverandi leikmaður Liverpool og þýska landsliðsins í fótbolta, segir David Dea Gea, markvörð Manchester United, vera þann besta í ensku úrvalsdeildinni, en það er Michael Carrick sem er maðurinn á bakvið upprisu liðsins undanfarnar vikur. Hamann var annar af sérfræðingum BBC í Match of the Day 2 á sunnudaginn ásamt Alan Shearer þar sem farið var yfir 3-0 sigur United gegn Liverpool.Sjá einnig:Segir United geta unnið Englandsmeistaratitilinn David De Gea fékk mikið lof fyrir sína frammistöðu enda lokaði Spánverjinn búrinu. Hann varði átta skot, mörg úr dauðafærum, en Hamann bendir á Carrick þegar talað er um sex sigra United-liðsins í röð. „Markvörslur Davids De Gea stela fyrirsögnunum, en Michael Carrick spilaði stórt hlutverk í sigrinum. Það kemur mér ekkert á óvart að liðið sé búið að vinna sex leiki í röð eftir að hann kom aftur inn í byrjunarliðið,“ segir Hamann.David De Gea átti stórleik.vísir/getty„Carrick er eflaust vanur því að spila vel en sjá aðra leikmenn fá hrósið. En það sést alveg hversu mikils hann er metinn innan hópsins. Robin van Persie sagði eftir leikinn að Carrick hefði skipt sköpum í varnarleiknum því hann var svo rólegur á boltann. Það segir allt sem segja þarf.“ „Carrick stýrir vanalega leik United-liðsins. Hann er oftast á miðjunni, en gegn Liverpool var hann í vörninni. Hann getur spilað báðar stöður og einu vandræðin sem veldur Louis van Gaal er að það eru ekki fleiri eins og hann.“Sjá einnig:Mögnuð frammistaða De Gea | Myndband Hamann gerir þó ekki lítið úr frammistöðu De Gea og bendir á að einu mistök Carricks hafi verið þegar hann missti af sendingu Jonny Evans til Raheem Sterling. Sterling komst í dauðafæri en lét De Gea verja frá sér. „Markvörður United varði bara einu sinni alveg frábærlega. Það var þegar hann varði skot Balotelli í slána. En hann varði í heildina átta skot sem þýðir að hann átti stóran þátt í sigrinum,“ segir Hamann. „Það má færa rök fyrir því að leikmenn Liverpool hafi mátt klára færin sín betur, en þeir áttuðu sig á því eins og aðrir að það þarf að setja boltann alveg út við stöng til að koma honum framhjá De Gea.“Sjá einnig:Lok, lok og læs hjá De Gea | Sjáðu mörkin „Frammistaða De Gea á þessari leiktíð hefur verið svo góð að hann er af sumum sagður besti markvörður deildarinnar. Mér hefur fundist hann vera bestur í marga mánuði,“ segir Dietmar Hamann.
Enski boltinn Tengdar fréttir Lok, lok og læs hjá De Gea | Sjáðu mörkin Manchester United vann sinn sjötta sigur í röð þegar liðið lagði Liverpool að velli með þremur mörkum gegn engu á Old Trafford. 14. desember 2014 00:01 Mögnuð frammistaða De Gea | Myndband Spænski markvörðurinn David De Gea átti stórkostlegan leik þegar Manchester United vann 3-0 sigur á Liverpool á Old Trafford í dag. 14. desember 2014 16:41 Leikmaður Manchester United flæktur í hneykslismál Ander Herrera, miðjumaður Manchester United, er meðal þeirra sem eru ákærðir fyrir að hafa tekið þátt í hagræðingu úrslita í leik í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta tímabilið 2010 til 2011. 15. desember 2014 16:30 Segir United geta unnið Englandsmeistaratitilinn Sérfræðingur BBC telur Manchester United vera með í baráttunni um þann stóra ásamt Chelsea og Manchester United. 16. desember 2014 08:30 Spánverjinn lokaði búrinu David de Gea átti frábæran leik í marki Manchester United þegar liðið vann Liverpool 3-0 í ensku úrvalsdeildinni í gær. Spánverjinn hefur þaggað niður í gagnrýnisröddum með frammistöðu sinni á tímabilinu. 15. desember 2014 06:30 Van Persie: De Gea var stórkostlegur Robin van Persie var að vonum ánægður með sigur Manchester United á Liverpool í dag. 14. desember 2014 15:40 Solskjaer: Besta frammistaða United-markmanns á Old Trafford sem ég hef séð David De Gea átti stórleik þegar Manchester United bar sigurorð af Liverpool með þremur mörkum gegn engu á Old Trafford í dag. 14. desember 2014 22:30 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Sjá meira
Lok, lok og læs hjá De Gea | Sjáðu mörkin Manchester United vann sinn sjötta sigur í röð þegar liðið lagði Liverpool að velli með þremur mörkum gegn engu á Old Trafford. 14. desember 2014 00:01
Mögnuð frammistaða De Gea | Myndband Spænski markvörðurinn David De Gea átti stórkostlegan leik þegar Manchester United vann 3-0 sigur á Liverpool á Old Trafford í dag. 14. desember 2014 16:41
Leikmaður Manchester United flæktur í hneykslismál Ander Herrera, miðjumaður Manchester United, er meðal þeirra sem eru ákærðir fyrir að hafa tekið þátt í hagræðingu úrslita í leik í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta tímabilið 2010 til 2011. 15. desember 2014 16:30
Segir United geta unnið Englandsmeistaratitilinn Sérfræðingur BBC telur Manchester United vera með í baráttunni um þann stóra ásamt Chelsea og Manchester United. 16. desember 2014 08:30
Spánverjinn lokaði búrinu David de Gea átti frábæran leik í marki Manchester United þegar liðið vann Liverpool 3-0 í ensku úrvalsdeildinni í gær. Spánverjinn hefur þaggað niður í gagnrýnisröddum með frammistöðu sinni á tímabilinu. 15. desember 2014 06:30
Van Persie: De Gea var stórkostlegur Robin van Persie var að vonum ánægður með sigur Manchester United á Liverpool í dag. 14. desember 2014 15:40
Solskjaer: Besta frammistaða United-markmanns á Old Trafford sem ég hef séð David De Gea átti stórleik þegar Manchester United bar sigurorð af Liverpool með þremur mörkum gegn engu á Old Trafford í dag. 14. desember 2014 22:30