Spánverjinn lokaði búrinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. desember 2014 06:30 David de Gea mátti vera ánægður með frammistöðu sína gegn Liverpool á Old Trafford í gær. fréttablaðið/getty Þrjú-núll gefur ekki alveg rétta mynd af gangi leiks Manchester United og Liverpool á Old Trafford í gær. Gestirnir byrjuðu leikinn af krafti og sköpuðu sér í heildina fleiri færi en heimamenn. En David de Gea, markvörður United, reyndist Liverpool-mönnum óþægur ljár í þúfu í gær. Þessi 24 ára gamli Spánverji varði alls átta skot í leiknum, mörg hver úr upplögðum færum og átti að öðrum ólöstuðum stærstan þátt í sigri United, sem var sá sjötti í röð í deildinni. Raheem Sterling komst til að mynda þrisvar einn gegn de Gea í leiknum, en alltaf varði Spánverjinn. Hann varði einnig í þrígang frá Mario Balotelli í seinni hálfleik.Lofaður í hástert af Rodgers Leikmenn United voru öllu beittari fyrir framan markið en erkifjendur þeirra. Wayne Rooney, Juan Mata og Robin van Persie skoruðu mörk United, en sá síðastnefndi hrósaði de Gea í hástert eftir leikinn: „David var magnaður. Hann var stórkostlegur – það er ekki oft sem lið vinnur 3-0 og markvörður þess er maður leiksins,“ sagði hollenski framherjinn. Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, jós De Gea einnig lofi: „Við sköpuðum svo mörg færi, en David de Gea var maður leiksins. Hann hefur átt 4-5 svona leiki á tímabilinu. David er frábær markvörður, hann er góður að verja skot, auk þess sem hann kemur boltanum vel frá sér.“ Eins og Rodgers sagði var þetta ekki fyrsti stórleikur de Gea á tímabilinu. Spánverjinn, sem kom frá Atletico Madrid sumarið 2011, hefur stundum verið gagnrýndur fyrir að „vinna“ ekki nógu marga leiki fyrir sitt lið, en hann hefur svarað þeim gagnrýnisröddum með glæsibrag í vetur. De Gea hefur haldið United á floti á löngum köflum og hefur tryggt sínu liði ófá stigin. Skemmst er að minnast frammistöðu hans gegn Everton, Arsenal, Stoke og nú síðast Liverpool, en í öllum þessum leikjum varði Spánverjinn frábærlega á mikilvægum augnablikum.Aldrei með sömu varnarlínuna Frammistaða de Gea á tímabilinu er aðdáunarverð, sérstaklega í ljósi þess að hann stendur fyrir aftan nýja varnarlínu í hverjum leik. Meiðsladraugurinn hefur ásótt United í vetur, og þá sérstaklega varnarmenn liðsins. Til marks um óstöðugleikann hefur Louis van Gaal, knattspyrnustjóri United, notað 20 mismunandi samsetningar af miðvörðum í vetur. Það er af sem áður var þegar Rio Ferdinand og Nemanja Vidic stóðu jafnan vaktina í miðri vörn United fyrir framan Edwin van der Saar. De Gea á talsvert í land með að komast á sama stall og United-goðsagnir á borð við Peter Schmeichel og van der Saar, en hann er alltaf að verða betri og það eru fáir markverðir sem standa honum framar í dag. De Gea er auk þess aðeins 24 ára og ætti því að eiga mörg góð ár framundan. Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Fleiri fréttir Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Sjá meira
Þrjú-núll gefur ekki alveg rétta mynd af gangi leiks Manchester United og Liverpool á Old Trafford í gær. Gestirnir byrjuðu leikinn af krafti og sköpuðu sér í heildina fleiri færi en heimamenn. En David de Gea, markvörður United, reyndist Liverpool-mönnum óþægur ljár í þúfu í gær. Þessi 24 ára gamli Spánverji varði alls átta skot í leiknum, mörg hver úr upplögðum færum og átti að öðrum ólöstuðum stærstan þátt í sigri United, sem var sá sjötti í röð í deildinni. Raheem Sterling komst til að mynda þrisvar einn gegn de Gea í leiknum, en alltaf varði Spánverjinn. Hann varði einnig í þrígang frá Mario Balotelli í seinni hálfleik.Lofaður í hástert af Rodgers Leikmenn United voru öllu beittari fyrir framan markið en erkifjendur þeirra. Wayne Rooney, Juan Mata og Robin van Persie skoruðu mörk United, en sá síðastnefndi hrósaði de Gea í hástert eftir leikinn: „David var magnaður. Hann var stórkostlegur – það er ekki oft sem lið vinnur 3-0 og markvörður þess er maður leiksins,“ sagði hollenski framherjinn. Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, jós De Gea einnig lofi: „Við sköpuðum svo mörg færi, en David de Gea var maður leiksins. Hann hefur átt 4-5 svona leiki á tímabilinu. David er frábær markvörður, hann er góður að verja skot, auk þess sem hann kemur boltanum vel frá sér.“ Eins og Rodgers sagði var þetta ekki fyrsti stórleikur de Gea á tímabilinu. Spánverjinn, sem kom frá Atletico Madrid sumarið 2011, hefur stundum verið gagnrýndur fyrir að „vinna“ ekki nógu marga leiki fyrir sitt lið, en hann hefur svarað þeim gagnrýnisröddum með glæsibrag í vetur. De Gea hefur haldið United á floti á löngum köflum og hefur tryggt sínu liði ófá stigin. Skemmst er að minnast frammistöðu hans gegn Everton, Arsenal, Stoke og nú síðast Liverpool, en í öllum þessum leikjum varði Spánverjinn frábærlega á mikilvægum augnablikum.Aldrei með sömu varnarlínuna Frammistaða de Gea á tímabilinu er aðdáunarverð, sérstaklega í ljósi þess að hann stendur fyrir aftan nýja varnarlínu í hverjum leik. Meiðsladraugurinn hefur ásótt United í vetur, og þá sérstaklega varnarmenn liðsins. Til marks um óstöðugleikann hefur Louis van Gaal, knattspyrnustjóri United, notað 20 mismunandi samsetningar af miðvörðum í vetur. Það er af sem áður var þegar Rio Ferdinand og Nemanja Vidic stóðu jafnan vaktina í miðri vörn United fyrir framan Edwin van der Saar. De Gea á talsvert í land með að komast á sama stall og United-goðsagnir á borð við Peter Schmeichel og van der Saar, en hann er alltaf að verða betri og það eru fáir markverðir sem standa honum framar í dag. De Gea er auk þess aðeins 24 ára og ætti því að eiga mörg góð ár framundan.
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Fleiri fréttir Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Sjá meira