Spánverjinn lokaði búrinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. desember 2014 06:30 David de Gea mátti vera ánægður með frammistöðu sína gegn Liverpool á Old Trafford í gær. fréttablaðið/getty Þrjú-núll gefur ekki alveg rétta mynd af gangi leiks Manchester United og Liverpool á Old Trafford í gær. Gestirnir byrjuðu leikinn af krafti og sköpuðu sér í heildina fleiri færi en heimamenn. En David de Gea, markvörður United, reyndist Liverpool-mönnum óþægur ljár í þúfu í gær. Þessi 24 ára gamli Spánverji varði alls átta skot í leiknum, mörg hver úr upplögðum færum og átti að öðrum ólöstuðum stærstan þátt í sigri United, sem var sá sjötti í röð í deildinni. Raheem Sterling komst til að mynda þrisvar einn gegn de Gea í leiknum, en alltaf varði Spánverjinn. Hann varði einnig í þrígang frá Mario Balotelli í seinni hálfleik.Lofaður í hástert af Rodgers Leikmenn United voru öllu beittari fyrir framan markið en erkifjendur þeirra. Wayne Rooney, Juan Mata og Robin van Persie skoruðu mörk United, en sá síðastnefndi hrósaði de Gea í hástert eftir leikinn: „David var magnaður. Hann var stórkostlegur – það er ekki oft sem lið vinnur 3-0 og markvörður þess er maður leiksins,“ sagði hollenski framherjinn. Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, jós De Gea einnig lofi: „Við sköpuðum svo mörg færi, en David de Gea var maður leiksins. Hann hefur átt 4-5 svona leiki á tímabilinu. David er frábær markvörður, hann er góður að verja skot, auk þess sem hann kemur boltanum vel frá sér.“ Eins og Rodgers sagði var þetta ekki fyrsti stórleikur de Gea á tímabilinu. Spánverjinn, sem kom frá Atletico Madrid sumarið 2011, hefur stundum verið gagnrýndur fyrir að „vinna“ ekki nógu marga leiki fyrir sitt lið, en hann hefur svarað þeim gagnrýnisröddum með glæsibrag í vetur. De Gea hefur haldið United á floti á löngum köflum og hefur tryggt sínu liði ófá stigin. Skemmst er að minnast frammistöðu hans gegn Everton, Arsenal, Stoke og nú síðast Liverpool, en í öllum þessum leikjum varði Spánverjinn frábærlega á mikilvægum augnablikum.Aldrei með sömu varnarlínuna Frammistaða de Gea á tímabilinu er aðdáunarverð, sérstaklega í ljósi þess að hann stendur fyrir aftan nýja varnarlínu í hverjum leik. Meiðsladraugurinn hefur ásótt United í vetur, og þá sérstaklega varnarmenn liðsins. Til marks um óstöðugleikann hefur Louis van Gaal, knattspyrnustjóri United, notað 20 mismunandi samsetningar af miðvörðum í vetur. Það er af sem áður var þegar Rio Ferdinand og Nemanja Vidic stóðu jafnan vaktina í miðri vörn United fyrir framan Edwin van der Saar. De Gea á talsvert í land með að komast á sama stall og United-goðsagnir á borð við Peter Schmeichel og van der Saar, en hann er alltaf að verða betri og það eru fáir markverðir sem standa honum framar í dag. De Gea er auk þess aðeins 24 ára og ætti því að eiga mörg góð ár framundan. Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira
Þrjú-núll gefur ekki alveg rétta mynd af gangi leiks Manchester United og Liverpool á Old Trafford í gær. Gestirnir byrjuðu leikinn af krafti og sköpuðu sér í heildina fleiri færi en heimamenn. En David de Gea, markvörður United, reyndist Liverpool-mönnum óþægur ljár í þúfu í gær. Þessi 24 ára gamli Spánverji varði alls átta skot í leiknum, mörg hver úr upplögðum færum og átti að öðrum ólöstuðum stærstan þátt í sigri United, sem var sá sjötti í röð í deildinni. Raheem Sterling komst til að mynda þrisvar einn gegn de Gea í leiknum, en alltaf varði Spánverjinn. Hann varði einnig í þrígang frá Mario Balotelli í seinni hálfleik.Lofaður í hástert af Rodgers Leikmenn United voru öllu beittari fyrir framan markið en erkifjendur þeirra. Wayne Rooney, Juan Mata og Robin van Persie skoruðu mörk United, en sá síðastnefndi hrósaði de Gea í hástert eftir leikinn: „David var magnaður. Hann var stórkostlegur – það er ekki oft sem lið vinnur 3-0 og markvörður þess er maður leiksins,“ sagði hollenski framherjinn. Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, jós De Gea einnig lofi: „Við sköpuðum svo mörg færi, en David de Gea var maður leiksins. Hann hefur átt 4-5 svona leiki á tímabilinu. David er frábær markvörður, hann er góður að verja skot, auk þess sem hann kemur boltanum vel frá sér.“ Eins og Rodgers sagði var þetta ekki fyrsti stórleikur de Gea á tímabilinu. Spánverjinn, sem kom frá Atletico Madrid sumarið 2011, hefur stundum verið gagnrýndur fyrir að „vinna“ ekki nógu marga leiki fyrir sitt lið, en hann hefur svarað þeim gagnrýnisröddum með glæsibrag í vetur. De Gea hefur haldið United á floti á löngum köflum og hefur tryggt sínu liði ófá stigin. Skemmst er að minnast frammistöðu hans gegn Everton, Arsenal, Stoke og nú síðast Liverpool, en í öllum þessum leikjum varði Spánverjinn frábærlega á mikilvægum augnablikum.Aldrei með sömu varnarlínuna Frammistaða de Gea á tímabilinu er aðdáunarverð, sérstaklega í ljósi þess að hann stendur fyrir aftan nýja varnarlínu í hverjum leik. Meiðsladraugurinn hefur ásótt United í vetur, og þá sérstaklega varnarmenn liðsins. Til marks um óstöðugleikann hefur Louis van Gaal, knattspyrnustjóri United, notað 20 mismunandi samsetningar af miðvörðum í vetur. Það er af sem áður var þegar Rio Ferdinand og Nemanja Vidic stóðu jafnan vaktina í miðri vörn United fyrir framan Edwin van der Saar. De Gea á talsvert í land með að komast á sama stall og United-goðsagnir á borð við Peter Schmeichel og van der Saar, en hann er alltaf að verða betri og það eru fáir markverðir sem standa honum framar í dag. De Gea er auk þess aðeins 24 ára og ætti því að eiga mörg góð ár framundan.
Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira