Fótbolti

Leikmaður Manchester United flæktur í hneykslismál

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ander Herrera.
Ander Herrera. Vísir/Getty
Ander Herrera, miðjumaður Manchester United, er meðal þeirra sem eru ákærðir fyrir að hafa tekið þátt í hagræðingu úrslita í leik í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta tímabilið 2010 til 2011.

Alls eru 38 menn flæktir í þetta hneykslismál en auk Herrera eru þekkttasir Gabi, núverandi fyrirliði Atletico Madrid og Javier Aguirre, núverandi þjálfari japanska landsliðsins.

Leikurinn sem um ræðir var á milli Real Zaragoza og Levante í lokaumferðinni en Real Zaragoza bjargaði sér frá falli með því að vinna hann 2-1.

Javier Aguirre þjálfaði lið Real Zaragoza á þessum tíma og bæði Ander Herrera og Gabi spiluðu þá með liðinu. Gabi skoraði bæði mörk liðsins á 38. og 73. mínútu en Levante minnkaði muninn tíu mínútum fyrir leikslok.

Agapito Iglesias, forseti Real Zaragoza og félagið sjálft eru í hópi þeirra sem voru nefndir í kærunni en þar eru allir leikmennirnir sem tóku þátt í þessum leik.

Samkvæmt ákærunni áttu leikmenn Leventa að hafa skipt á milli sín 965 þúsund evrum, 149 milljónum íslenskra króna, sem þeir fengu borgað í peningum fyrir að tapa leiknum viljandi.

Saksóknarinn heldur því fram að forráðamenn Real Zaragoza hafi fyrst lagt umrædda peninga inn á reikning sinna leikmanna og þjálfara sem síðan tóku peninga út og létu leikmenn Levente hafa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×