Í morgun var dregið í 32-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu, þar sem Íslandsmeistarar Stjörnunnar drógust á móti rússneska liðinu WFC Zvezda-2005 Perm.
Zvezda Perm situr sem stendur í toppsæti rússnesku úrvalsdeildarinnar með 22 stig eftir 10 leiki, tveimur stigum á undan Ryazan. Zvezda Perm hafnaði í öðru sæti deildarinnar á síðasta tímabili, sex stigum á eftir meisturum Ryazan.
Fyrri leikurinn fer fram á Íslandi 8. eða 9. október og sá seinni 15. eða 16. október.
Sigurvegarinn í þessari viðureign mætir annað hvort Linköping frá Svíþjóð eða Liverpool, liði Katrínar Ómarsdóttur, í næstu umferð.
Stjarnan fer til Rússlands
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Fleiri fréttir
