Hver eru Kailash og Malala? Samúel Karl Ólason skrifar 10. október 2014 10:15 Malala Yousafzai og Kailash Satyarthi, friðarverðlaunahafa Nóbels 2014. Vísir/AFP/Getty Friðarverðlaun Nóbels 2014 voru veitt þeim Kailash Satyarthi og Malala Yousafzai fyrir baráttu þeirra gegn barnaþrælkun og auknum réttindum ungmenna.Skotmark vegna baráttu sinnarMalala Yousafzai er yngsti einstaklingurinn sem unnið hefur friðarverðlaun Nóbels. Hún er fædd í Pakistan þann 12. júlí 1997. Hún ólst upp í héraði Pakistan sem Talíbanar stjórnuðu en þeir bönnuðu stúlkum að sækja nám. Árið 2009 hóf Malala að skrifa á bloggsíðu fyrir BBC undir dulnefni. Þar lýsti hún lífi sínu undir stjórn Talíbana og fjallaði um að auka réttindi stúlkna til menntunnar. Vegna skrifa sinna hótuðu Talíbanar að drepa hana og föður hennar. Þann 9. október 2012 sat hún í skólarútu í heimabæ sínum, Mingora, og var á leið heim úr skólanum sem faðir hennar stofnaði. Þá gekk maður um borð og spurði hana hvort hún héti Malala. Því svaraði hún játandi. Maðurinn dró upp byssu og skaut hana í höfuðið. Malala var flutt til Bretlands þar sem læknar önnuðust hana eftir árásina. Hún þurfta að fara í fjölmargar skurðaðgerðir og meðal annars þurfti að taka stykki úr höfuðkúpu hennar vegna bólgna. Þá þurfti einnig að laga taug í andliti hennar þar sem hún var tilfinningalaus í vinstri hluta höfuðsins. Hún slapp þó með nánast engan heilaskaða. Fyrir árásina var hún vel þekkt í Pakistan en nú varð hún heimsfræg. Malala var tilnefnd til friðarverðlaunanna í fyrra og fékk Sakharov verðlaun Evrópuþingsins sama ár. Hún hefur haldið baráttu sinni áfram og í fyrra nefndi Time hana sem eina af hundrað áhrifamestu einstaklingum heimsins. Einnig hefur hún gefið út bókina: „Ég er Malala: Stúlkan sem stóð upp fyrir menntun og var skotin af Talíbönum.“Hefur bjargað 80.000 börnum úr þrælkun Kailash Satyarthi er fæddur 11. janúar 1954. Hann starfaði sem rafmagnsverkfræðingur, en gaf þann feril upp á bátinn þegar hann var 26 ára til að berjast gegn barnaþrælkun í Indlandi. Hann stofnaði samtökin Bachpan Bachao Andolan, eða Björgum æskunni. Samtökin hafa leitt baráttuna gegn sölu barna og barnaþrælkun í Indlandi. Talið er að samtökin hafi leitt til björgunar nærri því 80 þúsund barna úr þrælkun. Árið 1998 stofnaði Satyarthi til Global march against child labour samstarfsins, sem náði til 103 landa. Rúmar 7,2 milljónir manna og 20 þúsund samtök tóku þátt í átakinu, sem ætlað var að útrýma barnaþrælkun fyrir árið 2015.Hér má sjá ræðu Malölu hjá Sameinuðu þjóðunum í fyrra: Hér talar Kailash Satyarthi um útrýmingu barnaþrælkunnar: Tweets about '#nobelprize2014 #NobelPeacePrize' Tengdar fréttir Malala Yousafzai og Kailash Satyarti fá friðarverðlaun Nóbels Verðlaunin fá þau fyrir baráttu sína fyrir menntun ungs fólks í fátækum löndum heimsins og baráttu gegn þrælkunarvinnu barna. 10. október 2014 08:38 Tókst að búa til blá díóðuljós Þrír japanskir vísindamenn hljóta Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði þetta árið. 8. október 2014 07:00 Franskur rithöfundur hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Alls hafa 111 einstaklingar hlotið bókmenntaverðlaunin frá árinu 1901. Þar eru meðtaldir Rudyard Kipling, Toni Morrison, Ernest Hemingway og Halldór Laxnes. 9. október 2014 11:15 Veitt Nóbelverðlaun fyrir GPS kerfi heilans Vísindamennirnir John O´Keefe, May-Britt Moser og Edvard Moser fengu í dag Nóbelsverðlaun í læknavísindum fyrir að uppgötva staðsetningarkerfi heilans. 6. október 2014 10:40 Nóbelsverðlaun fyrir vinnu sína með smásjár Vísindamennirnir Eric Betzig, William Moerner og Stefan Hell hafa unnið nóbelsverðlaunin fyrir efnafræði þetta árið. 8. október 2014 10:17 Fengu Nóbelsverðlaun fyrir LED ljós Vísindamennirnir Isamu Akasaki, Hiroshi Amano og Shuji Nakamura fengu í dag Nóbelsverðlaun í eðlisfræði fyrir að uppgötva díóður sem gefa frá sér ljós. 7. október 2014 10:40 Lítt þekktur Frakki fær Nóbelinn Ekkert verk Patrick Modiano hefur verið þýtt á íslensku. 9. október 2014 12:54 Staðsetningarkerfi heilans kortlagt John O'Keefe og May-Britt og Edvard Moser fá Nóbelsverðlaunin í lífeðlisfræði þetta árið fyrir rannsóknir þeirra á heilanum. 7. október 2014 05:00 Frans páfi einna líklegastur til að hreppa friðarverðlaun Nóbels Norska Nóbelsnefndin tilkynnir um nýjan handhafa friðarverðlauna Nóbels klukkan níu á morgun, föstudag. Pakistanska baráttukonan Malala Yousafzai og Vladimír Pútín Rússlandsforseti eru einnig meðal tilnefndra. 9. október 2014 23:10 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Sjá meira
Friðarverðlaun Nóbels 2014 voru veitt þeim Kailash Satyarthi og Malala Yousafzai fyrir baráttu þeirra gegn barnaþrælkun og auknum réttindum ungmenna.Skotmark vegna baráttu sinnarMalala Yousafzai er yngsti einstaklingurinn sem unnið hefur friðarverðlaun Nóbels. Hún er fædd í Pakistan þann 12. júlí 1997. Hún ólst upp í héraði Pakistan sem Talíbanar stjórnuðu en þeir bönnuðu stúlkum að sækja nám. Árið 2009 hóf Malala að skrifa á bloggsíðu fyrir BBC undir dulnefni. Þar lýsti hún lífi sínu undir stjórn Talíbana og fjallaði um að auka réttindi stúlkna til menntunnar. Vegna skrifa sinna hótuðu Talíbanar að drepa hana og föður hennar. Þann 9. október 2012 sat hún í skólarútu í heimabæ sínum, Mingora, og var á leið heim úr skólanum sem faðir hennar stofnaði. Þá gekk maður um borð og spurði hana hvort hún héti Malala. Því svaraði hún játandi. Maðurinn dró upp byssu og skaut hana í höfuðið. Malala var flutt til Bretlands þar sem læknar önnuðust hana eftir árásina. Hún þurfta að fara í fjölmargar skurðaðgerðir og meðal annars þurfti að taka stykki úr höfuðkúpu hennar vegna bólgna. Þá þurfti einnig að laga taug í andliti hennar þar sem hún var tilfinningalaus í vinstri hluta höfuðsins. Hún slapp þó með nánast engan heilaskaða. Fyrir árásina var hún vel þekkt í Pakistan en nú varð hún heimsfræg. Malala var tilnefnd til friðarverðlaunanna í fyrra og fékk Sakharov verðlaun Evrópuþingsins sama ár. Hún hefur haldið baráttu sinni áfram og í fyrra nefndi Time hana sem eina af hundrað áhrifamestu einstaklingum heimsins. Einnig hefur hún gefið út bókina: „Ég er Malala: Stúlkan sem stóð upp fyrir menntun og var skotin af Talíbönum.“Hefur bjargað 80.000 börnum úr þrælkun Kailash Satyarthi er fæddur 11. janúar 1954. Hann starfaði sem rafmagnsverkfræðingur, en gaf þann feril upp á bátinn þegar hann var 26 ára til að berjast gegn barnaþrælkun í Indlandi. Hann stofnaði samtökin Bachpan Bachao Andolan, eða Björgum æskunni. Samtökin hafa leitt baráttuna gegn sölu barna og barnaþrælkun í Indlandi. Talið er að samtökin hafi leitt til björgunar nærri því 80 þúsund barna úr þrælkun. Árið 1998 stofnaði Satyarthi til Global march against child labour samstarfsins, sem náði til 103 landa. Rúmar 7,2 milljónir manna og 20 þúsund samtök tóku þátt í átakinu, sem ætlað var að útrýma barnaþrælkun fyrir árið 2015.Hér má sjá ræðu Malölu hjá Sameinuðu þjóðunum í fyrra: Hér talar Kailash Satyarthi um útrýmingu barnaþrælkunnar: Tweets about '#nobelprize2014 #NobelPeacePrize'
Tengdar fréttir Malala Yousafzai og Kailash Satyarti fá friðarverðlaun Nóbels Verðlaunin fá þau fyrir baráttu sína fyrir menntun ungs fólks í fátækum löndum heimsins og baráttu gegn þrælkunarvinnu barna. 10. október 2014 08:38 Tókst að búa til blá díóðuljós Þrír japanskir vísindamenn hljóta Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði þetta árið. 8. október 2014 07:00 Franskur rithöfundur hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Alls hafa 111 einstaklingar hlotið bókmenntaverðlaunin frá árinu 1901. Þar eru meðtaldir Rudyard Kipling, Toni Morrison, Ernest Hemingway og Halldór Laxnes. 9. október 2014 11:15 Veitt Nóbelverðlaun fyrir GPS kerfi heilans Vísindamennirnir John O´Keefe, May-Britt Moser og Edvard Moser fengu í dag Nóbelsverðlaun í læknavísindum fyrir að uppgötva staðsetningarkerfi heilans. 6. október 2014 10:40 Nóbelsverðlaun fyrir vinnu sína með smásjár Vísindamennirnir Eric Betzig, William Moerner og Stefan Hell hafa unnið nóbelsverðlaunin fyrir efnafræði þetta árið. 8. október 2014 10:17 Fengu Nóbelsverðlaun fyrir LED ljós Vísindamennirnir Isamu Akasaki, Hiroshi Amano og Shuji Nakamura fengu í dag Nóbelsverðlaun í eðlisfræði fyrir að uppgötva díóður sem gefa frá sér ljós. 7. október 2014 10:40 Lítt þekktur Frakki fær Nóbelinn Ekkert verk Patrick Modiano hefur verið þýtt á íslensku. 9. október 2014 12:54 Staðsetningarkerfi heilans kortlagt John O'Keefe og May-Britt og Edvard Moser fá Nóbelsverðlaunin í lífeðlisfræði þetta árið fyrir rannsóknir þeirra á heilanum. 7. október 2014 05:00 Frans páfi einna líklegastur til að hreppa friðarverðlaun Nóbels Norska Nóbelsnefndin tilkynnir um nýjan handhafa friðarverðlauna Nóbels klukkan níu á morgun, föstudag. Pakistanska baráttukonan Malala Yousafzai og Vladimír Pútín Rússlandsforseti eru einnig meðal tilnefndra. 9. október 2014 23:10 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Sjá meira
Malala Yousafzai og Kailash Satyarti fá friðarverðlaun Nóbels Verðlaunin fá þau fyrir baráttu sína fyrir menntun ungs fólks í fátækum löndum heimsins og baráttu gegn þrælkunarvinnu barna. 10. október 2014 08:38
Tókst að búa til blá díóðuljós Þrír japanskir vísindamenn hljóta Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði þetta árið. 8. október 2014 07:00
Franskur rithöfundur hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Alls hafa 111 einstaklingar hlotið bókmenntaverðlaunin frá árinu 1901. Þar eru meðtaldir Rudyard Kipling, Toni Morrison, Ernest Hemingway og Halldór Laxnes. 9. október 2014 11:15
Veitt Nóbelverðlaun fyrir GPS kerfi heilans Vísindamennirnir John O´Keefe, May-Britt Moser og Edvard Moser fengu í dag Nóbelsverðlaun í læknavísindum fyrir að uppgötva staðsetningarkerfi heilans. 6. október 2014 10:40
Nóbelsverðlaun fyrir vinnu sína með smásjár Vísindamennirnir Eric Betzig, William Moerner og Stefan Hell hafa unnið nóbelsverðlaunin fyrir efnafræði þetta árið. 8. október 2014 10:17
Fengu Nóbelsverðlaun fyrir LED ljós Vísindamennirnir Isamu Akasaki, Hiroshi Amano og Shuji Nakamura fengu í dag Nóbelsverðlaun í eðlisfræði fyrir að uppgötva díóður sem gefa frá sér ljós. 7. október 2014 10:40
Lítt þekktur Frakki fær Nóbelinn Ekkert verk Patrick Modiano hefur verið þýtt á íslensku. 9. október 2014 12:54
Staðsetningarkerfi heilans kortlagt John O'Keefe og May-Britt og Edvard Moser fá Nóbelsverðlaunin í lífeðlisfræði þetta árið fyrir rannsóknir þeirra á heilanum. 7. október 2014 05:00
Frans páfi einna líklegastur til að hreppa friðarverðlaun Nóbels Norska Nóbelsnefndin tilkynnir um nýjan handhafa friðarverðlauna Nóbels klukkan níu á morgun, föstudag. Pakistanska baráttukonan Malala Yousafzai og Vladimír Pútín Rússlandsforseti eru einnig meðal tilnefndra. 9. október 2014 23:10