Frans páfi einna líklegastur til að hreppa friðarverðlaun Nóbels Atli Ísleifsson skrifar 9. október 2014 23:10 Páfar hafa margoft verið tilnefndir til friðarverðlauna Nóbels en aldrei fengið. Vísir/AFP Frans páfi er talinn einna líklegastur til að hreppa friðarverðlaun Nóbels en tilkynnt verður um nýjan handhafa verðlaunanna klukkan níu á morgun, föstudag. Pakistanska baráttukonan Malala Yousafzai og Vladimír Pútín Rússlandsforseti eru einnig meðal tilnefndra. Alls bárust 278 tilnefningar til norsku Nóbelsnefndarinnar, þar af 231 einstaklingur og 47 samtök. Tilnefningarnar hafa aldrei verið fleiri. Þingmenn, háskólaprófessorar og fyrrum friðarverðlaunahafar eru í hópi þeirra sem eiga kost á að senda inn tilnefningar til norsku Nóbelsnefndarinnar. Tilnefningar áttu að berast fyrir 1. febrúar síðastliðinn og í apríl var búið að fækka þeim sem til greina komu í nokkra tugi.Í frétt sænska ríkissjónvarpsins kemur fram að alþjóðlegir veðbankar telji Frans páfa vera líklegastan til að hreppa hnossið, en Nóbelsnefndin hefur þó oft komið mönnum á óvart með vali sínu. Yfirbragð páfans síðustu misserin þykir hafa gefið Páfagarði nýja ímynd og er barátta hans gegn fátækt sérstaklega nefnd í rökstuðningi hvers vegna Frans ætti að hljóta verðlaunin. Þá hefur Frans páfi látið hafa eftir sér að kirkjan megi ekki einkennast af þröngsýnum hugmyndum, en margir litu á ummælin sem að hann hafi með þeim verið að rétta út sáttahönd til samkynhneigðra. Páfar hafa margoft verið tilnefndir til friðarverðlauna Nóbels en aldrei fengið. Raunar heyrir það til algerra undantekninga að trúarleiðtogar hljóti verðlaunin. Rússnesk nefnd hefur tilnefnt Pútín „þar sem hann hafi með íhlutun sinni komið í veg fyrir að Bandaríkjaher réðist á Sýrland eftir eiturvopnaárás haustið 2013.“ Þess í stað hafi Sýrlendingar samþykkt að afhenda öll efnavopn sín. Uppljóstrararnir Edward Snowden og Chelsea Manning eru einnig tilnefnd. Það á einnig við um Rússann Igor Kotjetkov, Úgandamanninn Frank Mugisha och Nepalann Sunil Babu Pant sem allir eru baráttumenn samkynhneigðra. Alþjóðleg réttingasamtök hinsegin fólks, ILGA, eru einnig tilnefnd. Efnavopnastofnunin (OPCW) hlaut friðarverðlaun Nóbels í fyrra fyrir starf sitt í Sýrlandi, en OPCW er fjölþjóðleg stofnun sem hefur aðsetur í Haag í Hollandi. Stofnunin er í nánu samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar og beitir sér fyrir eyðingu efnavopna á heimsvísu og því að samningum þess efnis sé framfylgt. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sjá meira
Frans páfi er talinn einna líklegastur til að hreppa friðarverðlaun Nóbels en tilkynnt verður um nýjan handhafa verðlaunanna klukkan níu á morgun, föstudag. Pakistanska baráttukonan Malala Yousafzai og Vladimír Pútín Rússlandsforseti eru einnig meðal tilnefndra. Alls bárust 278 tilnefningar til norsku Nóbelsnefndarinnar, þar af 231 einstaklingur og 47 samtök. Tilnefningarnar hafa aldrei verið fleiri. Þingmenn, háskólaprófessorar og fyrrum friðarverðlaunahafar eru í hópi þeirra sem eiga kost á að senda inn tilnefningar til norsku Nóbelsnefndarinnar. Tilnefningar áttu að berast fyrir 1. febrúar síðastliðinn og í apríl var búið að fækka þeim sem til greina komu í nokkra tugi.Í frétt sænska ríkissjónvarpsins kemur fram að alþjóðlegir veðbankar telji Frans páfa vera líklegastan til að hreppa hnossið, en Nóbelsnefndin hefur þó oft komið mönnum á óvart með vali sínu. Yfirbragð páfans síðustu misserin þykir hafa gefið Páfagarði nýja ímynd og er barátta hans gegn fátækt sérstaklega nefnd í rökstuðningi hvers vegna Frans ætti að hljóta verðlaunin. Þá hefur Frans páfi látið hafa eftir sér að kirkjan megi ekki einkennast af þröngsýnum hugmyndum, en margir litu á ummælin sem að hann hafi með þeim verið að rétta út sáttahönd til samkynhneigðra. Páfar hafa margoft verið tilnefndir til friðarverðlauna Nóbels en aldrei fengið. Raunar heyrir það til algerra undantekninga að trúarleiðtogar hljóti verðlaunin. Rússnesk nefnd hefur tilnefnt Pútín „þar sem hann hafi með íhlutun sinni komið í veg fyrir að Bandaríkjaher réðist á Sýrland eftir eiturvopnaárás haustið 2013.“ Þess í stað hafi Sýrlendingar samþykkt að afhenda öll efnavopn sín. Uppljóstrararnir Edward Snowden og Chelsea Manning eru einnig tilnefnd. Það á einnig við um Rússann Igor Kotjetkov, Úgandamanninn Frank Mugisha och Nepalann Sunil Babu Pant sem allir eru baráttumenn samkynhneigðra. Alþjóðleg réttingasamtök hinsegin fólks, ILGA, eru einnig tilnefnd. Efnavopnastofnunin (OPCW) hlaut friðarverðlaun Nóbels í fyrra fyrir starf sitt í Sýrlandi, en OPCW er fjölþjóðleg stofnun sem hefur aðsetur í Haag í Hollandi. Stofnunin er í nánu samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar og beitir sér fyrir eyðingu efnavopna á heimsvísu og því að samningum þess efnis sé framfylgt.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sjá meira