Staðsetningarkerfi heilans kortlagt Guðsteinn Bjarnason skrifar 7. október 2014 05:00 May-Britt Moser brosti breitt í gær, eftir að hafa fengið staðfest að hún fengi Nóbelsverðlaunin í lífeðlisfræði í ár. Nordicphotos/AFP „Ég er enn í áfalli. Þetta er svo stórkostlegt,“ sagði May-Britt Moser þegar fjölmiðlar ræddu við hana í gær. Hún fær Nóbelsverðlaunin í læknis- eða lífeðlisfræði þetta árið ásamt eiginmanni sínum Edvard og Bandaríkjamanninum John O'Keefe. Sænska Nóbelsverðlaunanefndin skýrði frá þessu í gær. Verðlaunin fá vísindamennirnir þrír fyrir að hafa uppgötvað ákveðnar tegundir af heilafrumum sem gera okkur kleift að staðsetja okkur í umhverfinu og rata um heiminn. Í tilkynningu Nóbelsverðlaunanefndarinnar segir að þau hafi uppgötvað staðsetningarkerfi heilans, „innra GPS-kerfi“ sem hjálpar okkur að átta okkur á umhverfinu. O'Keefe er 75 ára gamall og tók fyrstu skrefin í þessum rannsóknum árið 1971 þegar hann tók eftir því að ákveðnar frumur í rottuheilum, nánar tiltekið á svonefndu drekasvæði í heilanum, urðu virkar þegar rotturnar voru staddar á ákveðnum stöðum. Sömu frumurnar urðu virkar þegar rotturnar komu á ákveðinn stað, en aðrar frumur þegar þær fóru á aðra staði. Hann sýndi jafnframt fram á að þessar frumur, sem nefndar hafa verið staðarfrumur, bregðast ekki bara við sjónrænu áreiti heldur búa til kort af umhverfinu. Þau May-Britt og Edvard I. Moser eru norsk, bæði rétt rúmlega fimmtug, en þetta er í fjórða sinn sem hjón deila með sér Nóbelsverðlaununum. Þau fundu árið 2005 aðra tegund af frumum, svonefndar hnitakerfisfrumur, sem búa til eins konar umgjörð eða hnitakerfi fyrir nákvæma staðsetningu lífverunnar í umhverfinu. Nóbelsverðlaunanefndin segir uppgötvanir þessar hafa „leyst úr vandamáli sem heimspekingar og vísindamenn hafa glímt við öldum saman – hvernig heilinn býr til kort af umhverfinu í kringum okkur og hvernig við förum að því að rata í gegnum flókið umhverfi.“ Þessar uppgötvanir hafi jafnframt „markað ný viðmið í skilningi okkar á því hvernig hópar af sérhæfðum frumum vinna saman að því að útfæra æðra vitsmunastarf.“ Þær hafi „opnað nýjar leiðir til skilnings á oðru vitsmunastarfi, svo sem minni, hugsun og áætlunargerð.“ Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
„Ég er enn í áfalli. Þetta er svo stórkostlegt,“ sagði May-Britt Moser þegar fjölmiðlar ræddu við hana í gær. Hún fær Nóbelsverðlaunin í læknis- eða lífeðlisfræði þetta árið ásamt eiginmanni sínum Edvard og Bandaríkjamanninum John O'Keefe. Sænska Nóbelsverðlaunanefndin skýrði frá þessu í gær. Verðlaunin fá vísindamennirnir þrír fyrir að hafa uppgötvað ákveðnar tegundir af heilafrumum sem gera okkur kleift að staðsetja okkur í umhverfinu og rata um heiminn. Í tilkynningu Nóbelsverðlaunanefndarinnar segir að þau hafi uppgötvað staðsetningarkerfi heilans, „innra GPS-kerfi“ sem hjálpar okkur að átta okkur á umhverfinu. O'Keefe er 75 ára gamall og tók fyrstu skrefin í þessum rannsóknum árið 1971 þegar hann tók eftir því að ákveðnar frumur í rottuheilum, nánar tiltekið á svonefndu drekasvæði í heilanum, urðu virkar þegar rotturnar voru staddar á ákveðnum stöðum. Sömu frumurnar urðu virkar þegar rotturnar komu á ákveðinn stað, en aðrar frumur þegar þær fóru á aðra staði. Hann sýndi jafnframt fram á að þessar frumur, sem nefndar hafa verið staðarfrumur, bregðast ekki bara við sjónrænu áreiti heldur búa til kort af umhverfinu. Þau May-Britt og Edvard I. Moser eru norsk, bæði rétt rúmlega fimmtug, en þetta er í fjórða sinn sem hjón deila með sér Nóbelsverðlaununum. Þau fundu árið 2005 aðra tegund af frumum, svonefndar hnitakerfisfrumur, sem búa til eins konar umgjörð eða hnitakerfi fyrir nákvæma staðsetningu lífverunnar í umhverfinu. Nóbelsverðlaunanefndin segir uppgötvanir þessar hafa „leyst úr vandamáli sem heimspekingar og vísindamenn hafa glímt við öldum saman – hvernig heilinn býr til kort af umhverfinu í kringum okkur og hvernig við förum að því að rata í gegnum flókið umhverfi.“ Þessar uppgötvanir hafi jafnframt „markað ný viðmið í skilningi okkar á því hvernig hópar af sérhæfðum frumum vinna saman að því að útfæra æðra vitsmunastarf.“ Þær hafi „opnað nýjar leiðir til skilnings á oðru vitsmunastarfi, svo sem minni, hugsun og áætlunargerð.“
Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira