Fann móður sína á fimmtán mínútum í gegnum Facebook Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 17. maí 2014 10:56 Þetta er eina myndin sem til er af þeim mæðgum saman. En þær hafa ekki hist þó þær séu í daglegum samskiptum í gegnum Facebook. Ung bandarísk kona, Natalie Bader, fann blóðmóður sína 23 árum árum eftir að móðirin gaf hana til ættleiðingar. Bader leitaði móður sinnar í gegnum Facebook og það tók hana aðeins fimmtán mínútur að finna hana þar. Blóðmóðir Bader, Colette Brasseur, var 24 ára þegar hún eignaðist dótturina árið 1991. Hún var nýbúin að skrá sig í herinn þegar hún komst að því að hún var ólétt. Ástæða þess að hún hafði skráð sig í herinn var sú að hún var í fjárhagserfiðleikum. Hún óttaðist að geta ekki séð fyrir barninu og ákvað því að gefa hana til ættleiðingar. Ættleiðingin var svokölluð opin ættleiðing og því vissi Brasseur hverjir fengu barnið. Henni leist vel á nýju foreldra dóttur sinar. „Ég hugsaði með mér að það væri eitthvað sérstakt við þetta fólk og þökk sé guði þá hafði ég rétt fyrir mér,“ sagði hún. Hún hélt sambandi við fjölskylduna fyrstu fjögur árin en svo slitnaði upp úr. Stofan sem unnið hafði að ættleiðingunni lokaði og Brasseur vissi ekki hvernig hún ætti að komast í samband við fjölskylduna aftur. Bader vissi því hvað blóðmóðir hennar hét. Hún fletti nafninu upp á Facebook og fann móður sína og bróður. Hún sendi þeim báðum skilaboð og bróðir hennar svaraði henni. Hann hafði ekki vitað af systur sinni. "Ég hugsaði fyrst þegar ég sá myndina af henni. Ég kannast eitthvað við hana, ég hlýt að þekkja foreldra hennar," sagði Brasseur. Þetta var í desember á síðasta ári og þær Bader og Brasseur hafa verið í daglegum samskiptum síðan. Þær hafa þó ekki enn hist enda búa þær langt frá hvor annarri. „Þegar þú gefur barn til ættleiðingar þá byrjar líf þess með nýjum foreldrum. En lífið hennar með mér hætti aldrei. Ég hugsaði sífellt um hana og í hvert sinn sem ég sá barn á hennar aldri hugsaði ég með mér hvort þetta gæti verið hún,“ segir Brasseur. „Í 23 ár fékk ég aldrei svar við því hvernig hún hefði það, en nú er það komið.“ Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Ung bandarísk kona, Natalie Bader, fann blóðmóður sína 23 árum árum eftir að móðirin gaf hana til ættleiðingar. Bader leitaði móður sinnar í gegnum Facebook og það tók hana aðeins fimmtán mínútur að finna hana þar. Blóðmóðir Bader, Colette Brasseur, var 24 ára þegar hún eignaðist dótturina árið 1991. Hún var nýbúin að skrá sig í herinn þegar hún komst að því að hún var ólétt. Ástæða þess að hún hafði skráð sig í herinn var sú að hún var í fjárhagserfiðleikum. Hún óttaðist að geta ekki séð fyrir barninu og ákvað því að gefa hana til ættleiðingar. Ættleiðingin var svokölluð opin ættleiðing og því vissi Brasseur hverjir fengu barnið. Henni leist vel á nýju foreldra dóttur sinar. „Ég hugsaði með mér að það væri eitthvað sérstakt við þetta fólk og þökk sé guði þá hafði ég rétt fyrir mér,“ sagði hún. Hún hélt sambandi við fjölskylduna fyrstu fjögur árin en svo slitnaði upp úr. Stofan sem unnið hafði að ættleiðingunni lokaði og Brasseur vissi ekki hvernig hún ætti að komast í samband við fjölskylduna aftur. Bader vissi því hvað blóðmóðir hennar hét. Hún fletti nafninu upp á Facebook og fann móður sína og bróður. Hún sendi þeim báðum skilaboð og bróðir hennar svaraði henni. Hann hafði ekki vitað af systur sinni. "Ég hugsaði fyrst þegar ég sá myndina af henni. Ég kannast eitthvað við hana, ég hlýt að þekkja foreldra hennar," sagði Brasseur. Þetta var í desember á síðasta ári og þær Bader og Brasseur hafa verið í daglegum samskiptum síðan. Þær hafa þó ekki enn hist enda búa þær langt frá hvor annarri. „Þegar þú gefur barn til ættleiðingar þá byrjar líf þess með nýjum foreldrum. En lífið hennar með mér hætti aldrei. Ég hugsaði sífellt um hana og í hvert sinn sem ég sá barn á hennar aldri hugsaði ég með mér hvort þetta gæti verið hún,“ segir Brasseur. „Í 23 ár fékk ég aldrei svar við því hvernig hún hefði það, en nú er það komið.“
Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira