Kristinn: Við erum KR - ekki Fram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. október 2014 19:13 Bjarni, Kristinn og Guðmundur. Vísir/Vilhelm Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, hefur fulla trú á því að Bjarni Guðjónsson sé rétti maðurinn til að taka við keflinu af Rúnari Kristinssyni. Rúnar hætti á dögunum sem þjálfari KR eftir fjögur og hálft ár í starfi þar sem hann skilaði samtals fimm stórum titlum í vesturbæinn. Bjarni var í dag ráðinn þjálfari liðsins aðeins rúmu ári eftir að hann lagði skóna á hilluna, þá sem laikmaður KR. Í sumar starfaði hann sem þjálfari Fram sem féll úr Pepsi-deild karla. „Það er alltaf pressa á öllum þeim sem koma og starfa fyrir KR. Þannig viljum við hafa það,“ sagði Kristinn í samtali við KR. „Við horfum bara á okkur. Við erum KR - ekki Fram, með fullri virðingu fyrir þeim.“ „Við þekkjum Bjarna enda var hann lengi hér sem leikmaður. Við vitum fyrir hvað hann stendur og treystum honum í verkið. Það eru alltaf skiptar skoðanir á þjálfararáðningum KR og þannig er það sjálfsagt nú.“ Kristinn bendir á að Rúnar hafi verið óreyndur þjálfari þegar KR réði hann á sínum tíma. „Ég man þegar ég fékk símtal frá ákveðnum manni árið 2010. Þá var ég að keyra í Ártúnsbrekkunni og við vorum nýbúnir að tapa fyrir FH, 4-0, í bikarnum. Hann spurði mig hvort við værum kolruglaðir og hvort það hefðu ekki verið mistök að láta Rúnar fá starfið. En hann hefur ekki hringt síðan.“ Guðmundur var síðast aðalþjálfari Breiðabliks eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Ólafs Kristjánssonar í nokkur ár. „Ég trúi því að bæði Bjarni og Guðmundur hafi fengið góða reynslu í sumar þegar þeir stigu inn á stóra sviðið. Það er svo okkar sem höldum þessu batteríi gangandi að styðja við þá í þeirra störfum og það ætlum við að gera.“ Í dag var einnig gengið frá ráðningu Óskars Hrafns Þorvaldssonar sem tekur við 2. flokki karla auk þess að vera þeim Bjarna og Guðmundi innan handar. „Það sem heillar okkur við Óskar er að hann hefur mjög sterkar skoðanir og er fylginn sér. Ég held að hann eigi eftir að koma með góðar víddir inn í samstarf þeirra Bjarna og Guðmundar. Við erum mjög spenntir fyrir því að fá hann.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni Guðjónsson ráðinn þjálfari KR Guðmundur Benediktsson aðstoðarþjálfari. Tvær hetjur snúa heim í Vesturbæinn. 28. október 2014 17:15 Bjarni: Legg allt sem ég á undir Bjarni Guðjónsson var kynntur sem nýr aðalþjálfari KR í dag. 28. október 2014 18:17 Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira
Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, hefur fulla trú á því að Bjarni Guðjónsson sé rétti maðurinn til að taka við keflinu af Rúnari Kristinssyni. Rúnar hætti á dögunum sem þjálfari KR eftir fjögur og hálft ár í starfi þar sem hann skilaði samtals fimm stórum titlum í vesturbæinn. Bjarni var í dag ráðinn þjálfari liðsins aðeins rúmu ári eftir að hann lagði skóna á hilluna, þá sem laikmaður KR. Í sumar starfaði hann sem þjálfari Fram sem féll úr Pepsi-deild karla. „Það er alltaf pressa á öllum þeim sem koma og starfa fyrir KR. Þannig viljum við hafa það,“ sagði Kristinn í samtali við KR. „Við horfum bara á okkur. Við erum KR - ekki Fram, með fullri virðingu fyrir þeim.“ „Við þekkjum Bjarna enda var hann lengi hér sem leikmaður. Við vitum fyrir hvað hann stendur og treystum honum í verkið. Það eru alltaf skiptar skoðanir á þjálfararáðningum KR og þannig er það sjálfsagt nú.“ Kristinn bendir á að Rúnar hafi verið óreyndur þjálfari þegar KR réði hann á sínum tíma. „Ég man þegar ég fékk símtal frá ákveðnum manni árið 2010. Þá var ég að keyra í Ártúnsbrekkunni og við vorum nýbúnir að tapa fyrir FH, 4-0, í bikarnum. Hann spurði mig hvort við værum kolruglaðir og hvort það hefðu ekki verið mistök að láta Rúnar fá starfið. En hann hefur ekki hringt síðan.“ Guðmundur var síðast aðalþjálfari Breiðabliks eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Ólafs Kristjánssonar í nokkur ár. „Ég trúi því að bæði Bjarni og Guðmundur hafi fengið góða reynslu í sumar þegar þeir stigu inn á stóra sviðið. Það er svo okkar sem höldum þessu batteríi gangandi að styðja við þá í þeirra störfum og það ætlum við að gera.“ Í dag var einnig gengið frá ráðningu Óskars Hrafns Þorvaldssonar sem tekur við 2. flokki karla auk þess að vera þeim Bjarna og Guðmundi innan handar. „Það sem heillar okkur við Óskar er að hann hefur mjög sterkar skoðanir og er fylginn sér. Ég held að hann eigi eftir að koma með góðar víddir inn í samstarf þeirra Bjarna og Guðmundar. Við erum mjög spenntir fyrir því að fá hann.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni Guðjónsson ráðinn þjálfari KR Guðmundur Benediktsson aðstoðarþjálfari. Tvær hetjur snúa heim í Vesturbæinn. 28. október 2014 17:15 Bjarni: Legg allt sem ég á undir Bjarni Guðjónsson var kynntur sem nýr aðalþjálfari KR í dag. 28. október 2014 18:17 Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira
Bjarni Guðjónsson ráðinn þjálfari KR Guðmundur Benediktsson aðstoðarþjálfari. Tvær hetjur snúa heim í Vesturbæinn. 28. október 2014 17:15
Bjarni: Legg allt sem ég á undir Bjarni Guðjónsson var kynntur sem nýr aðalþjálfari KR í dag. 28. október 2014 18:17