Bjarni: Legg allt sem ég á undir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. október 2014 18:17 Bjarni Guðjónsson, nýr þjálfari KR. Vísir/Vilhelm Bjarni Eggerts Guðjónsson var í dag ráðinn nýr aðalþjálfari KR en hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Guðmundur Benediktsson verður aðstoðarþjálfari hans og Óskar Hrafn Þorvaldsson, nýr þjálfari 2. flokks KR, verður einnig hluti af þjálfarateyminu. Bjarni gekk í raðir KR sem leikmaður um mitt tímabil 2008 og lék með liðinu þar til hann lagði skóna á hilluna haustið 2013. Hans síðasta verk með KR var að lyfta Íslandsmeistarabikarnum sem fyrirliði liðsins. Hann yfirgaf KR og gerðist þjálfari Fram sem kunnugt er. Undir hans stjórn féll liðið úr Pepsi-deild karla og hann hætti að tímabilinu loknu. Bjarni, sem er aðeins 35 ára gamall, óttaðist þó ekki að hann væri að taka að sér of stórt verkefni svo snemma á þjálfaraferlinum. „Alls ekki. Annars stæði ég ekki hér,“ sagði Bjarni eftir að hann var kynntur til sögunnar á blaðamannafundi í kvöld. „Ég vona bara að þetta er upphafið á farsælu samstarfi okkar hér í vesturbænum.“ „Ég er stoltur af því að hafa fengið þetta tækifæri og ég geri mér fulla grein fyrir stærð verkefnisins. Ég kem til með að leggja allt sem ég á undir og fara af fullum krafti í þetta. Ég er líka með góða menn með mér - Gumma og Óskar Hrafn. Þar að auki er gott fólk í baklandinu í KR og hér leggjast allir á eitt í því að hér verði gott lið sem getur náð árangri.“ Hann segist ekki hafa staldrað við þegar hann fékk tilboð um að gerast þjálfari KR. „Þegar það kom í ljós að Rúnar ætlaði að hætta þá fannst mér bara einn maður koma til greina í starfið,“ sagði hann og játti því að þar ætti hann við sig sjálfan. Það gekk á ýmsu hjá Fram í sumar en liðið varð að sætta sig að lokum við fall. „Hjá Fram fékk ég fyrst og fremst reynslu af því að eiga við leikmannahóp og þjálfa lið. Það er reynsla sem maður þarf á að halda,“ segir hann og bætir við: „Annars tel ég að það sé ekki sanngjarnt að líkja því saman að þjálfa Fram annars vegar og KR hins vegar. En tíminn mun einn leiða í ljós hvað verður en ég trúi því að þetta muni ganga vel.“ Sem fyrr segir er ekki langt síðan að Bjarni spilaði sjálfur með mörgum þeirra leikmanna sem hann mun nú þjálfa. Hann óttast ekki að það muni valda einhverjum árekstrum. „Alls ekki. Nánast allir leikmenn KR eru mjög góðir leikmenn, hæfileikaríkir og með skýr markmið. Þeir eru í KR til að ná árangri og gera sér grein fyrir hvað þarf til þess. Titlarnir sem liðið hefur unnið síðustu fjögur árin sanna það.“ Hann á von á því að einhverjar breytingar verði á leikmannahópi KR. „Guðmundur Reynir [Gunnarsson] er hættur og Kjartan Henry [Finnbogason] fór út. Það er svo ekki útséð með það hvort að fleiri leikmenn fái tækifæri úti en ljóst er að einhverjar breytingar verða og við munum taka á því þegar við vitum meira.“ Bjarni segir að sér líði vel í vesturbænum - eins og að hann sé kominn heim. „Hér hefur mér alltaf liðið mjög vel og það er frábært að koma aftur. Ég er stoltur og ánægður.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni Guðjónsson ráðinn þjálfari KR Guðmundur Benediktsson aðstoðarþjálfari. Tvær hetjur snúa heim í Vesturbæinn. 28. október 2014 17:15 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira
Bjarni Eggerts Guðjónsson var í dag ráðinn nýr aðalþjálfari KR en hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Guðmundur Benediktsson verður aðstoðarþjálfari hans og Óskar Hrafn Þorvaldsson, nýr þjálfari 2. flokks KR, verður einnig hluti af þjálfarateyminu. Bjarni gekk í raðir KR sem leikmaður um mitt tímabil 2008 og lék með liðinu þar til hann lagði skóna á hilluna haustið 2013. Hans síðasta verk með KR var að lyfta Íslandsmeistarabikarnum sem fyrirliði liðsins. Hann yfirgaf KR og gerðist þjálfari Fram sem kunnugt er. Undir hans stjórn féll liðið úr Pepsi-deild karla og hann hætti að tímabilinu loknu. Bjarni, sem er aðeins 35 ára gamall, óttaðist þó ekki að hann væri að taka að sér of stórt verkefni svo snemma á þjálfaraferlinum. „Alls ekki. Annars stæði ég ekki hér,“ sagði Bjarni eftir að hann var kynntur til sögunnar á blaðamannafundi í kvöld. „Ég vona bara að þetta er upphafið á farsælu samstarfi okkar hér í vesturbænum.“ „Ég er stoltur af því að hafa fengið þetta tækifæri og ég geri mér fulla grein fyrir stærð verkefnisins. Ég kem til með að leggja allt sem ég á undir og fara af fullum krafti í þetta. Ég er líka með góða menn með mér - Gumma og Óskar Hrafn. Þar að auki er gott fólk í baklandinu í KR og hér leggjast allir á eitt í því að hér verði gott lið sem getur náð árangri.“ Hann segist ekki hafa staldrað við þegar hann fékk tilboð um að gerast þjálfari KR. „Þegar það kom í ljós að Rúnar ætlaði að hætta þá fannst mér bara einn maður koma til greina í starfið,“ sagði hann og játti því að þar ætti hann við sig sjálfan. Það gekk á ýmsu hjá Fram í sumar en liðið varð að sætta sig að lokum við fall. „Hjá Fram fékk ég fyrst og fremst reynslu af því að eiga við leikmannahóp og þjálfa lið. Það er reynsla sem maður þarf á að halda,“ segir hann og bætir við: „Annars tel ég að það sé ekki sanngjarnt að líkja því saman að þjálfa Fram annars vegar og KR hins vegar. En tíminn mun einn leiða í ljós hvað verður en ég trúi því að þetta muni ganga vel.“ Sem fyrr segir er ekki langt síðan að Bjarni spilaði sjálfur með mörgum þeirra leikmanna sem hann mun nú þjálfa. Hann óttast ekki að það muni valda einhverjum árekstrum. „Alls ekki. Nánast allir leikmenn KR eru mjög góðir leikmenn, hæfileikaríkir og með skýr markmið. Þeir eru í KR til að ná árangri og gera sér grein fyrir hvað þarf til þess. Titlarnir sem liðið hefur unnið síðustu fjögur árin sanna það.“ Hann á von á því að einhverjar breytingar verði á leikmannahópi KR. „Guðmundur Reynir [Gunnarsson] er hættur og Kjartan Henry [Finnbogason] fór út. Það er svo ekki útséð með það hvort að fleiri leikmenn fái tækifæri úti en ljóst er að einhverjar breytingar verða og við munum taka á því þegar við vitum meira.“ Bjarni segir að sér líði vel í vesturbænum - eins og að hann sé kominn heim. „Hér hefur mér alltaf liðið mjög vel og það er frábært að koma aftur. Ég er stoltur og ánægður.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni Guðjónsson ráðinn þjálfari KR Guðmundur Benediktsson aðstoðarþjálfari. Tvær hetjur snúa heim í Vesturbæinn. 28. október 2014 17:15 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira
Bjarni Guðjónsson ráðinn þjálfari KR Guðmundur Benediktsson aðstoðarþjálfari. Tvær hetjur snúa heim í Vesturbæinn. 28. október 2014 17:15