Freyr: Óþolandi að geta ekki kvatt Kötu betur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2013 21:39 Freyr klórar sér í hausnum á hliðarlínunni. mynd/daníel Freyr Alexandersson stýrði íslenska kvennalandsliðinu í fyrsta sinn í kvöld þegar liðið tapaði 0-2 á heimavelli á móti Sviss í undankeppni HM 2015. Íslenska liðið átti aldrei möguleika eftir að liðið lenti undir strax á 9. mínútu. „Þetta var erfitt. Hápressan gekk vel hjá þeim og við náðum ekki að leysa það og það er eitthvað sem við þurfum að æfa okkur í. Ég reyndi að bregðast við eins og hægt var en við náðum ekki að leysa þessa pressu næginlega vel. Það var erfitt að spila í bleytunni og þær fjórar fremstu hjá þeim eru mjög fljótar. Við þurftum að leita í langa bolta og við viljum það ekki," sagði Freyr og íslenska liðið þarf að hans mati að læra það að spila sig í gegnum slíka hápressu. „Við þurfum að styrkja okkar leik í stuttu spili til þess að verða betra lið. Langir boltar eru ekki að gera mikið fyrir okkur. Ég hálf vorkenndi fremstu mönnum okkar því þetta var rosalega erfitt fyrir þær. Það voru samt allar að leggja sig fram og ætluðu virkilega að reyna að koma sér inn í leikinn. Þær voru betri en við í dag," sagði Freyr. „Það er nóg eftir og Sviss munu misstíga sig. Nú þurfum við bara að einbeita okkur að okkur. Næst er Serbía og við förum þangað og tökum þrjú stig. Mér finnst ekki tímabært að fara að ráðast á það sem þarf að laga núna strax eftir minn fyrsta leik. Ég þarf meiri tíma í að gera upp leikinn og sjá hvar við gerðum misstök. Svo get ég lofað því að við leggjum okkur öll fram í að bæta okkar leik," sagði Freyr. „Það er svekkjandi að þær séu komnar með sex stig á meðan við erum með núll stig. Við ætluðum ekki að tapa leik hérna á heimavelli og það er alveg klárt. Það þýðir samt ekki að dvelja við þetta því þetta er búið og við þurfum bara að halda vel á okkar spilum og bæta okkar leik og gera betur," sagði Freyr. Katrín Jónsdóttir lék sinn 133. og síðasta landsleik í kvöld. Íslensku stelpurnar náðu ekki að kveðja fyrirliða sinn með sigri. „Það er óþolandi að geta ekki kvatt Kötu betur og ég er virkilega svekktur með það. Við finnum eitthvað jákvætt í þessu. Nú bara kveðjum við gömlu en ég er mjög svekktur að hafa ekki kvatt hana með sigri í dag," sagði Freyr. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
Freyr Alexandersson stýrði íslenska kvennalandsliðinu í fyrsta sinn í kvöld þegar liðið tapaði 0-2 á heimavelli á móti Sviss í undankeppni HM 2015. Íslenska liðið átti aldrei möguleika eftir að liðið lenti undir strax á 9. mínútu. „Þetta var erfitt. Hápressan gekk vel hjá þeim og við náðum ekki að leysa það og það er eitthvað sem við þurfum að æfa okkur í. Ég reyndi að bregðast við eins og hægt var en við náðum ekki að leysa þessa pressu næginlega vel. Það var erfitt að spila í bleytunni og þær fjórar fremstu hjá þeim eru mjög fljótar. Við þurftum að leita í langa bolta og við viljum það ekki," sagði Freyr og íslenska liðið þarf að hans mati að læra það að spila sig í gegnum slíka hápressu. „Við þurfum að styrkja okkar leik í stuttu spili til þess að verða betra lið. Langir boltar eru ekki að gera mikið fyrir okkur. Ég hálf vorkenndi fremstu mönnum okkar því þetta var rosalega erfitt fyrir þær. Það voru samt allar að leggja sig fram og ætluðu virkilega að reyna að koma sér inn í leikinn. Þær voru betri en við í dag," sagði Freyr. „Það er nóg eftir og Sviss munu misstíga sig. Nú þurfum við bara að einbeita okkur að okkur. Næst er Serbía og við förum þangað og tökum þrjú stig. Mér finnst ekki tímabært að fara að ráðast á það sem þarf að laga núna strax eftir minn fyrsta leik. Ég þarf meiri tíma í að gera upp leikinn og sjá hvar við gerðum misstök. Svo get ég lofað því að við leggjum okkur öll fram í að bæta okkar leik," sagði Freyr. „Það er svekkjandi að þær séu komnar með sex stig á meðan við erum með núll stig. Við ætluðum ekki að tapa leik hérna á heimavelli og það er alveg klárt. Það þýðir samt ekki að dvelja við þetta því þetta er búið og við þurfum bara að halda vel á okkar spilum og bæta okkar leik og gera betur," sagði Freyr. Katrín Jónsdóttir lék sinn 133. og síðasta landsleik í kvöld. Íslensku stelpurnar náðu ekki að kveðja fyrirliða sinn með sigri. „Það er óþolandi að geta ekki kvatt Kötu betur og ég er virkilega svekktur með það. Við finnum eitthvað jákvætt í þessu. Nú bara kveðjum við gömlu en ég er mjög svekktur að hafa ekki kvatt hana með sigri í dag," sagði Freyr.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira