Ætla að halda meistaratitlinum fyrir norðan Birgir H. Stefánsson skrifar 2. maí 2013 08:00 Þór/KA vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í fyrra. Mynd/Auðunn Þór/KA er meistari meistaranna eftir sigur á Stjörnunni norðan heiða í gær og ætlar sér mikið í sumar. Eftir sjö mánaða undirbúningstímabil hefst keppni í Pepsi-deild kvenna á þriðjudaginn. Þór/KA á titil að verja. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Íslandsmeistara Þórs/KA, fer ekki í neinar grafgötur með markmið komandi tímabils. Þór/KA lagði Stjörnuna í leik Íslands- og bikarmeistara síðustu leiktíðar norðan heiða í gær. Ekkert var skorað í venjulegum leiktíma en hinn 18 ára markvörður Helena Jónsdóttir tryggði norðankonum titilinn með því að verja tvær spyrnur Stjörnukvenna í vítaspyrnukeppninni. „Við setjum okkur þau markmið að halda titlinum fyrir norðan. Það þýðir ekkert fyrir mig að fara í eitthvað annað, við erum að stefna hátt og við getum ekki stefnt neðar en í fyrra. Við erum búin að leggja mikið á okkur í vetur til að ná þessu markmiði og við ætlum að standa við það.“ Jóhann Kristinn sá stelpurnar sínar skila fyrsta titlinum í hús í gær þegar Stjarnan var lögð að velli í vítaspyrnukeppni í árlegum leik Íslands- og bikarmeistaranna. Markvörðurinn Helena Jónsdóttir, sem verður nítján ára í næstu viku, var hetja Þórs/KA en hún varði tvö af fjórum vítum Stjörnukvenna. Helena stóð í markinu í fjarveru hinnar bandarísku Kaitlyn Savage sem meiddist í frumraun sinni með Akureyrarliðinu á dögunum. Óttast er að Savage sé með slitin krossbönd. Þrátt fyrir ágæta frammistöðu Helenu í gær reiknar Jóhann með því að fá nýjan markvörð til liðsins. „Við erum með stóran og öflugan meistaraflokk sem 2. flokk og ætlum að vera í toppbaráttunni á báðum stöðum. Hins vegar höfum við bara einn markvörð (Helenu) eins og er. Þótt hún sé frábær þá er það ekki á hana leggjandi. Ef við fáum inn markmann með henni þá erum við líklegast mjög vel sett,“ segir Jóhann. Hann reiknar með því að sömu lið raði sér í efstu fimm sætin í deildinni í ár og í fyrra. „Stjarnan var í bílstjórasætinu í leiknum í dag og liðið er mjög líklegt til afreka eins og Breiðablik og við. Svo er ÍBV með nánast nýtt lið og ef Valur finnur flugið aftur þá getur allt gerst.“ Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Helena hetja Þórs/KA eftir vító Þór/KA er meistari meistaranna eftir sigur á Stjörnunni að lokinni vítaspyrnukeppni. Stjörnustelpur klikkuðu á tveimur vítum en norðankonur skoruðu úr öllum spyrnum sínum. 1. maí 2013 12:46 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Þór/KA er meistari meistaranna eftir sigur á Stjörnunni norðan heiða í gær og ætlar sér mikið í sumar. Eftir sjö mánaða undirbúningstímabil hefst keppni í Pepsi-deild kvenna á þriðjudaginn. Þór/KA á titil að verja. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Íslandsmeistara Þórs/KA, fer ekki í neinar grafgötur með markmið komandi tímabils. Þór/KA lagði Stjörnuna í leik Íslands- og bikarmeistara síðustu leiktíðar norðan heiða í gær. Ekkert var skorað í venjulegum leiktíma en hinn 18 ára markvörður Helena Jónsdóttir tryggði norðankonum titilinn með því að verja tvær spyrnur Stjörnukvenna í vítaspyrnukeppninni. „Við setjum okkur þau markmið að halda titlinum fyrir norðan. Það þýðir ekkert fyrir mig að fara í eitthvað annað, við erum að stefna hátt og við getum ekki stefnt neðar en í fyrra. Við erum búin að leggja mikið á okkur í vetur til að ná þessu markmiði og við ætlum að standa við það.“ Jóhann Kristinn sá stelpurnar sínar skila fyrsta titlinum í hús í gær þegar Stjarnan var lögð að velli í vítaspyrnukeppni í árlegum leik Íslands- og bikarmeistaranna. Markvörðurinn Helena Jónsdóttir, sem verður nítján ára í næstu viku, var hetja Þórs/KA en hún varði tvö af fjórum vítum Stjörnukvenna. Helena stóð í markinu í fjarveru hinnar bandarísku Kaitlyn Savage sem meiddist í frumraun sinni með Akureyrarliðinu á dögunum. Óttast er að Savage sé með slitin krossbönd. Þrátt fyrir ágæta frammistöðu Helenu í gær reiknar Jóhann með því að fá nýjan markvörð til liðsins. „Við erum með stóran og öflugan meistaraflokk sem 2. flokk og ætlum að vera í toppbaráttunni á báðum stöðum. Hins vegar höfum við bara einn markvörð (Helenu) eins og er. Þótt hún sé frábær þá er það ekki á hana leggjandi. Ef við fáum inn markmann með henni þá erum við líklegast mjög vel sett,“ segir Jóhann. Hann reiknar með því að sömu lið raði sér í efstu fimm sætin í deildinni í ár og í fyrra. „Stjarnan var í bílstjórasætinu í leiknum í dag og liðið er mjög líklegt til afreka eins og Breiðablik og við. Svo er ÍBV með nánast nýtt lið og ef Valur finnur flugið aftur þá getur allt gerst.“
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Helena hetja Þórs/KA eftir vító Þór/KA er meistari meistaranna eftir sigur á Stjörnunni að lokinni vítaspyrnukeppni. Stjörnustelpur klikkuðu á tveimur vítum en norðankonur skoruðu úr öllum spyrnum sínum. 1. maí 2013 12:46 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Helena hetja Þórs/KA eftir vító Þór/KA er meistari meistaranna eftir sigur á Stjörnunni að lokinni vítaspyrnukeppni. Stjörnustelpur klikkuðu á tveimur vítum en norðankonur skoruðu úr öllum spyrnum sínum. 1. maí 2013 12:46