Erlent

Bernskuástin tjáir sig: Páfinn kyssti stelpu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Amalia Damonte. Á innfelldu myndinni er Frans páfi ungur að árum.
Amalia Damonte. Á innfelldu myndinni er Frans páfi ungur að árum. Samsett mynd/AP
Eldri kona frá Buenos Aires kyssti ung að árum manninn sem var á miðvikudaginn valinn páfi og tók sér nafni Frans I.

Páfinn, sem er 76 ára og hét áður Jorge Bergoglio, hefur lifað einlifi frá árinu 1958. Það þýðir samt ekki að hann hafi aldrei upplifað rómantík.

Bernskuvinkona hans, Amalia Damonte, lýsir því við spænska fjölmiðilinn El Pais að þau hafi búið hlið við hlið í Flores í Buenos Aires. Miklir kærleikar hafi verið á milli þeirra.

„Ég kaupi hús fyrir okkur svo við getum búið saman," lofaði páfinn bernskuástinni sinni þegar hann bað hennar. Þá voru þau aðeins tólf ára gömul.

Samkvæmt frásögn El Pais mun páfinn hafa tekið það fram að ef hann myndi ekki giftast henni þá yrði hann prestur. Damonte neitaði bónorðinu vegna þess að foreldrar hennar höfðu lítið álit á Bergoglio, og því fór sem fór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×