Innlent

Forsvarsmenn Vodafone mættu fyrir umhverfis- og samgöngunefnd

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Fulltrúar frá Póst- og fjarskiptastofnun, Ríkislögreglustjóra, innanríkisráðuneytinu og Vodafone voru kallaðir á fund nefndarinnar.
Fulltrúar frá Póst- og fjarskiptastofnun, Ríkislögreglustjóra, innanríkisráðuneytinu og Vodafone voru kallaðir á fund nefndarinnar. mynd/gva
Forsvarsmenn Vodafone mættu fyrir umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis í morgun vegna innbrots á vefsíðu fyrirtækisins aðfaranótt laugardags.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, óskaði eftir fundinum, og óskaði enn fremur eftir því að fulltrúar frá Póst- og fjarskiptastofnun, Ríkislögreglustjóra, innanríkisráðuneytinu og Vodafone væru kallaðir á fund nefndarinnar til að fara yfir málið og eftirlit hins opinbera með að lögum sé fylgt.

Um 80 þúsund SMS-skeyti sem send voru af heimasíðu Vodafone voru meðal þeirra gagna sem tölvuhakkari frá Tyrklandi náði að hrifsa af síðunni og einnig upplýsingar um lykilorð viðskiptavina sem voru ódulkóðuð.


Tengdar fréttir

Reyndi að brjótast inn í tölvukerfi fleiri fyrirtækja

Tölvuþrjóturinn sem braust inn hjá Vodafone aðfaranótt laugardags reyndi fyrst að brjótast inn hjá öðrum íslenskum fyrirtækjum. Getum aldrei verið fullkomlega örugg segir sérfræðingur. Íslensk fyrirtæki og stofnanir eru að verða meira meðvituð um hættuna af netárásum.

Vodafonelekinn: Hefur djúpstæð áhrif á sálarheill fólks

"Þetta mun mögulega kom til með að hafa djúpstæðar afleiðingar á líf og líðan nokkurra einstaklinga," segir sálfræðingur um árásina á Vodafone. Þúsundir persónulegra skilaboða eru nú í dreifingu á meðal manna og getur slíkt haft alvarlegar afleiðingar fyrir sálarheill fólks.

Til þess eru vítin að varast þau

Bréf Vodafone tóku snarpa niðurdýfu í Kauphöllinni eftir innbrot tölvuþrjóts. TrendMicro segir kostnað fylgja slíkum áföllum.

Þúsundir lykilorða komin á netið

30 þúsund kennitölur, ásamt símanúmeri og netföngum, eru meðal þeirra upplýsinga sem láku á netið í morgun. Hanna Birna Kristjánsdóttir segir ráðuneytið vinna í málinu með viðeigandi undirstofnunum.

Lögbrot hjá Vodafone

Lögfræðingar segja að gögn sem geymd eru allt að fjögur ár aftur í tímann brjóti líklegast gegn lögum.

Leki sem snertir tugþúsundir einstaklinga

Gengi hlutabréfa Vodafone hríðféll í Kauphöllinni í dag og hafa fjölmargir viðskiptavinir sagt skilið við fyrirtækið. Eitt af fórnarlömbum lekans mikla um helgina ítrekar að prívat gögn séu prívat, þó að þeim sé stolið. Innanríkisráðherra fordæmir tölvuárásina.

Mörg fyrirtæki með ódulkóðuð lykilorð

Á síðu Pírata er bent á fimm íslenskar vefsíður sem ekki verja notendur sína með því að dulkóða lykilorð þeirra. Útbreitt vandamál, segir þingmaður Pírata. Rannsókn lögreglu á innbroti á vef Vodafone aðfaranótt laugardags á frumstigi.

Forstjóri Vodafone: Fyrirtækið rúið trausti

Fyrirtækið er rúið trausti, segir forstjóri Vodafone. Hann segir mistök hafa valdið því að viðkvæm gögn um viðskiptavini Vodafone hafi verið geymd lengur en lög geri ráð fyrir.

Talinn fíkniefnasali eftir Vodafone-leka

Spilum ruglað saman við fíkniefni. Eyjólfur Þorleifsson, spilasmiður með meiru, er talinn dópsali eftir Vodafone-lekann og frjálslega túlkun netverja á sms-skilaboðum hans.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.