Talinn fíkniefnasali eftir Vodafone-leka Jakob Bjarnar skrifar 2. desember 2013 15:41 Eyjólfur. Skilaboð hans um nýtt spil voru umsvifalaust túlkuð sem svo að Eyjólfur stæði í umfangsmiklum fíkniefnaviðskiptum. Kári Eiríksson Eyjólfur Þorleifsson, spilasmiður með meiru, er sagður dópsali eftir Vodafone-lekann og frjálslega túlkun netverja á sms-skilaboðum hans. „Nei, ég hef ekki orðið fyrir miklum óþægindum vegna þessa en eðlilega er margt sem lætur manni líða betur. Megi aðrir hafa skömmina.“Auglýsti framleiðslu en ekki á fíkniefnum Eyjólfur er eitt fórnarlamba Vodafone-lekans og þá með allsérstæðum hætti. Hann fékk ábendingu varðandi umræðu á netinu og sneri að meintri fíkniefnasölu hans. „Þetta mátti víst allt lesa út úr skilaboðum sem mér bárust í gegnum heimasíðu Vodafone í sumar. Skilaboðin voru eftirfarandi: „Þetta lítur ógeðslega vel út maður. Heldurðu að þú gætir útbúið svona 1000 stk. sem ég gæti tekið með og selt á Þjóðhátíð? Myndi rjúka út á 12.900 stykkið.“ Ekki þurfti frekari vitnanna við. „Sannarlega varða skilaboðin framleiðslu og það mína eigin framleiðslu. En ekki á fíkniefnum, heldur útileikfangi sem ég hef verið að þróa síðustu tvö ár. Þó svo ég trúi því að leikurinn sé ávanabindandi þá er fulldjúpt í árina tekið að setja hann í flokk með almennum fíkniefnum Umrætt sms kemur í kjölfarið á mynd sem ég sendi af frumgerð fyrirbærisins, og er blanda af hrósi, gríni og kaldhæðni milli tveggja vina,“ segir Eyjólfur.Látið einkamál annarra í friði Eyjólfur segir þessa frjálslegu túlkun og forvitni segja ýmislegt um það samfélag sem internetið er orðið. Og hann hefur þetta að segja til forvitinna á netinu: „Til ykkar sem höfðuð fyrir því að gramsa í gegnum mín sms og draga ykkar dapurlegu ályktanir, þá vil ég segja þetta; Lærið lexíu. Látið einkamál annarra í friði og nýtið frekar tímann í eitthvað uppbyggilegt. Til dæmis að rækta ykkar eigið siðferði og almennan þankagang.“ Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Eyjólfur hefur sagt þessa sögu sína á Facebook og vonar að sem flestir sjái þá frásögn, sem líklega er „hin besta auglýsing fyrir leikfangið mitt sem vonandi kemur í sölu næsta sumar. En ég vara ykkur við. Leikurinn gæti reynst hættulega ávanabindandi.“ Vodafone-innbrotið Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Eyjólfur Þorleifsson, spilasmiður með meiru, er sagður dópsali eftir Vodafone-lekann og frjálslega túlkun netverja á sms-skilaboðum hans. „Nei, ég hef ekki orðið fyrir miklum óþægindum vegna þessa en eðlilega er margt sem lætur manni líða betur. Megi aðrir hafa skömmina.“Auglýsti framleiðslu en ekki á fíkniefnum Eyjólfur er eitt fórnarlamba Vodafone-lekans og þá með allsérstæðum hætti. Hann fékk ábendingu varðandi umræðu á netinu og sneri að meintri fíkniefnasölu hans. „Þetta mátti víst allt lesa út úr skilaboðum sem mér bárust í gegnum heimasíðu Vodafone í sumar. Skilaboðin voru eftirfarandi: „Þetta lítur ógeðslega vel út maður. Heldurðu að þú gætir útbúið svona 1000 stk. sem ég gæti tekið með og selt á Þjóðhátíð? Myndi rjúka út á 12.900 stykkið.“ Ekki þurfti frekari vitnanna við. „Sannarlega varða skilaboðin framleiðslu og það mína eigin framleiðslu. En ekki á fíkniefnum, heldur útileikfangi sem ég hef verið að þróa síðustu tvö ár. Þó svo ég trúi því að leikurinn sé ávanabindandi þá er fulldjúpt í árina tekið að setja hann í flokk með almennum fíkniefnum Umrætt sms kemur í kjölfarið á mynd sem ég sendi af frumgerð fyrirbærisins, og er blanda af hrósi, gríni og kaldhæðni milli tveggja vina,“ segir Eyjólfur.Látið einkamál annarra í friði Eyjólfur segir þessa frjálslegu túlkun og forvitni segja ýmislegt um það samfélag sem internetið er orðið. Og hann hefur þetta að segja til forvitinna á netinu: „Til ykkar sem höfðuð fyrir því að gramsa í gegnum mín sms og draga ykkar dapurlegu ályktanir, þá vil ég segja þetta; Lærið lexíu. Látið einkamál annarra í friði og nýtið frekar tímann í eitthvað uppbyggilegt. Til dæmis að rækta ykkar eigið siðferði og almennan þankagang.“ Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Eyjólfur hefur sagt þessa sögu sína á Facebook og vonar að sem flestir sjái þá frásögn, sem líklega er „hin besta auglýsing fyrir leikfangið mitt sem vonandi kemur í sölu næsta sumar. En ég vara ykkur við. Leikurinn gæti reynst hættulega ávanabindandi.“
Vodafone-innbrotið Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels