Viðskipti innlent

Vodafone lækkaði um 12 prósent í dag

Samúel Karl Ólason skrifar
Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone, á blaðamannafundi í gær.
Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone, á blaðamannafundi í gær. Mynd/Vilhelm
Gengi hlutabréfa Vodafone hafði lækkað um 12,1 prósent við lokun Kauphallarinnar í dag. Lægst fóru hlutabréfin niður um 15 prósent fyrir hádegi.

Gengið endaði í 26,15 krónur á hvern hlut.

Heildarvelta í Kauphöllina var 385 milljónir króna í dag og þar af var velta með hlutabréf Vodafone 211 milljónir, eða tæ5 55 prósent.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.