Innlent

Vodafone fundar með lögreglu vegna lekans

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Spurningar og svör má finna á heimasíðu Vodafone.
Spurningar og svör má finna á heimasíðu Vodafone.
Vodafone segir í tilkynningu að innbrotið á vefinn í nótt verði kært til lögreglu. Yfirmenn Vodafone sitja nú á fundi með lögreglu vegna málsins.

Vodafone segir að öll notkun og birting á stolnu gögnunum sé ólögleg og alvarlegt brot á friðhelgi fólks.

Á heimasíðu Vodafone, sem legið hefur niðri frá því upp komst um árásina, má nú finna öryggistilkynningu þess efnis að fólk skuli breyta lykilorðum sínum.

Þá má finna svör við algengum spurningum sem Vodafone hefur þurft að svara viðskiptavinum sínum í dag vegna lekans.

Þar segir meðal annars að aðeins sé hægt að nálgast sms sem send hafi verið í gegnum vef Vodafone, bankaupplýsingar og kreditkortanúmer hafi ekki lekið nema viðskiptavinir hafi sent slíkar upplýsingar sem texta í vefsmsi.

Þá tekur Vodafone fram að ekki sé verið að hlera síma fólks og að því sé óhætt að fara á internetið.


Tengdar fréttir

Kannaðu hvort upplýsingar um þig láku

Sett hefur verið upp heimasíða þar sem notendur geta athugað hvort upplýsingar um þá hafi fundist í gögnum sem stolið var af Vodafone.

Þúsundir lykilorða komin á netið

30 þúsund kennitölur, ásamt símanúmeri og netföngum, eru meðal þeirra upplýsinga sem láku á netið í morgun. Hanna Birna Kristjánsdóttir segir ráðuneytið vinna í málinu með viðeigandi undirstofnunum.

"Ég elska þig út af lífinu“

Mjög persónuleg skilaboð, sem innihalda bæði ástarjátningar, grófar kynlífslýsingar eða örvæntingarfull rifrildi, eru meðal þess sem sjá má í skjölum Vodafone.

Lögbrot hjá Vodafone

Lögfræðingar segja að gögn sem geymd eru allt að fjögur ár aftur í tímann brjóti líklegast gegn lögum.

Kreditkortanúmer ráðherra hluti af lekanum

Kreditkortanúmer ráðherra er á meðal þeirra persónupplýsinga sem hafa lekið á netið, eftir að tyrkneskur hakkari réðst á heimasíðu Vodafone í nótt.

Breytið lykilorðum ykkar

Vodafone beinir því til allra sem stofnað hafa aðgang að Vodafone.is að breyta lykilorðum sínum að tölvupósti og samfélagsmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×