Innlent

Fórnarlamb leka: "Asnalegt að Vodafone geymi svona lagað"

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Konan segir að sér þyki asnalegt að Vodafone geymi svona lagað.
Konan segir að sér þyki asnalegt að Vodafone geymi svona lagað. Myndir/Daníel
Kona sem fréttastofa hafði samband við vegna sms í skjölunum sem láku eftir árásina í nótt segist hissa á að þetta geti gerst.

Tilfinningaþrungið sms sem hún sendi þáverandi kærasta sínum í kjölfar þess að upp komst um framhjáhald hans er meðal þess sem sjá má í skjölunum.

„Ég er aðallega hissa, maður trúir aldrei að neitt svona geti komið fyrir mann sjálfan. Síðan finnst mér auðvitað ótrúlegt að einhver hafi áhuga á því að gera þetta og mér finnst miður að einhver hafi áhuga á því að lesa sms eða póst um einkalíf annarra,“ segir konan.

Sms-ið sem um ræðir er frá árinu 2011 og konan segir að blessunarlega hafi það enga þýðingu fyrir líf hennar í dag.

„Mér finnst líka asnalegt að Vodafone geymi svona lagað. Ég ætlaði sjálf að skoða gömul skilaboð inni á síðunni minni um daginn en hafði ekki aðgang að þeim, eða fann þau að minnsta kosti ekki,“ segir konan að lokum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.