Vodafone: Við brugðumst trausti viðskiptavina Jón Júlíus Karlsson skrifar 30. nóvember 2013 20:14 „Við brugðumst trausti viðskiptavina.“ Þetta segir fjölmiðlafulltrúi Vodafone. Tölvuhakkarar gerðu árás á vefsíðu Vodafone í morgun og birtu persónuupplýsingar viðskiptavina fyrirtækisins. Vodafone braut fjarskiptalög með að eyða ekki gögnum viðskiptavina. Tölvuhakkarar frá Tyrklandi réðust í nótt á vefsíðu Vodafone og náðu að hrifsa til sín umtalsverðu magni persónuupplýsinga viðskiptavina Vodafone. Gögin voru gerð opinber á Twitter-reikningi hakkarans en þar má meðal annars finna 80 þúsund sms-skeyti viðskiptavina Vodafone frá lok árs 2010 og til dagsins í dag. Mörg SMS-anna sem eru að finna í gögnum tyrkneska hakkarans eru á milli æðstu ráðamanna þjóðarinnar. Þannig má í gögnunum finna SMS á borð við þetta: „Erum að fara á leynifund í LÍÚ“ Nokkur vantraust SMS á ríkisstjórnina o.fl. Meira að segja vísakortanúmer utanríkisráðherra er meðal þeirra viðkvæmu upplýsinga sem nú eru aðgengileg á netinu. Árásin er mikið áfall fyrir Vodafone og hefur heimasíða fyrirtækisins legið niðri í allan dag. „Það lak mikið af gögnum út og við lítum á það gríðarlega alvarlegum augum. Þetta er mikið áfall fyrir okkur sem og okkar viðskiptavini. Traust viðskiptavina í okkar garð er sennilega okkar mikilvægasta eign. Við brugðumst því trausti í dag,“ segir Hrannar Pétursson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Vodafone. Í gögnunum má finna mörg tilfinningarík skilaboð á milli viðskiptavina Vodafone. Mörg þessara skilaboða ættu hins vegar alls ekki að vera geymd lengur en í sex mánuði. 42. gr. laga um fjarskipti segir að aðeins megi geyma umrædd gögn í sex mánuði. Vodafone brýtur þessi lög. Nánar í myndbandinu hér að ofan. Vodafone-innbrotið Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira
„Við brugðumst trausti viðskiptavina.“ Þetta segir fjölmiðlafulltrúi Vodafone. Tölvuhakkarar gerðu árás á vefsíðu Vodafone í morgun og birtu persónuupplýsingar viðskiptavina fyrirtækisins. Vodafone braut fjarskiptalög með að eyða ekki gögnum viðskiptavina. Tölvuhakkarar frá Tyrklandi réðust í nótt á vefsíðu Vodafone og náðu að hrifsa til sín umtalsverðu magni persónuupplýsinga viðskiptavina Vodafone. Gögin voru gerð opinber á Twitter-reikningi hakkarans en þar má meðal annars finna 80 þúsund sms-skeyti viðskiptavina Vodafone frá lok árs 2010 og til dagsins í dag. Mörg SMS-anna sem eru að finna í gögnum tyrkneska hakkarans eru á milli æðstu ráðamanna þjóðarinnar. Þannig má í gögnunum finna SMS á borð við þetta: „Erum að fara á leynifund í LÍÚ“ Nokkur vantraust SMS á ríkisstjórnina o.fl. Meira að segja vísakortanúmer utanríkisráðherra er meðal þeirra viðkvæmu upplýsinga sem nú eru aðgengileg á netinu. Árásin er mikið áfall fyrir Vodafone og hefur heimasíða fyrirtækisins legið niðri í allan dag. „Það lak mikið af gögnum út og við lítum á það gríðarlega alvarlegum augum. Þetta er mikið áfall fyrir okkur sem og okkar viðskiptavini. Traust viðskiptavina í okkar garð er sennilega okkar mikilvægasta eign. Við brugðumst því trausti í dag,“ segir Hrannar Pétursson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Vodafone. Í gögnunum má finna mörg tilfinningarík skilaboð á milli viðskiptavina Vodafone. Mörg þessara skilaboða ættu hins vegar alls ekki að vera geymd lengur en í sex mánuði. 42. gr. laga um fjarskipti segir að aðeins megi geyma umrædd gögn í sex mánuði. Vodafone brýtur þessi lög. Nánar í myndbandinu hér að ofan.
Vodafone-innbrotið Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira