Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna hefur óskað eftir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis útaf Vodafonemálinu.
Katrín hefur ennfremur óskað eftir því að fulltrúar frá Póst- og fjarskiptastofnun, Ríkislögreglustjóra, innanríkisráðuneytinu og Vodafone verði kallaðir á fund nefndarinnar til að fara yfir málið og eftirlit hins opinbera með að lögum sé fylgt.
Vill ræða Vodafonemálið í umhverfis- og samgöngunefnd
