Innlent

Ráðist hefur verið á vef Vodafone í þrígang

Stefán Árni Pálsson skrifar
MYNDIR/DANÍEL
Ráðist hefur verið í þrígang á vefsíðu Vodafone á Íslandi síðastliðin tvö ár en þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Tyrkneskur hakkari réðist á vefsíðu fyrirtækisins á laugardaginn og náðu persónulegum upplýsingum viðskiptavina Vodafone.

Fram kemur á vefsíðunni Zone-H .org að hakkarar hafi ráðist á vefsíðuna Vodafone.is í mars árið 2012 og síðan einnig í maí árið 2013 en báðar árásirnar komu frá tölvu í Alsír.

Öryggismál vefsíðna hjá fyrirtækjum á Íslandi eru greinilega ekki í stakk búinn fyrir árásir af þessum toga.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.