Til þess eru vítin að varast þau Óli Kristján Ármannsson skrifar 4. desember 2013 07:00 Höfuðstöðvar Vodafone á Íslandi. Fréttablaðið/Stefán Gengi hlutabréfa Vodafone í Kauphöll Íslands hrapaði þegar viðskipti hófust með þau í byrjun vikunnar. Um helgina varð fyrirtækið fyrir alvarlegum gagnastuldi af vef þess. Mest lækkuðu bréfin um tæp 15 prósent laust fyrir hádegi á mánudag, en síðan rétti gengið að eins úr sér. Lækkun mánudagsins endaði í 12,10 prósentum. Áhrifin af klúðri helgarinnar voru þvi bæði mikil og greinileg, en nokkur ánægja hafði verið með síðasta uppgjör félagsins og því spáð ágætis gengi. Í gær virtist svo ákveðið jafnvægi komið á, þótt bréfin hafi aðeins lækkað í fyrstu viðskiptum. Í dagslok stóð gengið í stað. Í nýrri umfjöllun vírusvarnafyrirtækisins Trend Micro er farið yfir hve skaðlegur öryggisbrestur sem þessi er í raun og sann. Farsímar, net og önnur jaðartæki eru sagðir sérstakir áhættuþættir þegar kemur að árásum á einstök fyriræki. „Meira að segja leiðir rannsókn í ljós að viðleitni til að koma í veg fyrir að trúnaðargögnum verði stolið er meðal mikilvægustu verkefna sem samtök og stórfyrirtæki standa frammi fyrir,“ segir í fréttabréfi Trend Micro. „Fyrirtæki þurfa sem aldrei fyrr að standa vörð um höfuðdjásn sín, vegna þess að brotalöm í þeim efnum gæti haft alvarlegar afleiðingar.“ Talin eru nokkur sönn dæmi um afleiðingar sem það getur haft að vernda ekki gögn fyrirtækja tryggilega. Kostnaðarsamt sé að bregðast við og fást við afleiðingar innbrots. Þar er vísað til fjármuna og viðbúnaðar sem þörf sé við að greina hvernig árásin átti sér stað, hvaða gögnum var stolið og hvaða hliðartjón kunni að hafa orðið. Eins kemur fram að fyrirtæki gætu átt yfir höfði sér sektargreiðslur ef komi í ljós að þau hafi látið hjá líða að uppfylla öryggisstaðla sem geri þeim skylt að fylgja ákveðnum reglum. Síðan er óáþreifanlegur og óafturkræfur kostnaður. „Fjármunir sem eytt hefur verið í rannsóknir og þróun og í viðskiptaleyndarmál, þar sem þjófnaður gagna getur haft í för með sér skerta samkeppnisstöðu. Vodafone-innbrotið Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa Vodafone í Kauphöll Íslands hrapaði þegar viðskipti hófust með þau í byrjun vikunnar. Um helgina varð fyrirtækið fyrir alvarlegum gagnastuldi af vef þess. Mest lækkuðu bréfin um tæp 15 prósent laust fyrir hádegi á mánudag, en síðan rétti gengið að eins úr sér. Lækkun mánudagsins endaði í 12,10 prósentum. Áhrifin af klúðri helgarinnar voru þvi bæði mikil og greinileg, en nokkur ánægja hafði verið með síðasta uppgjör félagsins og því spáð ágætis gengi. Í gær virtist svo ákveðið jafnvægi komið á, þótt bréfin hafi aðeins lækkað í fyrstu viðskiptum. Í dagslok stóð gengið í stað. Í nýrri umfjöllun vírusvarnafyrirtækisins Trend Micro er farið yfir hve skaðlegur öryggisbrestur sem þessi er í raun og sann. Farsímar, net og önnur jaðartæki eru sagðir sérstakir áhættuþættir þegar kemur að árásum á einstök fyriræki. „Meira að segja leiðir rannsókn í ljós að viðleitni til að koma í veg fyrir að trúnaðargögnum verði stolið er meðal mikilvægustu verkefna sem samtök og stórfyrirtæki standa frammi fyrir,“ segir í fréttabréfi Trend Micro. „Fyrirtæki þurfa sem aldrei fyrr að standa vörð um höfuðdjásn sín, vegna þess að brotalöm í þeim efnum gæti haft alvarlegar afleiðingar.“ Talin eru nokkur sönn dæmi um afleiðingar sem það getur haft að vernda ekki gögn fyrirtækja tryggilega. Kostnaðarsamt sé að bregðast við og fást við afleiðingar innbrots. Þar er vísað til fjármuna og viðbúnaðar sem þörf sé við að greina hvernig árásin átti sér stað, hvaða gögnum var stolið og hvaða hliðartjón kunni að hafa orðið. Eins kemur fram að fyrirtæki gætu átt yfir höfði sér sektargreiðslur ef komi í ljós að þau hafi látið hjá líða að uppfylla öryggisstaðla sem geri þeim skylt að fylgja ákveðnum reglum. Síðan er óáþreifanlegur og óafturkræfur kostnaður. „Fjármunir sem eytt hefur verið í rannsóknir og þróun og í viðskiptaleyndarmál, þar sem þjófnaður gagna getur haft í för með sér skerta samkeppnisstöðu.
Vodafone-innbrotið Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Sjá meira