Til þess eru vítin að varast þau Óli Kristján Ármannsson skrifar 4. desember 2013 07:00 Höfuðstöðvar Vodafone á Íslandi. Fréttablaðið/Stefán Gengi hlutabréfa Vodafone í Kauphöll Íslands hrapaði þegar viðskipti hófust með þau í byrjun vikunnar. Um helgina varð fyrirtækið fyrir alvarlegum gagnastuldi af vef þess. Mest lækkuðu bréfin um tæp 15 prósent laust fyrir hádegi á mánudag, en síðan rétti gengið að eins úr sér. Lækkun mánudagsins endaði í 12,10 prósentum. Áhrifin af klúðri helgarinnar voru þvi bæði mikil og greinileg, en nokkur ánægja hafði verið með síðasta uppgjör félagsins og því spáð ágætis gengi. Í gær virtist svo ákveðið jafnvægi komið á, þótt bréfin hafi aðeins lækkað í fyrstu viðskiptum. Í dagslok stóð gengið í stað. Í nýrri umfjöllun vírusvarnafyrirtækisins Trend Micro er farið yfir hve skaðlegur öryggisbrestur sem þessi er í raun og sann. Farsímar, net og önnur jaðartæki eru sagðir sérstakir áhættuþættir þegar kemur að árásum á einstök fyriræki. „Meira að segja leiðir rannsókn í ljós að viðleitni til að koma í veg fyrir að trúnaðargögnum verði stolið er meðal mikilvægustu verkefna sem samtök og stórfyrirtæki standa frammi fyrir,“ segir í fréttabréfi Trend Micro. „Fyrirtæki þurfa sem aldrei fyrr að standa vörð um höfuðdjásn sín, vegna þess að brotalöm í þeim efnum gæti haft alvarlegar afleiðingar.“ Talin eru nokkur sönn dæmi um afleiðingar sem það getur haft að vernda ekki gögn fyrirtækja tryggilega. Kostnaðarsamt sé að bregðast við og fást við afleiðingar innbrots. Þar er vísað til fjármuna og viðbúnaðar sem þörf sé við að greina hvernig árásin átti sér stað, hvaða gögnum var stolið og hvaða hliðartjón kunni að hafa orðið. Eins kemur fram að fyrirtæki gætu átt yfir höfði sér sektargreiðslur ef komi í ljós að þau hafi látið hjá líða að uppfylla öryggisstaðla sem geri þeim skylt að fylgja ákveðnum reglum. Síðan er óáþreifanlegur og óafturkræfur kostnaður. „Fjármunir sem eytt hefur verið í rannsóknir og þróun og í viðskiptaleyndarmál, þar sem þjófnaður gagna getur haft í för með sér skerta samkeppnisstöðu. Vodafone-innbrotið Mest lesið Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Sjá meira
Gengi hlutabréfa Vodafone í Kauphöll Íslands hrapaði þegar viðskipti hófust með þau í byrjun vikunnar. Um helgina varð fyrirtækið fyrir alvarlegum gagnastuldi af vef þess. Mest lækkuðu bréfin um tæp 15 prósent laust fyrir hádegi á mánudag, en síðan rétti gengið að eins úr sér. Lækkun mánudagsins endaði í 12,10 prósentum. Áhrifin af klúðri helgarinnar voru þvi bæði mikil og greinileg, en nokkur ánægja hafði verið með síðasta uppgjör félagsins og því spáð ágætis gengi. Í gær virtist svo ákveðið jafnvægi komið á, þótt bréfin hafi aðeins lækkað í fyrstu viðskiptum. Í dagslok stóð gengið í stað. Í nýrri umfjöllun vírusvarnafyrirtækisins Trend Micro er farið yfir hve skaðlegur öryggisbrestur sem þessi er í raun og sann. Farsímar, net og önnur jaðartæki eru sagðir sérstakir áhættuþættir þegar kemur að árásum á einstök fyriræki. „Meira að segja leiðir rannsókn í ljós að viðleitni til að koma í veg fyrir að trúnaðargögnum verði stolið er meðal mikilvægustu verkefna sem samtök og stórfyrirtæki standa frammi fyrir,“ segir í fréttabréfi Trend Micro. „Fyrirtæki þurfa sem aldrei fyrr að standa vörð um höfuðdjásn sín, vegna þess að brotalöm í þeim efnum gæti haft alvarlegar afleiðingar.“ Talin eru nokkur sönn dæmi um afleiðingar sem það getur haft að vernda ekki gögn fyrirtækja tryggilega. Kostnaðarsamt sé að bregðast við og fást við afleiðingar innbrots. Þar er vísað til fjármuna og viðbúnaðar sem þörf sé við að greina hvernig árásin átti sér stað, hvaða gögnum var stolið og hvaða hliðartjón kunni að hafa orðið. Eins kemur fram að fyrirtæki gætu átt yfir höfði sér sektargreiðslur ef komi í ljós að þau hafi látið hjá líða að uppfylla öryggisstaðla sem geri þeim skylt að fylgja ákveðnum reglum. Síðan er óáþreifanlegur og óafturkræfur kostnaður. „Fjármunir sem eytt hefur verið í rannsóknir og þróun og í viðskiptaleyndarmál, þar sem þjófnaður gagna getur haft í för með sér skerta samkeppnisstöðu.
Vodafone-innbrotið Mest lesið Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Sjá meira