Vill fleiri Stjörnustelpur í landsliðið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. september 2013 09:00 Stjörnustelpurnar létu hvassviðri og skítakulda ekki hafa áhrif á fagnaðarlæti sín í Garðabænum í gær. Eftir hefðbundnar myndatökur tóku Garðbæingar eina góða hrúgu á þjálfarann sinn. Fréttablaðið/Daníel Kvennalið Stjörnunnar fékk Íslandsmeistarabikarinn afhentan eftir 6-0 slátrun á grönnum sínum í Breiðabliki í gær. Stjarnan vann alla átján leiki sína og fékk aðeins á sig sex mörk. Hvort tveggja er einsdæmi. „Auðvitað var aðalmarkmið sumarsins að verða Íslandsmeistari. Við vorum ekkert að spá í svona metum,“ segir Þorlákur Árnason, þjálfari Garðabæjarliðsins. Harpa Þorsteinsdóttir og Danka Podovac skoruðu tvö mörk hvor í 6-0 sigri á Breiðabliki í lokaumferðinni í gær. „Þetta er náttúrulega óaðfinnanlegt hjá okkur og ótrúlegur árangur. Við erum svo ánægðar með okkur,“ sagði Harpa sem fór á kostum í sumar. Harpa skoraði 28 mörk í átján leikjum, varð langmarkahæsti leikmaður deildarinnar og ljóst er að hún verður kosin besti leikmaður deildarinnar í ár. „Það er öllum ljóst. Hún hefur ekki bara skorað þessi mörk heldur á hún einnig fjórtán stoðsendingar í deildinni,“ segir Þorlákur. Þjálfarinn segir ljóst að fimm lið hafi ætlað sér sigur áður en keppni hófst í mótinu í maí. „Þór/KA og Valur stimpluðu sig út snemma og eftir fyrri umferðina voru það eiginlega bara Blikar sem áttu möguleika í okkur,“ segir Þorlákur. Stjarnan missti Íslandsmeistaratitilinn í hendur Þórs/KA síðastliðið sumar. Hann viðurkennir að Garðbæingar hafi verið fúlir í lok leiktíðar en endurmetið stöðuna með tímanum. Liðið varð bikarmeistari og hafnaði í 2.-3. sæti deildarinnar. „Við vorum með meiri breidd og sterkari hóp í fyrra en lentum í miklum meiðslum á svipuðum tíma,“ segir Þorlákur. Liðið hafi hins vegar mætt afar hungrað til leiks í sumar og uppskorið eftir því.Þorlákur þjálfari ásamt Hörpu.Mynd/DaníelVill sjá fleiri í landsliðinu Þorlákur hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann verði áfram með liðið. Hann muni hugsa málið og ræða við Stjörnuna í kjölfarið. Hann telur að félagið muni halda öllum þeim leikmönnum sem það vill. „Stemmningin í liðinu er einfaldlega það góð.“ Stjarnan fagnaði titlinum vel í gærkvöldi en þó eru leikmenn ekki komnir í frí. Æfingum verður haldið áfram fram í október þótt álagið verði minnkað. Landsleikir eru fram undan gegn Sviss 26. september og í Serbíu 31. október. Leikirnir verða þeir fyrstu undir stjórn nýs landsliðsþjálfara, Freys Alexanderssonar. Stjarnan átti fimm fulltrúa í landsliðshópnum á EM í Svíþjóð í sumar. Glódís Perla Viggósdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir komu við sögu auk þess sem Anna Björk Kristjánsdóttir, Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir og Sandra Sigurðardóttir voru á bekknum. Láki vill sjá Írunni Þorbjörgu Aradóttur og Önnu Maríu Baldursdóttur í landsliðshópnum. „Ég yrði mjög hissa ef Írunn og Anna María fá ekki kallið,“ segir Þorlákur. Hann segir líka landsmenn eiga eftir að sjá það besta frá Hörpu í landsliðinu. Hún eigi að spila frammi en ekki í öðrum stöðum framarlega á vellinum. Hann bendir einnig á hve vel íslenska landsliðið standi með miðverði sína Glódísi Perlu og Önnu Björk. „Sif Atladóttir er besti miðvörður sem við eigum. En ef hún er meidd verðum við í engum vandræðum.“ Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
Kvennalið Stjörnunnar fékk Íslandsmeistarabikarinn afhentan eftir 6-0 slátrun á grönnum sínum í Breiðabliki í gær. Stjarnan vann alla átján leiki sína og fékk aðeins á sig sex mörk. Hvort tveggja er einsdæmi. „Auðvitað var aðalmarkmið sumarsins að verða Íslandsmeistari. Við vorum ekkert að spá í svona metum,“ segir Þorlákur Árnason, þjálfari Garðabæjarliðsins. Harpa Þorsteinsdóttir og Danka Podovac skoruðu tvö mörk hvor í 6-0 sigri á Breiðabliki í lokaumferðinni í gær. „Þetta er náttúrulega óaðfinnanlegt hjá okkur og ótrúlegur árangur. Við erum svo ánægðar með okkur,“ sagði Harpa sem fór á kostum í sumar. Harpa skoraði 28 mörk í átján leikjum, varð langmarkahæsti leikmaður deildarinnar og ljóst er að hún verður kosin besti leikmaður deildarinnar í ár. „Það er öllum ljóst. Hún hefur ekki bara skorað þessi mörk heldur á hún einnig fjórtán stoðsendingar í deildinni,“ segir Þorlákur. Þjálfarinn segir ljóst að fimm lið hafi ætlað sér sigur áður en keppni hófst í mótinu í maí. „Þór/KA og Valur stimpluðu sig út snemma og eftir fyrri umferðina voru það eiginlega bara Blikar sem áttu möguleika í okkur,“ segir Þorlákur. Stjarnan missti Íslandsmeistaratitilinn í hendur Þórs/KA síðastliðið sumar. Hann viðurkennir að Garðbæingar hafi verið fúlir í lok leiktíðar en endurmetið stöðuna með tímanum. Liðið varð bikarmeistari og hafnaði í 2.-3. sæti deildarinnar. „Við vorum með meiri breidd og sterkari hóp í fyrra en lentum í miklum meiðslum á svipuðum tíma,“ segir Þorlákur. Liðið hafi hins vegar mætt afar hungrað til leiks í sumar og uppskorið eftir því.Þorlákur þjálfari ásamt Hörpu.Mynd/DaníelVill sjá fleiri í landsliðinu Þorlákur hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann verði áfram með liðið. Hann muni hugsa málið og ræða við Stjörnuna í kjölfarið. Hann telur að félagið muni halda öllum þeim leikmönnum sem það vill. „Stemmningin í liðinu er einfaldlega það góð.“ Stjarnan fagnaði titlinum vel í gærkvöldi en þó eru leikmenn ekki komnir í frí. Æfingum verður haldið áfram fram í október þótt álagið verði minnkað. Landsleikir eru fram undan gegn Sviss 26. september og í Serbíu 31. október. Leikirnir verða þeir fyrstu undir stjórn nýs landsliðsþjálfara, Freys Alexanderssonar. Stjarnan átti fimm fulltrúa í landsliðshópnum á EM í Svíþjóð í sumar. Glódís Perla Viggósdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir komu við sögu auk þess sem Anna Björk Kristjánsdóttir, Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir og Sandra Sigurðardóttir voru á bekknum. Láki vill sjá Írunni Þorbjörgu Aradóttur og Önnu Maríu Baldursdóttur í landsliðshópnum. „Ég yrði mjög hissa ef Írunn og Anna María fá ekki kallið,“ segir Þorlákur. Hann segir líka landsmenn eiga eftir að sjá það besta frá Hörpu í landsliðinu. Hún eigi að spila frammi en ekki í öðrum stöðum framarlega á vellinum. Hann bendir einnig á hve vel íslenska landsliðið standi með miðverði sína Glódísi Perlu og Önnu Björk. „Sif Atladóttir er besti miðvörður sem við eigum. En ef hún er meidd verðum við í engum vandræðum.“
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira