Edda Garðarsdóttir hætt í knattspyrnu 16. september 2013 10:20 Edda Garðarsdóttir mynd / stefán Knattspyrnukonan Edda Garðarsdóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna tímabundið í það minnsta en leikmaðurinn staðfesti þetta í samtali við mbl.is. Edda er önnur leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi og lék sinn síðasta leik með Val gegn Selfossi á laugardaginn. Þar skoraði miðjumaðurinn eitt mark í 4-0 sigri liðsins sem tryggði sér annað sætið í Pepsi-deildinni. Leikmaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli í hné og tekur því þessa ákvörðun.„Já, ég er hætt, þetta er orðið gott. Ég elska fótbolta og væri alveg til í að halda áfram en til þess þyrfti ég að fá einhvern kraftaverkalækni til að laga á mér hnéð. Ég hef verið í veseni með það í tvö ár, mér hefur tekist að spila mest allan tímann, en þyrfti að gera mikið til að halda mér áfram í góðri æfingu," sagði Edda við mbl.is. „Ég er bara sátt við þessa ákvörðun, þetta er góður tími til að draga sig í hlé. Ég var bara 14 ára þegar ég spilaði fyrst með meistaraflokki, þetta er því orðið 21 ár þar, sem er ágætt. Ég spilaði í Bandaríkjunum, Danmörku, Svíþjóð og Englandi og er sátt við minn feril og að hætta núna," sagði Edda við mbl.is.Á sínum ferli lék Edda með KR, Breiðabliki, Örebro, Chelsea og að lokum Val. Edda á að baki 103 landsleiki fyrir Íslands hönd en leikmaðurinn var ekki valinn í landsliðið sem tók þátt á Evrópumótinu í Svíþjóð í sumar.„Ætli ég hjálpi ekki eitthvað til með styrktaræfingar hjá Valsliðinu í vetur og svo fer ég örugglega út í þjálfun á einhverjum tímapunkti. Ég er allavega búin með UEFA-B prófið en þarf að bæta meiru við. Það hefur svo sem verið haft samband við mig varðandi þjálfun á síðustu árum en ég er ekki með nein tilboð eða farin að huga að slíku af neinni alvöru ennþá," sagði Edda Garðarsdóttir.Markvörðurinn Þóra B. Helgadóttir sendir Eddu kveðju á Twitter sem má sjá hér að neðan.@eddagardars sorg í hjarta mín kæra en til hamingju með stórkoslegan feril. Ég á eftir að sakna þín svo mikið #legend— Thora Helgadottir (@thorahelga) September 16, 2013 Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Sjá meira
Knattspyrnukonan Edda Garðarsdóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna tímabundið í það minnsta en leikmaðurinn staðfesti þetta í samtali við mbl.is. Edda er önnur leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi og lék sinn síðasta leik með Val gegn Selfossi á laugardaginn. Þar skoraði miðjumaðurinn eitt mark í 4-0 sigri liðsins sem tryggði sér annað sætið í Pepsi-deildinni. Leikmaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli í hné og tekur því þessa ákvörðun.„Já, ég er hætt, þetta er orðið gott. Ég elska fótbolta og væri alveg til í að halda áfram en til þess þyrfti ég að fá einhvern kraftaverkalækni til að laga á mér hnéð. Ég hef verið í veseni með það í tvö ár, mér hefur tekist að spila mest allan tímann, en þyrfti að gera mikið til að halda mér áfram í góðri æfingu," sagði Edda við mbl.is. „Ég er bara sátt við þessa ákvörðun, þetta er góður tími til að draga sig í hlé. Ég var bara 14 ára þegar ég spilaði fyrst með meistaraflokki, þetta er því orðið 21 ár þar, sem er ágætt. Ég spilaði í Bandaríkjunum, Danmörku, Svíþjóð og Englandi og er sátt við minn feril og að hætta núna," sagði Edda við mbl.is.Á sínum ferli lék Edda með KR, Breiðabliki, Örebro, Chelsea og að lokum Val. Edda á að baki 103 landsleiki fyrir Íslands hönd en leikmaðurinn var ekki valinn í landsliðið sem tók þátt á Evrópumótinu í Svíþjóð í sumar.„Ætli ég hjálpi ekki eitthvað til með styrktaræfingar hjá Valsliðinu í vetur og svo fer ég örugglega út í þjálfun á einhverjum tímapunkti. Ég er allavega búin með UEFA-B prófið en þarf að bæta meiru við. Það hefur svo sem verið haft samband við mig varðandi þjálfun á síðustu árum en ég er ekki með nein tilboð eða farin að huga að slíku af neinni alvöru ennþá," sagði Edda Garðarsdóttir.Markvörðurinn Þóra B. Helgadóttir sendir Eddu kveðju á Twitter sem má sjá hér að neðan.@eddagardars sorg í hjarta mín kæra en til hamingju með stórkoslegan feril. Ég á eftir að sakna þín svo mikið #legend— Thora Helgadottir (@thorahelga) September 16, 2013
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Sjá meira